Leita í fréttum mbl.is

Dagbók Hélène Berr


heleneberrHélène Berr var áhyggjulaus efristéttar stúlka úr gyðingafjölskyldu sem sótti nám við Sorbonne háskólann, naut göngutúra um götur Parísar og sambands við tilvonandi unnusta sinn Jean Morawiecki. Þegar ógnir nasista-Frakklands fara að hafa sýnileg áhrif á tilveru hennar byrjar hún að skrifa dagbók.

Dagbókin er tileinkuð unnusta hennar sem skráði sig í frelsisher De Gaulle og hún vildi að hann vissi hvað hún væri að fara í gegnum.  Það þrengdi sífellt meira að fjölskyldunni, eins og öðrum gyðingum sem var smám saman útskúfað úr samfélaginu. Ögurstundin kom þegar henni var gert að ganga  með gulu stjörnuna 8. júní 1942 og síðan var ekki aftur snúið; faðir hennar er handtekin og Hélène uppgötvar að peningar og völd eru ekki nóg til að vinna á þessum erfiðu aðstæðum. Hélène og foreldrar hennar voru handtekinn og færð í Bergen Belsen fangabúðirnar þann 8 mars 1944 og þar dóu þau öll. Helene dó í apríl 1945 aðeins nokkrum dögum áður en fangabúðirnar voru frelsaðar.

Útgáfa dagbókarinnar núna eftir að hafa legið í einkaeign í rúm 60 ár hefur vakið mikla athygli. Þegar fjölskyldan var handtekinn lét Hélène kokkinn hafa bókina og hann lét frænda hennar fá hana, sem svo kom dagbókinni til unnusta Hélène, Jean Morawiecki. Frænka hennar, Mariette Job, hafði svo samband við Jean árið 1992 og samþykkti hann að gera hana að eiganda dagbókarinnar. Hún gaf eintakið til Memorial of the Shoah stofnuninnar í París 2002 og þar sá útgefandinn dagbókina.

Þessari einstöku dagbók hefur verið líkt við Dagbók Önnu Frank. Báðar stúlkurnar létu lífið skömmu áður en stríðinu lauk en höfðu lengi þraukað og barist við að gera það besta úr hörmulegum aðstæðum. Sögur þeirra eru þó gjörólíkar. Hélène Berr, hin 22ja ára listhneigða Parísarstúlka skrásetur hugleiðingar sínar, þrár og  væntingar og atburðina sem lýsa jöfnum höndum þjóðfélagsástandinu og sálarástandi hinnar ástföngnu og hæfileikaríku stúlku.

Dagbók Hélène Berr kom fyrst út í janúar á þessu ári í Frakklandi og vakti þegar landsathygli og seldist í 26.000 eintökum fyrstu þrjá dagana. Útgáfurétturinn var seldur til 15 landa áður en sjálf bókin kom út. Bókin mun koma út hjá Sölku um miðjan nóvember.

helenebarr2 helenebarr3 helenebarr5


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Voru það ekki Belzen-Belzen fangabúðirnar?

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.10.2008 kl. 17:11

2 Smámynd: Bókaútgáfan Salka ehf

það voru víst Bergen - Belzen fangabúðirnar...

Bókaútgáfan Salka ehf, 13.10.2008 kl. 09:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Salka skrifar

Bókaútgáfan Salka ehf
Bókaútgáfan Salka leggur megináherslu á útgáfu bóka sem höfða til kvenna en einnig handbóka af ýmsu tagi fyrir alla.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Bækur

Nýjar bækur

  • Rafn Hafnfjörð og Ari Trausti Guðmundsson: Focus on Iceland
    Falleg ferðahandbók með yfir 600 myndum af Íslandi sem teknar voru af Rafni Hafnfjörð með texta eftir Ara Trausta Guðmundson
    *****

Tónhlaða

Heiðdís Norðfjörð - Mídas konungur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband