Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Engin ósannindi hér

Dagbók Héléne Berr sem fjallar um líf ungrar franskrar stúlku í París stríðsáranna er svo sannarlega engin uppspuni. Héléne skrifaði sjálf dagbókina fyrir unnusta sinn sem fékk hana í hendurnar eftir að hún hafði verið tekin höndum. Héléne lét lífið í Bergen - Belsen fangabúðunum sem eru þær sömu og Anna Frank lést í.
mbl.is Ástarsaga úr helförinni uppspuni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Uppeldi fyrir umhverfið

Náttúran er lifandi og tekur ekki endalaust við óþarfa sorpi. Með því að nota umhverfisvænar bleyjur, mildar snyrtivörur og hreinsiefni, endurnýta föt og húsgögn, njóta útivistar og fækka bílferðum stundum við uppeldi fyrir umhverfið.

Bókin inniheldur hagnýtar uppástungur um grænt uppeldi. Katrín Jakobsdóttir alþingiskona og eiginmaður hennar Gunnar Sigvaldason þýddu.

 Sýnishorn úr bókinni: Uppeldi_f_umhverfid

Merkingar og umbúðir; efni sem ætti að forðast:

  • Soja- finnst í 60% af unnum mat og í „grænmetisolíu". Soja getur verið erfðabreytt án þess að vera merkt þannig. Soja er flutt meira en 8000 kílómetra á Evrópumarkað til að búa til fóður handa búfénaði á verksmiðjubýlum. Sojaræktun hefur haft í för með sér að þúsundum ferkílómetra af Amazonskóginum hefur verið eytt
  • Sætuefni- í Bandaríkjunum er Sakkarín (E954) flokkað sem „líklegur krabbameinsvaldur" : aspartam (E 951) getur verið taugaeitur: fundist hafa tengsl á milli kornsýróps með hlutfallslega miklum ávaxtasykri og sykursýki.
  • Transfitusýrur - (merktar sem olíur „hertar að hluta") eru algengar í unnum matvælum. Þær hafa ekkert næringargildi og tengjast kransæða - og hjartasjúkdómum.
  • Gervilitir - rannsókn frá árinu 2007 sýndi fylgni matarlita við ofvirkni í börnum þegar þeim er blandað saman við rotvarnarefnið natríumbenónat (E211): E110, E122, E102, E124, og í minna mæli E129.

Vændiskona eða vegastjarna

MariamagdalenaÍ bók Þórhalls Heimissonar um Maríu Magdalenu kryfur hann mýtuna um hvenær og af hverju María Magdalena var stimpluð vændiskona og spyr jafnframt; hver var María Magdalena? Hvers vegna hvílir svo mikill leyndardómur yfir sögu hennar og hvers vegna hafa svo margir augljóslega lagt mikið á sig til að hylja sporin sem hún markaði.

Meðal annars er kafað í forn handrit sem ekki hafa komið út á íslensku, eins og Guðspjall Maríu, Filupusarguðspjall, Gullnu sögurnar, Nornahamarinn og fleiri. Ýmsum spurningum er svarað þó margar nýjar vakni eins og í bestu spennusögu. En niðurstaðan er sú að María Magdalena hafi markað dýpri spor en margan grunar.

 Hægt er að sjá Þórhall sjálfan spjalla um bókina við Sigmund Erni í þætti síðarnefnds Mannamáli þann 21. desember.


mbl.is María Magdalena veldur áhyggjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bókmenntaverðlaun bóksala 2008

 

 

!cid_Image01

Vinsælasta ljóðabók ársins Eg skal kveða um eina þig, alla mína daga, var í gær valin besta íslenska ljóðabókin 2008 af starfsfólki bókaverslana. Þórarinn Hjartarson tók saman ástarljóð Páls Ólafssonar og er þetta í fyrsta sinn sem þeim er öllum safnað í eina bók og birtur fjöldi kvæða og vísna sem ekki hafa áður sést á prenti. Samhengi lífs og ljóðs er ennfremur skýrt með stuttum lesköflum.

Eg_skal_kveda_um_eina_thigÞetta er í níunda skipti sem verðlaunin eru veitt af Félagi starfsfólks bókaverslana og taka bóksalar hvaðanæva af landinu þátt í kjörinu.

Verðlaunin eru veitt í sjö flokkum og hér er hægt að sjá þær bækur sem efstar voru í kjöri í hverjum flokki fyrir sig. PallEggert

 

 

 

 


Upplestur víða

Eyrún Ýr höfundur Hvar er systir mín heldur áfram upplestrarreisu sinni um Norðurland og mun lesa úr bók sinni í Bókvali - Eymundsson Akureyri sunnudaginn 21. des. kl 15, og hennar meðreiðarsveinn verður Þórarinn Hjartarson sem mun lesa uppúr bók sinni um skáldið Pál Ólafsson, Eg skal kveða um eina þig alla mína daga. Þau eru bæði annálaðir fyrirtaks upplesarar og færa textanum sínum líf með hljóði. Synd væri fyrir alla norðlendinga að missa af þessum atburði...

hvar_er_systir_minEg_skal_kveda_um_eina_thighvar_er_systir_min


Fundin hetja á grein - Fjórar stjörnur í Fréttablaðinu

Unglingaspennusagan Martröð fékk fullt hús stjarna í Fréttablaðinu á laugardaginn, þar segir gagnrýnandinn Hildur Heimisdóttir meðal annars um bókina:

Það er Hallveig Thorlacius sem er höfundur skáldsögunnar um Hrefnu. Hallveig er löngu kunn sem sögukona. Hún hefur fært börnum ævintýri úr Sögusvuntunni bæði hér heima og víða um lönd. Brúðuleikhúsið hefur verið hennar aðalsmerki sem hún hefur borið með sóma. Nú leitar Hallveig á ný mið og ef litið er á spæjarahæfileika Hrefnu þá kæmi ekki á óvart þótt hún ætti eftir að glíma við fleiri gátur á næstu árum.

Martröð er æsispennandi saga frá fyrstu síðu. Bakgrunnur Hrefnu er ævintýralegur sem auðveldar lesendum samsömun með henni, það eru litlar líkur á því að stúlkur á Íslandi hafi fundist þriggja ára gamlar uppi í tré í Mexíkó. Flestum þætti hins vegar skemmtilegt að geta státað af slíkri sögu. Söguþráðurinn er hraður, sem dregur úr dýpt sögunnar, en kemur þó ekki að sök því úr verður hraður reyfari fyrir unglinga. Hallveig fléttar inn í söguna fræðslu um sögu indíána í Mexíkó.

Hér norður á hjara þekkja menn lítið til ættbálkasögu Suður-Ameríku og spennandi að lesa um hana. Inn á milli veltir Hrefna fyrir sér stöðu Íslands gagnvart náttúruvernd og stöðu landsins í hörðum heimi eiturlyfjanna. Með því vekur höfundMartrodur athygli á mikilvægi fræðslu til þeirra sem landið erfa á stöðu þess í heiminum.

Tvær ljósmyndir eru í bókinni, annars vegar sú sama og á forsíðu og hins vegar mynd af afa og ömmu Hrefnu. Ljósmyndirnar gera söguna trúverðugari, en upplýsingar um uppruna seinni myndarinnar vantar. Auk ljósmyndanna eru í bókinni teikningar Hrefnu textanum til stuðnings, þó það komi hvergi fram er nokkuð víst að þær séu höfundar.

Martröð er spennusaga sem grípur lesandann með sér frá fyrstu síðu.


Góð frumraun

Bókin Hvar er systir mín fær afburða dóma í bókarblaði Dv í dag. Þar kemur m.a. fram: hvar_er_systir_min

Bókin byrjar vel og kemst lesandinn mjög auðveldlega inn í hana. Besti kosturinn við bókina er að hún er skrifuð á einfaldan máta og er hnitmiðuð. Án allra óþarfa málalenginga og langra lýsinga sem er þægilegt því í svona spennusögu vill maður fá hlutina beint í æð. Strax frá byrjun er maður gripinn inn í atburðarrás sem sýnir ótrúlega glæpi, mannvonsku, afbrýðissemi ásamt ást og hugrekki.

Þrátt fyrir að vera án aukaskrauts nær lesandinn mjög nánum tengslum við aðalsöguhetjuna, Andreu, því maður fær að skyggnast inní huga hennar og fylgja henni allt til enda.

Endir sögunnar kemur á óvart og gefur það sögunni dálitla sérstöðu.

Eyrúnu tekst vel að búa til sögu sem sýnir raunverulegar aðstæður. Þetta er vel gerð sakamálasaga þar sem hugað er að smáatriðum. Bókin hentar öllum sem hafa gaman af krimmum og sérstaklega ef maður vill fá smáást með. Frumraun Eyrúnar sem glæpasagnahöfundur er góð og á hún vonandi eftir að láta í sér heyra aftur.


Voru Jesú og María Magdalena hjón?

  

Örnámskeið í Súfistanum Lækjargötu mánudaginn 15. desember kl. 20.00.

Sr. Þórhallur Heimisson ætlar þar að fjalla um tengsl Maríu Magdalenu og Jesú. Þema kvöldsins er spurningin sem margir hafa borið fram á undanförnum árum um Maríu Magdalenu og Jesú - hvort þau hafi ef til vill verið hjón, átt saman barn eða alla vega átt í ástarsambandi. Einnig mun hann segja frá bók sinni María Magdalena - vegastjarna eða vændiskona, lesa valda kafla og svara spurningum.Jesus_tomb


Síðasti fyrirlesturinn í sjónvarpinu

Í september 2006 komst Randy Pausch, prófessor í tölvufræðum við Carnegie Mellon-háskóla, að því að hann væri með krabbamein í brisi. Síðasti fyrirlesturinn sem hann hélt vakti hrifningu og athygli allra sem á hlýddu vegna hinna uppörvandi skilaboða, sett fram af einstökum húmor, visku og skilningi á mannlegu eðli. Fyrirlesturinn hefur gengið sem eldur í sinu, bæði í bókaformi og á mynd, um heimsbyggðina alla.

sidasti_fyrirlesturinnSALKA gefur út bókina í íslenskri þýðingu Ólafar Pétursdóttur. Heimildamyndin The Last Lecture verður á dagsskrá sjónvarpsins á RÚV miðvikudaginn 10. desember kl. 23.10. Ekki missa af einstökum skilaboðum Randy Pausch, sem lést í júlí sl., 47 ára að aldri.


Bókamarkaður

midi_bokamarkadur


Næsta síða »

Salka skrifar

Bókaútgáfan Salka ehf
Bókaútgáfan Salka leggur megináherslu á útgáfu bóka sem höfða til kvenna en einnig handbóka af ýmsu tagi fyrir alla.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Bækur

Nýjar bækur

  • Rafn Hafnfjörð og Ari Trausti Guðmundsson: Focus on Iceland
    Falleg ferðahandbók með yfir 600 myndum af Íslandi sem teknar voru af Rafni Hafnfjörð með texta eftir Ara Trausta Guðmundson
    *****

Tónhlaða

Heiðdís Norðfjörð - Mídas konungur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband