Leita í fréttum mbl.is

Blálandsdrottningunni fagnað

blálandsdrottning-kápaÚtgáfu Blálandsdrottningarinnar var fagnað í blíðskaparveðri á Eyrarbakka, hinum gamla kartöflubæ, sunnudaginn 10 ágúst að viðstöddum góðum gestum. Gestgjafi var Lýður Pálsson safnstjóri í Húsinu sem bauð gesti velkomna og höfundurinn, Hildur Hákonardóttir, sem rakti tilurð bókarinnar og rifjaði upp atriði úr sögu ræktunarinnar á staðnum, Magnús Karel skýrði loks frá hvernig hún mótaði ásýnd þorpsins á sinni tíð. Á eftir voru bornar fram léttar veitingar í boði Sölku, Hússins og kartöflubænda úr Þykkvabæ.

Í bókinni er m.a. rætt við þau Guðleifu Friðriksdóttur, Einar Guðmundsson og Guðmund Sæmundsson sem öll þekktu þá sögu þegar Eyrarbakki var einn merkasti kartöfluræktunarstaður landsins. „Hugmyndin kviknaði þegar ég starfaði sem byggðarsafnsforstjóri í safninu sem þá var á Selfossi,“ rifjar Hildur upp. „Meðal þess sem ég fjallaði um þá voru verðlaun dönsku stjórnarinnar sem veitt voru þeim sem helst sköruðu fram úr í bátasmíðum, túnasléttum og jarðrækt. Þá rann upp fyrir mér að þau pössuðu alls ekki við þá söguímynd sem ég hafði af einberri kúgun. Það sat alltaf í mér.“Það var fyrir átta árum að Hildur byrjaði á vinnslu bókarinnar en í millitíðinni sendi hún frá sér tvær aðrar bækur, Ætigarðinn og Já, ég þori, get og vil. „Það skeði eiginlega óvart að ég gaf út þessar bækur,“ segir Hildur en kveðst í upphafi hafa skynjað að saga kartöflunnar á Íslandi væri á margan hátt sérstök. „Kartöflur komu fyrst hingað til lands fyrir 250 árum en þróunin varð með nokkuð öðrum formerkjum og erlendis. Hér studdi hún ekki við borgarmyndun og því iðnbyltingin var ekki komin á það stig heldur þorpamyndun því hún gaf þurrabúðarfólki í sjávarplássum tækifæri á að komast af. Bókarnafnið er tilvísun á fyrstu konuna, Viktoríu Lever, sem ræktaði kartöflur í atvinnuskyni á Akureyri auk þess að vera nafn á fágætri tegund.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Þessi bók er sérlega glæsileg og ég óska ykkur hjá Sölku til hamingju með hana.

Steingerður Steinarsdóttir, 13.8.2008 kl. 10:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Salka skrifar

Bókaútgáfan Salka ehf
Bókaútgáfan Salka leggur megináherslu á útgáfu bóka sem höfða til kvenna en einnig handbóka af ýmsu tagi fyrir alla.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Bækur

Nýjar bækur

  • Rafn Hafnfjörð og Ari Trausti Guðmundsson: Focus on Iceland
    Falleg ferðahandbók með yfir 600 myndum af Íslandi sem teknar voru af Rafni Hafnfjörð með texta eftir Ara Trausta Guðmundson
    *****

Tónhlaða

Heiðdís Norðfjörð - Mídas konungur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband