Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009

Konur geta breytt heiminum

graentskref.jpgRétt eins og Halla og Kristín trúum við Sölkur á mátt og gildi kvenna þegar kemur enduruppbyggingu og framtíðarsýn samfélagsins. Einn af liðunum í að gera fjármálaheiminn heilbrigðari er að gera hann grænni. Og við byggjum framtíðina á vali dagsins í dag. Við viljum sjá konur sameinast um að taka græn skref í öllum geirum!

Í nýrri bók Guðrúnar G. Bergmann, Konur geta breytt heiminum með nýjum lífsstíl, skrifar hún m.a.:

"Þrátt fyrir aukið jafnræði kynjanna á flestum sviðum, eru það í mörgum tilvikum konur sem ráða innkaupum heimilisins, svo og innkaupum fyrirtækja og stofnanna. ... Konur hafa því, í gegnum ótal innkaupaferla, meira vald en þær eru yfirleitt meðvitaðar um og geta valið hvernig þær stýra því. Þar liggur bæði tækifæri þeirra og vald til að breyta heiminum."

Við trúum líka á mátt kvenna til að sameinast um verkefni tengd umhverfisvænni framtíð. T.d. er bók Guðrúnar prentuð hjá hinni umhverfisvottuðu prentsmiðju Hjá GuðjónÓ. Bókinni er pakkað í pakkað í maíssterkjufilmu í stað plasts og mun Salka framvegis hætta notkun plastefna í bókapökkun. Maíssterkja brotnar niður í náttúrunni og eyðist á 10 – 45 dögum. Í tengslum við útgáfuna hafði Guðrún samband við þáverandi umhverfisráðherra Kolbrúnu Haraldsdóttur og þegar er hafin vinna að því að koma plastpokum úr maíssterkju á markað í samvinnu við ráðuneytið og Plastprent. Gott dæmi um grænt skref í rétta átt!gudrun.jpg

Við hlökkum til að vinna með sem flestum konum - vonandi m.a. þessum glæsilegu Auðar-konum - að grænum skrefum í átt að betri framtíð! Konur geta bjargað heiminum!!!

Lesið meira á: www.graennlifsstill.is

 


mbl.is Kvenleg gildi til bjargar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lóa Maja aftur á spítala

loamaja.jpgTil allrar hamingju er það ekki hlutskipti margra lítilla barna að dvelja langdvölum á sjúkrahúsi, fjarri fjölskyldu og vinum. Það fékk þó Lovísa María Sigurgeirsdóttir frá Hrísey að reyna og í bókinni Ég skal vera dugleg rifjar hún upp dvöl sína á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri þegar hún var lítil stelpa upp úr 1960.

Í síðustu viku fór Lóa Maja í heimsókn á Barnaspítala Hringsins og las uppúr bókinni sinni fyrir börn og starfsfólk, hér segir hún frá heimsókninni:

Ég er búin að vera með öll börnin mín fjögur á sjúkrahúsinu á Akureyri sem sagt barnadeildinni þar og svo með annan son minn á Landspítalanum  áður en nýja barnadeildin var tekin í notkun.  Að koma þangað minnti mig meira á þann tíma en tímann þegar ég sjálf var á sjúkrahúsinu sem lítil stelpa.  Þetta er svo óskaplega ólíkt.   Þarna voru litlu sjúklingarnir ýmist í rúmunum sínum eða á fótum og hjá þeim öllum var foreldri eða í það minnsta einhver fullorðinn sem ég reikna með að hafi verið foreldri.  Ég las úr bókinni minni inni á leikstofu þar sem heilmikið var af leikföngum.  Þarna voru leikjatölvur og sjónvarp. Lítil borð og stólar voru þarna líka fyrir smáfólkið. Hillur fullar af föndurdóti og bókum. Sem sagt ýmislegt til þess að hafa ofan af þeim litlu börnum sem þurfa að vera þarna í lengri eða styttri tíma.

Þegar ég var á sjúkrahúsinu var ekkert þess háttar til staðar fyrir okkur.  Ekki einu sinni foreldrarnir.  Þeim var haldið fjarri eins mikið og hægt var því þeir þóttu koma of miklu róti á okkur litlu sjúklingana.  Við grétum svo mikið þegar þeir fóru.  Leikföngin voru fá og aðeins örfáar bækur fyrir okkur hin sem voru búin að læra að lesa.  Við vorum þó með nokkur leikföng sem við áttum sjálf en það var ekki svo mikið.  En þrátt fyrir að þetta hafi breyst svona mikið þá fylltist ég samt þessari tilfinningu sem ég fæ alltaf þegar ég kem inn á sjúkrahús.  Minningarnar hellast yfir mig og ég verð bæði sorgmædd og þakklát.  Sorgmædd vegna allra þeirra barna sem ekki voru jafn heppin og ég og þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þessum litlu hetjum sem tókust á við erfiðleika og veikindi af miklu æðruleysi og dugnaði. Þau hafa kennt mér meira í lífinu en nokkuð eða nokkrir aðrir.eg_skal_vera_dugleg.jpg

En þó svo að börnin sem í dag þurfa að leggjast á sjúkrahús hafi pabba og mömmu hjá sér allan sólarhringinn þá eru þau samt sem áður tekin út úr daglegu lífi og þurfa að takast á við hluti sem ekkert barn ætti að þurfa að upplifa.  Mér sýndist starfsfólkið á Barnaspítalanum vera sama elskulega fólkið og annaðist um mig þegar ég var lítil og fátt breyst í þeim efnum nema klæðnaðurinn sem er ekki eins formfastur og áður.  Í það minnsta eru kapparnir horfnir af höfðum hjúkrunarkvennanna.  

Ég þakka öllum þeim sem hlustuðu á mig kærlega fyrir góðar móttökur og óska börnunum góðs bata og bjartrar framtíðar.

Kærar kveðjur
Lóa Maja. 

 


Salka skrifar

Bókaútgáfan Salka ehf
Bókaútgáfan Salka leggur megináherslu á útgáfu bóka sem höfða til kvenna en einnig handbóka af ýmsu tagi fyrir alla.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Bækur

Nýjar bækur

  • Rafn Hafnfjörð og Ari Trausti Guðmundsson: Focus on Iceland
    Falleg ferðahandbók með yfir 600 myndum af Íslandi sem teknar voru af Rafni Hafnfjörð með texta eftir Ara Trausta Guðmundson
    *****

Tónhlaða

Heiðdís Norðfjörð - Mídas konungur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband