Leita í fréttum mbl.is

Er mannfólk í kjarna Íslands?

Kápa bókarinnar vekur athygli en hana prýða Jarlhettur með heybagga, pakkaða í plast, í forgrunni. „Það voru tillögur að tveimur kápum, annars vegar þessi og hins vegar af líparítfjöllum sem eru nánast á öllum bókum af þessu tagi. Við gerðum könnum meðal starfsmanna sendiráða Íslands um allan heim og fengum tillögur og athugasemdir frá þeim. Það varð mjótt á mununum en okkur fannst þessi mynd öðruvísi. Þetta er kannski ekki kjarni Íslands en þetta er það sem fólk sér á ferðum sínum um landið og því orðið hluti af landslaginu,“ segir Kristján Ingi.

 

Það var spennandi og athyglisvert ferli að fylgjast með og taka þátt í þeim vangaveltum sem áttu sér stað, þegar velja átti kápu á Kjarna Íslands. Káputillögurnar tvær, sem Kristján Ingi talar um í þessu Moggaviðtali, voru báðar mjög fallegar - en líka mjöööög ólíkar myndir. Og almennt höfðu flestir afgerandi skoðun á málinu.

Viðbrögð fólks við kápunni sem varð fyrir valinu eru líka misjöfn. Það stuðar marga að hafa þessa manngerðu hlunka, sem heybaggarnir eru, í forgrunni myndarinnar. Og satt best að segja er kápan ekki mjög lýsandi fyrir ljósmyndirnar í bókinni að öðru leyti. En hún er aftur á móti lýsandi fyrir landið sem við ferðumst um. Við mannfólkið - og allt okkar hafurtask - erum hluti af þeirri náttúru sem við lifum í - og lifum á. Erum við ekki líka hluti af kjarnanum?


mbl.is Mín sýn á landið gegnum linsuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Salka skrifar

Bókaútgáfan Salka ehf
Bókaútgáfan Salka leggur megináherslu á útgáfu bóka sem höfða til kvenna en einnig handbóka af ýmsu tagi fyrir alla.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Bækur

Nýjar bækur

  • Rafn Hafnfjörð og Ari Trausti Guðmundsson: Focus on Iceland
    Falleg ferðahandbók með yfir 600 myndum af Íslandi sem teknar voru af Rafni Hafnfjörð með texta eftir Ara Trausta Guðmundson
    *****

Tónhlaða

Heiðdís Norðfjörð - Mídas konungur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband