Leita í fréttum mbl.is

Nokkur slökunarráð

WaterfallÍ bókinni 1001 leið til að slaka á eru eins og nafnið gefur til kynna 1001 ráð til að hjálpa okkur að slaka á.  Í bókinni er lögð áhersla á að slökunin sé nærtæk og sem dæmi má nefna eru gefin ráð um slökun á vinnustað, heima, í náttúrunni og við huglægar aðstæður einnig.

Slökun á vinnustað:

Ráð #20 Gakktu í vinnuna:

Sannað þykir að áhrifamikill streituvaldur í ferð til og frá vinnu er að finnast maður algjörlega upp á umferð og/eða áætlanakerfi strætisvagna kominn. Til að takast á við þetta vandamál er árangursríkast að treysta á sína tvo jafnfljótu og ganga til vinnu ef þú mögulega getur. Notaðu tímann á göngunni til að undirbúa þig andlega undir vinnudaginn, síðan geturðu andað léttar á leiðinni heim.

Ráð #40 Teygðu á hryggnum:

Frábær æfing sem opnar fyrir orkurásir líkamans. Settu hægri fót upp á stól og leggðu vinstri hönd á hné. Snúðu hægri öxlinni aftur og láttu hrygginn fylgja eftir. Andaðu frá þér og snúðu öxlinni aðeins lengra aftur. Andaðu að þér og snúðu fram. Gerðu það sama hinum megin.

Ráð #170 Fáðu þér blund:

Stuttur miðdegisblundur getur gert kraftaverk. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem gerð var á vinnuafköstum nokkurra starfsmanna kom fram að þeir sem lögðu sig í hálfa klukkustund í hádeginu þrisvar í viku, sýndu mestu afköstin. Auk þess voru þeir í mun minni áhættu að fá hjartasjúkdóma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Salka skrifar

Bókaútgáfan Salka ehf
Bókaútgáfan Salka leggur megináherslu á útgáfu bóka sem höfða til kvenna en einnig handbóka af ýmsu tagi fyrir alla.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Bækur

Nýjar bækur

  • Rafn Hafnfjörð og Ari Trausti Guðmundsson: Focus on Iceland
    Falleg ferðahandbók með yfir 600 myndum af Íslandi sem teknar voru af Rafni Hafnfjörð með texta eftir Ara Trausta Guðmundson
    *****

Tónhlaða

Heiðdís Norðfjörð - Mídas konungur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband