Leita í fréttum mbl.is

Dag(atals)bók

feb05.jpg

Næstkomandi sunnudag, 22. febrúar, byrjar Góan - á konudag!

Þetta vitum við Sölkur, vegna þess að konudagur er (að sjálfsögðu) merktur inn í okkar góðu dagatalsbók 2009: Konur eiga orðið allan ársins hring. Með hækkandi sól og hlýnandi veðri finnst okkur ekki verra að geta skipulagt tíma okkar, párað niður hugsanir og krassað litlar krúsídúllur í bók sem gefur meira en bara að telja daga ársins.

Það er ekkert skrýtið að dagatalsbækurnar hafa vakið mikla athygli, enda eru þær einstakar. Hugmyndin með bókunum er að skapa vettvang þar sem allar konur geta komið að hugrenningum, spakmælum og pælingum. Allt kemst því miður ekki fyrir á prenti, en allir geta sent okkur myndir eða eina til tvær setningar um lífið og tilveruna, sem við veljum úr. Við erum þegar farnar að safna í bókina fyrir 2010! Og stundum er svo gott bara að skrifa hugsanir sínar fyrir sjálfa sig. Fallega dagatalsbók má lika nota sem dagbók.

Tíminn líður og nú fer hver að verða síðastur að fá sér bleika bók fyrir 2009. Staflarnir lækka í lagerhillunni hjá okkur. Enda er bókin ótrúlega töff og myndræn framsetning er fallega útfærð af Myrru Leifsdóttur. Alls eiga 80 konur orð og list í bókinni og þær eru á aldrinum átta til hundrað ára!

Eins eiga dagatalsbækurnar eigin "grúppu" á facebook og þar viljum við auðvitað heyra frá sem flestum. T.d. er hægt að pósta hugrenningum eða benda okkur á merkar konur til að minnast. Skrifið okkur t.d. eitthvað sniðugt í tilefni konudagsins!

Konur eru konum bestar og konur eiga orðið - allan ársins hring!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Salka skrifar

Bókaútgáfan Salka ehf
Bókaútgáfan Salka leggur megináherslu á útgáfu bóka sem höfða til kvenna en einnig handbóka af ýmsu tagi fyrir alla.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Bækur

Nýjar bækur

  • Rafn Hafnfjörð og Ari Trausti Guðmundsson: Focus on Iceland
    Falleg ferðahandbók með yfir 600 myndum af Íslandi sem teknar voru af Rafni Hafnfjörð með texta eftir Ara Trausta Guðmundson
    *****

Tónhlaða

Heiðdís Norðfjörð - Mídas konungur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband