Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Nokkur slökunarráð

WaterfallÍ bókinni 1001 leið til að slaka á eru eins og nafnið gefur til kynna 1001 ráð til að hjálpa okkur að slaka á.  Í bókinni er lögð áhersla á að slökunin sé nærtæk og sem dæmi má nefna eru gefin ráð um slökun á vinnustað, heima, í náttúrunni og við huglægar aðstæður einnig.

Slökun á vinnustað:

Ráð #20 Gakktu í vinnuna:

Sannað þykir að áhrifamikill streituvaldur í ferð til og frá vinnu er að finnast maður algjörlega upp á umferð og/eða áætlanakerfi strætisvagna kominn. Til að takast á við þetta vandamál er árangursríkast að treysta á sína tvo jafnfljótu og ganga til vinnu ef þú mögulega getur. Notaðu tímann á göngunni til að undirbúa þig andlega undir vinnudaginn, síðan geturðu andað léttar á leiðinni heim.

Ráð #40 Teygðu á hryggnum:

Frábær æfing sem opnar fyrir orkurásir líkamans. Settu hægri fót upp á stól og leggðu vinstri hönd á hné. Snúðu hægri öxlinni aftur og láttu hrygginn fylgja eftir. Andaðu frá þér og snúðu öxlinni aðeins lengra aftur. Andaðu að þér og snúðu fram. Gerðu það sama hinum megin.

Ráð #170 Fáðu þér blund:

Stuttur miðdegisblundur getur gert kraftaverk. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem gerð var á vinnuafköstum nokkurra starfsmanna kom fram að þeir sem lögðu sig í hálfa klukkustund í hádeginu þrisvar í viku, sýndu mestu afköstin. Auk þess voru þeir í mun minni áhættu að fá hjartasjúkdóma.


Það er til 1001 leið til að slaka á

 

Bókin 1001 leið til að slaka á er komin út hjá Sölku. Bókin er byggð upp á 1001 örstuttum, hvetjandi 1001_leidog uppbyggilegum köflum þar sem fjallað er meðal annars um er hvernig best sé að höndla streitu á vinnustað, heima fyrir, á meðgöngu og eftir fæðingu, í samskiptum við ástvini og á jólunum. Langvarandi streita getur orsakað ýmiss konar sjúkdóma og lögð er áhersla á lausnir þar sem ekki þarf að eyða miklum fjármunum í lyf eða meðferðir.


María Magdalena hugsanlega gefin út í Svíþjóð!

Þórhallur Heimisson prestur og höfundur bókarinnar María Magdalena; vegastjarna eða vændiskona,Mariamagdalena er staddur í Svíþjóð - nánar tiltekið Uppsölum til að halda fyrirlestur um Maríu Magdalenu og segja frá efni og tilurð bókarinnar. Efnið er mjög vinsælt í Svíþjóð og má sem dæmi nefna að nú stendur yfir sýning á Historiska museet í Stokkhólmi sem heitir "Maria - drömmen om kvinnan" eða María- draumurinn um konuna, þar sem meðal annars er komið inn á sögu Maríu Magdalenu.

Þórhallur hefur verið í sambandi við Verbum útgáfuna varðandi útgáfu bókarinnar í Svíþjóð og eru þau mjög áhugasöm um sænska útgáfu af bókinni um hana Maríu Magdalenu.

 


Gurrí á Vikunni fílar Randy Pausch

 

Hin vinsæli DV - bloggari og aðstoðarritstjóri Vikunnar skrifar fallega um bókina Síðasti fyrirlesturinn á blogginu sínu.

Kláraði Síðasta fyrirlesturinn í nótt. Dauðvona maður á besta aldri, kvæntur og faðir þriggja ungra barna, skrifar um hvernig við eigum að láta drauma okkar rætast og hvernig honum tókst það sjálfum. Mér fannst t.d. áhugavert að lesa um fyrrverandi kærustuna hans sem skuldaði nokkur þúsund dollara og var að farast úr áhyggjum. Hún fór í jóga öll fimmtudagskvöld til að reyna að róa hugann. Maðurinn benti henni á að ef hún fengi sér frekar vinnu á fimmtudagskvöldum gæti hún greitt upp skuldina á ekki svo löngum tíma. Akkúrat það sem ég hugsaði ... konan gerði þetta, vann á veitingastað eitt kvöld í viku, greiddi upp skuldina og hélt síðan áfram í jógaleikfimi, alsæl og áhyggjulaus. Auðvitað á að vaða í málin, uppræta rót vandans! Jamm.


Græn hreinsiefni

 

Uppeldi_f_umhverfidÍ bókinni Uppeldi fyrir umhverfið er urmull ráða fyrir foreldra sem vilja ekki bara spara í heimilishaldinu heldur líka vera umhverfisvæn. Þar kemur meðal annars fram að vistvænustu hreingerningavörurnar séu til nú þegar heima hjá flestum - í eldhúshillunum;

 

 

dæmi um græn hreinsiefni:

  • Borðedik - þynnið það með vatni til að þrífa borð, gler og flísar eða notið óblandað til að losa stíflur í sturtu og vaski. Ediklyktin hverfur um leið og það gufar upp.
  • Sítrónusafi - látið sítrónusafa drjúpa á borðplötur og skurðarbretti til að bleikja og losna við fitu.
  • Salt - notið það til að vaska upp og til að þvo steikarpönnur
  • Krydd- látið malla handfylli af kryddi (t.d. kanilstangir, negul, ferska engiferrót, kardimommufræ, stjörnuanís), eða sítrónu - , súraldin - og appelsínusneiðar til að fá ilm á heimilið.
  • Matarsódi - Blandið með vatni og þrífið vaska og baðker. Stráið í klósettskálina, bætið við borðediki og skúbbið.
  • Örtrefjaklútar - Bleytið þá lítillega og nuddið með þeim. Ekki þarf leysiefni eða hreinsiefni í örtrefjaklúta til að losna við fitu eða erfiða bletti.

 


Skáldið Inger Christensen látin

eftirfarandi frétt birtist í Morgunblaðinu í gær:

Inger Christensen
Inger Christensen

DANSKA skáldkonan Inger Christensen, sem lést sl. föstudag 73 ára að aldri, var margorðuð við nóbelsverðlaun án þess þó að hljóta þau. Hún var eitt þekktasta skáld sinnar kynslóðar í Danmörku, þekkt fyrir formtilraunir sínar og frumleika.

Christensen, sem fæddist í bænum Vejle árið 1935, fékk fyrsta ljóðasafn sitt, Lys [Ljós], gefið út árið 1969. Ári síðar kom út bókin Græs [Gras]. Það var þó ekki fyrr en með ljóðasafninu Det [Það], sem hún vakti verulega athygli, og var verkið álitið skipta sköpum í ferli hennar.

 

Illskilgreinanleg skáldverk

Eftir að þessar bækur komu út sneri Christensen sér að greinaskrifum, skáldsögum og barnabókum í rúman áratug áður en hún sendi frá sér ljóðabók. Það var árið 1981 að bókin Alfabet [Stafrófið] kom út og síðan Sommerfugledalen [Fiðrildadalurinn] árið 1991, sem gagnrýnendur telja hennar helsta meistaraverk.

Sagt hefur verið um skáldskap Christensen að erfitt sé að skilgreina hann. Erik Nielsen, prófessor í bókmenntum við Kaupmannahafnarháskóla, lýsti þó verkum hennar á þann veg að henni hefði tekist að „nota ópersónulegt kerfi til að skapa einkar persónulegan skáldskap“.

Christensen var sæmd mörgum merkilegum bókmenntaverðlaunum á lífsleiðinni þótt henni féllu ekki nóbelsverðlaun í skaut og naut mikillar virðingar meðal kollega sinna.

 Salka gaf út ljóðabókina hennar Ljóð um dauðann  sem Valdimar Tómasson þýddi og fæst hún hjá okkur í forlaginu á aðeins 490 kr.


Ringulreiðin skipulögð

konur_eiga_2009Nú er komið nýtt ár og tími til að endurnýja dagatalsbókina. Dagatalsbókin Konur eiga orðið nær frá janúar 2009 - desember 2009 og hentar vel til að koma skipulagi á ringulreið hversdagsins. Bókin er full af skemmtilegum hugleiðingum um lífið og tilveruna og fæðingardaga merkra kvenna er minnst. 

 


Salka skrifar

Bókaútgáfan Salka ehf
Bókaútgáfan Salka leggur megináherslu á útgáfu bóka sem höfða til kvenna en einnig handbóka af ýmsu tagi fyrir alla.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Bækur

Nýjar bækur

  • Rafn Hafnfjörð og Ari Trausti Guðmundsson: Focus on Iceland
    Falleg ferðahandbók með yfir 600 myndum af Íslandi sem teknar voru af Rafni Hafnfjörð með texta eftir Ara Trausta Guðmundson
    *****

Tónhlaða

Heiðdís Norðfjörð - Mídas konungur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband