Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Kvikmyndir

Dagbók Hélčne Berr


heleneberrHélčne Berr var áhyggjulaus efristéttar stúlka úr gyđingafjölskyldu sem sótti nám viđ Sorbonne háskólann, naut göngutúra um götur Parísar og sambands viđ tilvonandi unnusta sinn Jean Morawiecki. Ţegar ógnir nasista-Frakklands fara ađ hafa sýnileg áhrif á tilveru hennar byrjar hún ađ skrifa dagbók.

Dagbókin er tileinkuđ unnusta hennar sem skráđi sig í frelsisher De Gaulle og hún vildi ađ hann vissi hvađ hún vćri ađ fara í gegnum.  Ţađ ţrengdi sífellt meira ađ fjölskyldunni, eins og öđrum gyđingum sem var smám saman útskúfađ úr samfélaginu. Ögurstundin kom ţegar henni var gert ađ ganga  međ gulu stjörnuna 8. júní 1942 og síđan var ekki aftur snúiđ; fađir hennar er handtekin og Hélčne uppgötvar ađ peningar og völd eru ekki nóg til ađ vinna á ţessum erfiđu ađstćđum. Hélčne og foreldrar hennar voru handtekinn og fćrđ í Bergen Belsen fangabúđirnar ţann 8 mars 1944 og ţar dóu ţau öll. Helene dó í apríl 1945 ađeins nokkrum dögum áđur en fangabúđirnar voru frelsađar.

Útgáfa dagbókarinnar núna eftir ađ hafa legiđ í einkaeign í rúm 60 ár hefur vakiđ mikla athygli. Ţegar fjölskyldan var handtekinn lét Hélčne kokkinn hafa bókina og hann lét frćnda hennar fá hana, sem svo kom dagbókinni til unnusta Hélčne, Jean Morawiecki. Frćnka hennar, Mariette Job, hafđi svo samband viđ Jean áriđ 1992 og samţykkti hann ađ gera hana ađ eiganda dagbókarinnar. Hún gaf eintakiđ til Memorial of the Shoah stofnuninnar í París 2002 og ţar sá útgefandinn dagbókina.

Ţessari einstöku dagbók hefur veriđ líkt viđ Dagbók Önnu Frank. Báđar stúlkurnar létu lífiđ skömmu áđur en stríđinu lauk en höfđu lengi ţraukađ og barist viđ ađ gera ţađ besta úr hörmulegum ađstćđum. Sögur ţeirra eru ţó gjörólíkar. Hélčne Berr, hin 22ja ára listhneigđa Parísarstúlka skrásetur hugleiđingar sínar, ţrár og  vćntingar og atburđina sem lýsa jöfnum höndum ţjóđfélagsástandinu og sálarástandi hinnar ástföngnu og hćfileikaríku stúlku.

Dagbók Hélčne Berr kom fyrst út í janúar á ţessu ári í Frakklandi og vakti ţegar landsathygli og seldist í 26.000 eintökum fyrstu ţrjá dagana. Útgáfurétturinn var seldur til 15 landa áđur en sjálf bókin kom út. Bókin mun koma út hjá Sölku um miđjan nóvember.

helenebarr2 helenebarr3 helenebarr5


Kaupalkinn komin í tvívídd

Eins og allir sannir ađdáendur kaupalkans nr. 1, Rebeccu Bloomwood, vita ţá er veriđ ađ framleiđa kvikmynd eftir bókinni. Isla Fisher leikur hina sparnađar-heftu Beccu og Hugh Dancy hin myndarlega Luke Brandon. Myndin er látin gerast í henni Ameríku og breytist ţar međ ţjóđerni söguhetjanna en söguefniđ er ţađ sama - ađ mestu leyti.

Kvikmyndin verđur frumsýnd í febrúar 2009 en sýnishorniđ er tilbúiđ.

 


Borđa, biđja, elska

 eatpraylovecoffeemugBráđum kemur út hjá Sölku bókin Borđa, biđja, elska eftir Elizabeth Gilbert. Hún hefur vakiđ mikla athygli og setiđ í efstu sćtum metsölulista bćđi vestan hafs og austan og hlotiđ einróma lof. Hún var nefnd sem ein af 100 eftirtektaverđustu bókum ársins 2006 af The New York Times og valin ein af 10 bestu bókum ársins af Entertainment Weekly. Elizabeth var valin ein af 100 áhrifaríkustu persónum heimsins af Time tímaritinu 2008 og er reglulegur gestur í ţćtti Oprah Winfrey sem telur bókina  eina af ţeim áhugaverđustu sem komu út 2006.

 Ţegar Elizabeth Gilbert var um ţrítugt hafđi hún allt sem ung nútímakona getur óskađ sér: Góđa vinnu, traustan eiginmann og fallegt heimili – en einhverra hluta vegna var hún ekki hamingjusöm heldur ráđvillt og stressuđ. Hér segir Elizabeth frá ţví ţegar hún snýr viđ blađinu, losar sig viđ eiginmann og atvinnu, tekur föggur sínar og fer út í heim. Eftir erfiđan skilnađ og uppgjör viđ fyrri lífsgildi nýtur hún lífsins og matarins á Ítalíu, leggur síđan stund á andlega íhugun á Indlandi og leitar loks jafnvćgis milli holdlegra og andlegra hugđarefna á Balí í Indónesíu. Eftir ađ hafa skođađ lífiđ frá nýjum sjónarhóli og međ augum fólks í fjarlćgum menningarheimum finnur hún hamingju og hugarró og er tilbúin ađ snúa heim aftur.

Veriđ er ađ undirbúa kvikmyndun bókarinnar og mun Julia Roberts leika Elizabeth og búist er viđ ađ myndin verđi tilbúin 2010.  julia-roberts

 

 

 


Uppáhaldsbók Nínu

Gaman var ađ sjá í Mogganum í dag ađ uppáhaldsbók Nínu Daggar Filipusdóttur - stórleikkonu, sé Rigning í nóvember eftir Auđi A. Ólafsdóttur. Rigning í nóvember kom út hjá Sölku 2004 og hlaut frábćrar viđtökur.

Borgarbókasafn í Grófinni á Menningarnótt

Audur_Olafskl. 18:30

Auđur Ólafsdóttir rithöfundur les úr verđlaunabók sinni Afleggjarinn, en ţar segir frá ferđum ungs manns á framandi slóđir, í fleiri en einum skilningi. Ófyrirsjáanlegir atburđir taka völdin og söguhetjan ţarf ađ glíma viđ karlmennsku sína, líkama, ást, matargerđ og rósarćkt.


Blálandsdrottningunni fagnađ

blálandsdrottning-kápaÚtgáfu Blálandsdrottningarinnar var fagnađ í blíđskaparveđri á Eyrarbakka, hinum gamla kartöflubć, sunnudaginn 10 ágúst ađ viđstöddum góđum gestum. Gestgjafi var Lýđur Pálsson safnstjóri í Húsinu sem bauđ gesti velkomna og höfundurinn, Hildur Hákonardóttir, sem rakti tilurđ bókarinnar og rifjađi upp atriđi úr sögu rćktunarinnar á stađnum, Magnús Karel skýrđi loks frá hvernig hún mótađi ásýnd ţorpsins á sinni tíđ. Á eftir voru bornar fram léttar veitingar í bođi Sölku, Hússins og kartöflubćnda úr Ţykkvabć.

Í bókinni er m.a. rćtt viđ ţau Guđleifu Friđriksdóttur, Einar Guđmundsson og Guđmund Sćmundsson sem öll ţekktu ţá sögu ţegar Eyrarbakki var einn merkasti kartöflurćktunarstađur landsins. „Hugmyndin kviknađi ţegar ég starfađi sem byggđarsafnsforstjóri í safninu sem ţá var á Selfossi,“ rifjar Hildur upp. „Međal ţess sem ég fjallađi um ţá voru verđlaun dönsku stjórnarinnar sem veitt voru ţeim sem helst sköruđu fram úr í bátasmíđum, túnasléttum og jarđrćkt. Ţá rann upp fyrir mér ađ ţau pössuđu alls ekki viđ ţá söguímynd sem ég hafđi af einberri kúgun. Ţađ sat alltaf í mér.“Ţađ var fyrir átta árum ađ Hildur byrjađi á vinnslu bókarinnar en í millitíđinni sendi hún frá sér tvćr ađrar bćkur, Ćtigarđinn og Já, ég ţori, get og vil. „Ţađ skeđi eiginlega óvart ađ ég gaf út ţessar bćkur,“ segir Hildur en kveđst í upphafi hafa skynjađ ađ saga kartöflunnar á Íslandi vćri á margan hátt sérstök. „Kartöflur komu fyrst hingađ til lands fyrir 250 árum en ţróunin varđ međ nokkuđ öđrum formerkjum og erlendis. Hér studdi hún ekki viđ borgarmyndun og ţví iđnbyltingin var ekki komin á ţađ stig heldur ţorpamyndun ţví hún gaf ţurrabúđarfólki í sjávarplássum tćkifćri á ađ komast af. Bókarnafniđ er tilvísun á fyrstu konuna, Viktoríu Lever, sem rćktađi kartöflur í atvinnuskyni á Akureyri auk ţess ađ vera nafn á fágćtri tegund.


Japanskar konur - hraustar og grannar

aus_bookŢessi frétt kemur okkur hjá Sölku ekkert á óvart ţví bókin Japanskar konur hraustar og grannar sem kemur bráđum út hjá Sölku, fjallar akkúrat um ţađ hvernig japanskt matarćđi og lífstíll halda konum ungum og hraustum. Matarćđi sem samanstendur af smáum skömmtum af grćnmeti, fiskmeti og hrísgrjónum getur ekki veriđ annađ en heilsusamlegt og gott fyrir andann.

 Hćgt er ađ nálgast meiri upplýsingar um bókina á slóđinni www.japanesewomendontgetoldorfat.com


mbl.is Japanskar konur langlífastar
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Blálandsdrottningin og fólkiđ sem rćktađi kartöflurnar


 

Út er komin bókin Blálandsdrottningin og fólkiđ sem rćktađi kartöflurnarhjá Sölku. Í bókinni er rakin saga rćktunarblálandsdrottning-kápa á Íslandi, og reyndar víđa um heim, međ sérstakri áherslu á upphaf kartöflurćktar. Höfundurinn, Hildur Hákonardóttir, hefur ferđast allt frá Suđur – Ameríku til Eyrarbakka og kynnt sér hvernig fólk ţróađi rćktunarađferđir. Hún fjallar um mismunandi tegundir og hverjar duga best í mismunandi umhverfi. Međ einstökum frumleika og sköpunargleđi tengir hún kartöflurćktun íslenskri menningarsögu og fjallar um merka menn og konur sem lögđu hönd á plóg í beinni og óbeinni merkingu. Ţar má nefna Baldvin Einarsson, Vilhelmínu Lever, Eggert Ólafsson og Elísabetu Englandsdrottningu.

 

Blálandsdrottningin hefur líklega borist hingađ međ frönskum skútum. Hún er ein af mörgum afbrigđum hinnar auđmjúku kartöflu sem hefur veriđ í öndvegi á borđum Íslendinga alla tuttugustu öldina. Nafn bókarinnar vísar ţó einnig til hinnar hugrökku og hjartastóru söguhetju sem varđ fyrst kvenna á Íslandi til ađ hafa tekjur af kartöflurćkt.Bókin kemur út sem sem kilja og er 272 blađsíđur. Hún er prentuđ í Lettlandi og Margrét E. Laxness gerđi kápu, Oddi sá um umbrot en Hildur Hákonardóttir hannađi útlit bókarinnar. Helgi Magnússon hafđi umsjón međ texta.

 

Hildur Hákonardóttir sem einnig er höfundur hinnar sívinsćlu bókar Ćtigarđurinn – handbók grasnytjungs er ţekkt fyrir líflega og grípandi frásagnargleđi. Bókin skartar fjölda litmynda ásamt ítarlegum upplýsingum um heimildir.

 

Bókin kemur út í tilefni 250 ára afmćlis kartöflurćktar á Íslandi og ennfremur er 2008 ár kartöflunnar hjá Sameinuđu ţjóđunum. Hildur mun halda fyrirlestur, um karöflurćkt á Íslandi, í Grasagarđinum í Laugardal, fimmtudaginn 14 ágúst kl. 20:00. Allir velkomnir.

 


Valhopp

bookshelf-1-190

Barnabókin Gallop, sem er búin ađ slá svo aldeilis í gegn (er ađ klára sína 34 viku á metsölulista N.Y. Times), kemur út hjá Sölku í haust. Höfundur bókarinnar, Rufus Butler Seder, fann upp sérstaka tćkni sem hann kallar scanimation og minnir á töfrasjónauka sem margir léku međ í ćsku, og han notađi viđ gerđ bókarinnar. Allar bćkurnar eru handgerđar og fór Rufus sérstaklega til Kína til ađ kenna handverksmönnunum ađ búa til bćkurnar. 

Höfundurinn er uppfinningamađur, listamađur, og kvikmyndagerđamađur sem hefur djúpstćđan áhuga á antik- sjónbrenglunar-leikföngum. Hann fann einnig upp Lifetiles/lífflísar, veggmyndir gerđar úr glerflísum sem virđast lifna viđ ţegar áhorfandi gengur fram hjá ţeim; ţćr eru til sýnis á Smithsonian safninu í Bandaríkjunum

Hver einasta blađsíđa í Valhoppi er undur útaf fyrir sig og ţar koma m.a. til sögunnar valhoppandi hestur og skjaldbaka sem syndir upp blađsíđuna, hundur sem hleypur, köttur sem stekkur og fiđrlildi blakar vćngjum.

 

 

Eigum viđ orđ?

dagatasVegna ţess hve dagatalsbókin Konur eiga orđiđ 2008 fékk frábćrar viđtökur hefur bókaútgáfan Salka ákveđiđ ađ gefa út ađra dagatalsbók fyrir 2009 og leitar nú ađ konum sem vilja vera međ í henni. Viđbrögđin hafa ekki stađiđ á sér og enn má bćta viđ áđur en fresturinn rennur út. Salka auglýsir eftir einni til tveimur setningum frá konum á öllum aldri, međ mismunandi reynslu, starf og lífsstíl. Ţetta ţurfa ekki ađ vera langar eđa heimspekilegar hugleiđingar heldur eru ţađ hugrenningabrot og stemmning sem viđ sćkjumst eftir. Ykkur er algerlega í sjálfsvald sett hvađ ţiđ skrifiđ um; svo lengi sem ţađ er frá eigin brjósti. Ţiđ getiđ skrifađ um hvađ sem er ... hvort sem ţađ er um pípulagnir, skýjafar, stjórnmál eđa tilfinningar: Ţiđ eigiđ orđiđ.

Viđ förum yfir allar innsendar hugleiđingar og veljum ţćr sem okkur finnst henta best í bókina. Eftir ađ hafa valiđ 64 hugleiđingar (í byrjun hverrar viku og mánađar)látum viđ viđkomandi vita og sendum hugleiđinguna međ ţeirri mynd sem hönnuđurinn - Myrra Leifsdóttir - velur henni.
Hugleiđingum er skilađ á kristin@salkaforlag.is og ef ţú vilt kynna ţér verkefniđ frekar ţá kíktu á heimasíđu dagbókarinnar: www.konureigaordid.is.

                                                                                                                                                                                                                                                                                                           

 

                    


Salka skrifar

Bókaútgáfan Salka ehf
Bókaútgáfan Salka leggur megináherslu á útgáfu bóka sem höfða til kvenna en einnig handbóka af ýmsu tagi fyrir alla.
Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Bćkur

Nýjar bćkur

  • Rafn Hafnfjörđ og Ari Trausti Guđmundsson: Focus on Iceland
    Falleg ferđahandbók međ yfir 600 myndum af Íslandi sem teknar voru af Rafni Hafnfjörđ međ texta eftir Ara Trausta Guđmundson
    *****

Tónhlađa

Heiđdís Norđfjörđ - Mídas konungur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband