Leita í fréttum mbl.is

Bakþankar um dagbók

dagbok_helene.jpgDagbók Hélène Berr hefur áhrif á alla sem hana lesa. Hvernig skyldi maður sjálfur bregðast við slíkum áföllum og hörmungum sem gyðingar í Evrópu stóðu frammi fyrir í seinni heimstyrjöld? Og hvernig stendur á því að sambærilegar hörmungar geta sífellt verið að endurtaka sig? Nú síðast velti Gerður Kristný fyrir sér „stjörnuprýddri“ sögu þessarar ungu Sorbonne-stúlku í bakþönkum í Fréttablaði gærdagsins. Þar skrifar hún m.a.:

„Það gerist allt of sjaldan að bók heilli mann svo mikið a ð hún víkur ekki úr huganum löngu eftir að lestrinum er lokið. Nú fyrir jólin kom ein slík bók út, Dagbók Hélène Berr í þýðingu Ólafar Pétursdóttur. ... Þótt verið sé að lýsa grimmd, sorg, nötrandi hræðslu og niðurlægingunni yfir að þurfa að bera gulu gyðingastjörnuna skín ást  Hélène til ungra skjólstæðinga sinna alltaf í gegn og fegurð heimaborgar hennar, Parísar. Fyrst og fremst lýsir dagbókin samt ótrúlegum kjarki ungrar konu sem afhenti vinnukonunni skrifin sín með reglulegu millibili ef vera skyldi að hún yrði sjálf handtekin næst. Hélène Berr fannst mikilvægara að koma vitnisburði sínum undan en sjálfri sér, vitnisburði sem fær fólk nú 50 árum síðar til að falla í stafi.“

Lesið allan pistil Gerðar Kristnýjar hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Salka skrifar

Bókaútgáfan Salka ehf
Bókaútgáfan Salka leggur megináherslu á útgáfu bóka sem höfða til kvenna en einnig handbóka af ýmsu tagi fyrir alla.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Bækur

Nýjar bækur

  • Rafn Hafnfjörð og Ari Trausti Guðmundsson: Focus on Iceland
    Falleg ferðahandbók með yfir 600 myndum af Íslandi sem teknar voru af Rafni Hafnfjörð með texta eftir Ara Trausta Guðmundson
    *****

Tónhlaða

Heiðdís Norðfjörð - Mídas konungur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband