Leita í fréttum mbl.is

Sjálfsræktarvika Sölku

ati_gardurinn_913142.jpg

 

Dagana 28. september til 1. október verða haldnir stuttir fyrirlestrar í húsnæði Bókaútgáfunnar Sölku, Skipholti 50 c, undir yfirskriftinni Sjálfræktarvika Sölku. Salka hefur að miklu leyti sérhæft sig í útgáfu handbóka af ýmsu tagi. Í sjálfsræktarvikunni ætlum við að sjá þessar bækur lifna við og fá góðar hugmyndir að því hvernig megi nýta sér boðskap þeirra í amstri dagsins.

Fyrirlestrarnir verða allir haldnir frá klukkan 17.30 til 19.00 til að gera áhugasömum kleift að koma við í leiðinni heim úr vinnu. Fyrirlestrarnir fjalla um uppbyggjandi málefni og er ætlað að gefa góð ráð og innblástur til að rækta sál og líkama, stuðla að vellíðan og góðum venjum í vetur.
 

Dagskrá Sjálfsræktarviku Sölku


Mánudagur 28. september

Ræktaðu garðinn þinn
Hildur Hákonardóttir  segir frá því hvernig nota megi veturinn til góðra verka til að rækta garðinn sinn, bæði í bókstaflegri og óbókstaflegri merkingu.

                                                                                                                                                       
Þriðjudagur 29. september1001_leid_913143.jpg

Vellíðan í vetur
Guðbjörg Ósk Friðriksdóttir, Yoga leiðbeinandi, fer yfir nokkrar aðferðir sem geta nýst til að láta okkur líða vel.


Miðvikudagur 30. september

Græn skref fyrir góðan dag
Guðrún Bergmann, höfundur bókarinnar Konur geta breytt heiminum með nýjum lífsstíl, fjallar um hvernig hægt er að taka ákvarðanir í rekstri heimilisins bætt getur líðan og getur skipt miklu máli fyrir umhverfið þegar saman kemur. Lítil græn skref fyrir heimilin, stórstígar framfarir fyrir heiminn.
 

Fimmtudagur 1. október

Orð eru til alls fyrst
Sigríður Arnardóttir, Sirrý hin landsþekkta fjölmiðlakona, fjallar um minnistæð orð og setningar sem hafa orðið til þess að breyta viðhorfi hennar og lífi. Sirry kemur með dekurkörfuna sína og sýnir hvernig hægt er að dekra við sjálfan sig á ódýran og einfaldan hátt.

 

Hlökkum til að sjá þig!


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Salka skrifar

Bókaútgáfan Salka ehf
Bókaútgáfan Salka leggur megináherslu á útgáfu bóka sem höfða til kvenna en einnig handbóka af ýmsu tagi fyrir alla.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Bækur

Nýjar bækur

  • Rafn Hafnfjörð og Ari Trausti Guðmundsson: Focus on Iceland
    Falleg ferðahandbók með yfir 600 myndum af Íslandi sem teknar voru af Rafni Hafnfjörð með texta eftir Ara Trausta Guðmundson
    *****

Tónhlaða

Heiðdís Norðfjörð - Mídas konungur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband