Færsluflokkur: Tónlist
18.11.2008 | 14:43
Karlakvöld á Kringlukránni
Fimmtudagskvöldið 20. nóvember ætlar Salka að halda upplestrarkvöld á Kringlukránni, þar sem lesið verður uppúr útkomnum bókum. Meðal gesta verður Ari Kr. Sæmundsen, sem sendi frá sér smásagnasafnið Með stein í skónum síðastliðið sumar. Haraldur Jónsson þýðandi Hugmyndabókarinnar og Jón Lárusson þýðandi bókarinnar Vísindin að ríkidæmi munu einnig lesa upp og kynna þýðingar sínar. Jafnframt mun stórleikarinn Sigurður Skúlasaon lesa uppúr metsölubókinni Síðasti fyrirlesturinn. Svo munu trúbatrixurnar Myrra og Elíza bæta kvenlegu kryddi í blönduna og spila nokkur lög.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.11.2008 | 09:42
Sölkukvöld með Maxine og Dísu
Reikimeistarinn og metsöluhöfundurinn Maxine Gaudio kynnir lífsspeki sína og metsölubókina Ferðalagið að kjarna sjálfsins í Gyllta salnum á Hótel Borg, fimmtudaginn 13. nóvember kl. 20.00.
Auk hennar mun tónlistarkonan Dísa Jakobsdóttir segja frá kynnum sínum af Maxine en hún hefur verið andlegur leiðbeinandi hennar um skeið. Dísa gerði sér sérstaka ferð frá Kaupmannahöfn til að vera með þetta kvöld og mun að sjálfsögðu taka nokkur lög í lokin. Malín Brand, þýðandi bókarinnar, mun lesa upp úr bókinni og segja örstutt frá tengslum sínum við Maxine.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.11.2008 | 11:27
Ragnhildur - söngleikur í fjórum þáttum
Riddarar sönsins munu ríða suður yfir heiðar og spila og syngja í Iðnó á miðvikudagskvöld kl. 20:30. Fremstur fer Páll Ólafsson skáld og riddari frá Hallfreðarstöðum í Hróarstungu. Aðrir riddarar eru: Þórarinn Hjartarson og Ösp Kristjánsdóttir, söngur, Hjörleifur Valsson, fiðla, Kristinn H. Árnason, gítar, Birgir Bragason, bassi. Í bland við sönginn les Árni Hjartarson úr nýrri ástarljóðabók Páls.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 11:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.10.2008 | 13:19
Ástarljóð í Kiljunni
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.10.2008 | 09:37
Ást, kynlíf og hjónaband
Guðrún D.Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands: "Ofbeldi og mannréttindi"
Jóna Ingibjörg Jónsdóttir, kynfræðingur: Réttindi kynverundar - hvað er langt í land?
Dr. Sigríður Guðmarsdóttir, prestur: Menning, kirkja og hjónaband í hinsegin ljósi
Þorvaldur Kristinsson, bókmenntafræðingur: "Samkynhneigðin og ástin"
Sr. Bjarni Karlsson: "Samkynhneigð og kristin siðfræði"
Fundarstjóri er Helgi Hjörvar Alþingismaður.
Í upphafi mun dr. Sólveig Anna ávarpa og setja málþingið og í lokin verður boðið upp á fyrirspurnir til hennar og framsögumanna
Tónlist | Breytt s.d. kl. 09:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.7.2008 | 12:10
Rósaleppar eru verðugt viðfangsefni
Þekkta prjóna-netblaðið: Knitter´s review gaf Rósaleppa-prjónabókinni hennar Héléne Magnússon góða dóma. Í greininni segir Lela Nargi frá rósaleppa-prjóni og hvernig konur prjónuðu mynstur inní roðskinnsskónna sína og vönduðu sig mjög þó svo fáir sem engir myndu nokkurn tímann sjá það - því jú, það var hulið undir iljum fólksins. Hún minnist einnig á að þess konar prjón hafi í raun ekki haft neinn tilgang í nútímanum og var að leggjast í gleymsku, þangað til Héléne enduruppgötvaði og endurnýjaði mynstrið. Hún hefur hannað ótal flíkur, frá peysum að vettlingum og þannig dustað rykið af þessum ótrúlega fallegu mynstrum.
Lela segir uppskriftirnar vera flóknar, fallegar og hugrakkar og séu ögrandi verkefni fyrir prjónara sem sé tilbúin til að prufa eitthvað nýtt og töfrandi.
Hægt er að kaupa nýja uppskrift eftir Hélene eingöngu á http://www.lelanarginews.blogspot.com/
Tónlist | Breytt 27.8.2008 kl. 12:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.6.2008 | 10:17
Eg skal kveða um eina þig alla mína daga
Eftir Pál liggur eitt mesta safn ástarljóða nokkurs íslensks skálds og núna er þessum arfi í fyrsta sinn safnað í eina bók og birtur fjöldi kvæða og vísna sem ekki hafa áður sést á prenti. Ástarljóðin eru fyrst og síðast skáldleg tilfinningatjáning en í tímaröð mynda þau jafnframt ástarsögu þeirra Páls og Ragnhildar Björnsdóttur.
Þórarinn Hjartarson tók efnið saman of skrifarskýringartexta. Hann hefur áður fengist við Pál Ólafsson og sýnt fram á að fá skáld, ef nokkur, eru söngrænni en Páll og hann á sinn stað í hjarta þessarar þjóðar. Það sýnir Þórarinn í verki því hann er ennfremur einn fimmti af hópnum Riddarar söngsins sem kemur saman endrum og eins til að hylla Pál Ólafsson.
Riddarar söngsins munu troða upp í versluninni Tólf tónum á Skólavörðustíg föstudaginn 13. júní kl. 17.00 og í Café Flóru í Grasagarðinum í Laugardal laugardagskvöldið 14. júní kl. 21 í tilefni af útgáfu bókarinnar. Hópurinn er svo skipaður: Þórarinn Hjartarson og Ösp Kristjánsdóttir syngja, Hjörleifur Valsson leikur á fiðlu, Kristinn H. Árnason á gítar og Birgir Bragason á kontrabassa. Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Tónlist | Breytt 30.6.2008 kl. 11:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Konur eiga orðið allan ársins hring legðu orð í belg
- Heimasíðan
- Bókabúðin
- Hugmyndabókin
- Bókatíðindi félag íslenskra bókaútgefanda
- Höfundaréttur
- Rithöfundasambandið
Bækur
Nýjar bækur
-
Falleg ferðahandbók með yfir 600 myndum af Íslandi sem teknar voru af Rafni Hafnfjörð með texta eftir Ara Trausta Guðmundson
: Focus on Iceland
Tónhlaða
Bloggvinir
- almaogfreyja
- andreaolafs
- annapala
- annabjo
- birgitta
- bryndisisfold
- austurlandaegill
- eddabjo
- thesecret
- gurrihar
- handtoskuserian
- hildurhelgas
- hlynurh
- jenfo
- jensgud
- katrinsnaeholm
- kristjanb
- domubod
- margretloa
- brandarar
- hafstein
- raksig
- salvor
- steingerdur
- klarak
- vefritid
- para
- agustolafur
- thoragud
- bokakaffid
- lucas
- gbo
- jgfreemaninternational
- astroblog
- slembra
- steinunnolina