Leita í fréttum mbl.is

Skáldið Inger Christensen látin

eftirfarandi frétt birtist í Morgunblaðinu í gær:

Inger Christensen
Inger Christensen

DANSKA skáldkonan Inger Christensen, sem lést sl. föstudag 73 ára að aldri, var margorðuð við nóbelsverðlaun án þess þó að hljóta þau. Hún var eitt þekktasta skáld sinnar kynslóðar í Danmörku, þekkt fyrir formtilraunir sínar og frumleika.

Christensen, sem fæddist í bænum Vejle árið 1935, fékk fyrsta ljóðasafn sitt, Lys [Ljós], gefið út árið 1969. Ári síðar kom út bókin Græs [Gras]. Það var þó ekki fyrr en með ljóðasafninu Det [Það], sem hún vakti verulega athygli, og var verkið álitið skipta sköpum í ferli hennar.

 

Illskilgreinanleg skáldverk

Eftir að þessar bækur komu út sneri Christensen sér að greinaskrifum, skáldsögum og barnabókum í rúman áratug áður en hún sendi frá sér ljóðabók. Það var árið 1981 að bókin Alfabet [Stafrófið] kom út og síðan Sommerfugledalen [Fiðrildadalurinn] árið 1991, sem gagnrýnendur telja hennar helsta meistaraverk.

Sagt hefur verið um skáldskap Christensen að erfitt sé að skilgreina hann. Erik Nielsen, prófessor í bókmenntum við Kaupmannahafnarháskóla, lýsti þó verkum hennar á þann veg að henni hefði tekist að „nota ópersónulegt kerfi til að skapa einkar persónulegan skáldskap“.

Christensen var sæmd mörgum merkilegum bókmenntaverðlaunum á lífsleiðinni þótt henni féllu ekki nóbelsverðlaun í skaut og naut mikillar virðingar meðal kollega sinna.

 Salka gaf út ljóðabókina hennar Ljóð um dauðann  sem Valdimar Tómasson þýddi og fæst hún hjá okkur í forlaginu á aðeins 490 kr.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Salka skrifar

Bókaútgáfan Salka ehf
Bókaútgáfan Salka leggur megináherslu á útgáfu bóka sem höfða til kvenna en einnig handbóka af ýmsu tagi fyrir alla.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Bækur

Nýjar bækur

  • Rafn Hafnfjörð og Ari Trausti Guðmundsson: Focus on Iceland
    Falleg ferðahandbók með yfir 600 myndum af Íslandi sem teknar voru af Rafni Hafnfjörð með texta eftir Ara Trausta Guðmundson
    *****

Tónhlaða

Heiðdís Norðfjörð - Mídas konungur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband