Leita í fréttum mbl.is

Menning við matarborðið

Það hefur stundum verið sagt að á meðan við Íslendingar borðum til að lifa, þá lifi Frakkarnir til að borða. Sigríður Gunnarsdóttir hefur búið öll sín fullorðinsár í Frakklandi og í bókunum Sælkeraferð um Frakkland og Sælkeragöngur um París deilir hún ástríðu sinni fyrir dásemdum franskrar matarmenningar með lesendum. Hér á eftir fer hugleiðing Sigríðar fyrir Sölkubloggið um muninn á matarmenningu þessara tveggja þjóða:



Mæðgurnar Sigríður og SiljaMatargerðarlist Frakka er byggð á margra alda gamalli hefð. Frakkar voru ríkasta heimsveldið í nokkrar aldir. Hér var rík yfirmannastétt, aðall og góðborgarar. Þessar stéttir höfðu efni á að borða góðan mat og gerðu fljótt miklar kröfur. Land þeirra er gjöfult; hér vex nýtt grænmeti allt árið, hér er mikil alidýrarækt, villibráð og fiskveiði. Landið er mjög stórt og ólíkt eftir héruðum. Þessar einstöku aðstæður hafa skapað grundvöll fyrir matargerðarlist, sem hvergi  er til sambærilegur í vestrænum heimi.

En þegar slík hefð er fyrir hendi, þýðir það líka, að fólk gæti átt til að staðna í þróun. Það þarf að vernda þjóðararfinn. Sumum finnst best allt gamalt og gott. Margir vilja bara það sem mamma þeirra var vön að elda þegar þau voru krakkar. Gamlir réttir eru enn mjög lífsseigir.
Til allrar hamingju eru Frakkar listamenn um leið og þeir eru kokkar. Enn þann dag í dag eru þeir að finna upp nýjar leiðir, ný krydd og jafnvel ný hráefni. Oftast er þó þetta nýja eldhús byggt upp á fornri list, færðan í nýjan búning.

Þegar ég var að alast upp var Ísland bláfátækt land. Fólk var fegið ef það fékk að borða. Kröfur um góðan mat voru ekki til. Ég ólst sjálf upp á saltfiski, grautfúnum kartöflum og hamsatólg með til að koma þessu niður. Matartímar voru venjulega þraut, svo ólystugt var þetta.
Tímarnir eru aðrir í dag á Íslandi, flestir hafa efni á að borða hollan mat. En er hann það yfirleitt? Fyrir 40 árum sást varla feitlagið fólk, hvað þá börn. Nú virðist annar hvor maður vera með aukakíló. Eru Íslendingar ekki  enn að borða  vondan mat? Og þá meina ég óhollan. Pitsur og hamborgarar hafa komið í stað saltfisksins. En þetta nýja fæði er bara ekkert betra.

Við gætum áreiðanlega margt lært af Frökkum: Gefa okkur tíma til að elda sjálf, vera með nýtt grænmeti í hverri máltíð, borða hægt og tala saman. Matartímar verða þá ánægjustund, ég segi hamingjustund, ekki aðeins vegna hve maturinn er góður, heldur af því að fjölskyldan sameinast við matborðið, slappar af og talar saman. Er það ekki einmitt það sem oft vantar hjá okkur Íslendingum?

Sigríður Gunnarsdóttir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Salka skrifar

Bókaútgáfan Salka ehf
Bókaútgáfan Salka leggur megináherslu á útgáfu bóka sem höfða til kvenna en einnig handbóka af ýmsu tagi fyrir alla.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Bækur

Nýjar bækur

  • Rafn Hafnfjörð og Ari Trausti Guðmundsson: Focus on Iceland
    Falleg ferðahandbók með yfir 600 myndum af Íslandi sem teknar voru af Rafni Hafnfjörð með texta eftir Ara Trausta Guðmundson
    *****

Tónhlaða

Heiðdís Norðfjörð - Mídas konungur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband