Leita í fréttum mbl.is

Bókamarkaður í Perlunni 2009

1973921_perlanLaugardaginn 28. febrúar opnar árlegur bókamarkaður Félags íslenskra bókaútgefenda í Perlunni. SALKA verður að sjálfsögðu á staðnum og í ár höfum við um 170 titla til sölu á frábæru verði.

Nýbreytni ársins er að við sendum m.a. þó nokkrar alveg nýjar bækur upp í Perlu, má þar t.d. nefna Dagbók Hélène Berr, sem fengið hefur gríðargóða dóma – núna síðast í Bakþönkum Gerðar Kristnýjar. Eins verður hægt að finna fjölbreytt úrval sívinsælla SÖLKU-bóka, á borð við 101 hollráð eftir Victoriu Moran, Kaupmannahafnarbækur Guðlaugs Arasonar og Ætigarðinn eftir Hildi Hákonardóttur.

Klassíkerar eins og Mary Poppins, Lilja (sem allir vildu kveðið hafa) og baráttusögurnar um Þóru verða á sínum stað, fjölbreytt úrval ljóðabóka, barnabóka, handbóka, matreiðslubóka o.s.frv. o.s.frv. SALKA lætur ekki sitt eftir liggja ;)   

Bókamarkaðurinn í Perlunni verður haldinn daga 28. febrúar - 15. mars 2009 og er opinn frá 10-18 alla dagana.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Salka skrifar

Bókaútgáfan Salka ehf
Bókaútgáfan Salka leggur megináherslu á útgáfu bóka sem höfða til kvenna en einnig handbóka af ýmsu tagi fyrir alla.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Bækur

Nýjar bækur

  • Rafn Hafnfjörð og Ari Trausti Guðmundsson: Focus on Iceland
    Falleg ferðahandbók með yfir 600 myndum af Íslandi sem teknar voru af Rafni Hafnfjörð með texta eftir Ara Trausta Guðmundson
    *****

Tónhlaða

Heiðdís Norðfjörð - Mídas konungur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband