Færsluflokkur: Matur og drykkur
5.9.2008 | 11:15
Japanskar konur hraustar og grannar
Út er komin bókin Japanskar konur hraustar og grannar hjá bókaforlaginu Sölku. Í bókinni, sem er eftir Naomi Moriyama og William Doyle, fjalla höfundar um af hverju fólkið í Japan lifi lengur en annars staðar í veröldinni og af hverju konurnar þar séu grennri og unglegri. Þau segja það ekki bara japönskum erfðaeiginleikum að þakka heldur líka mataræðinu og telja það sannað að Vesturlandabúar sem tileinka sér japanskt mataræði verði hraustari og grennri. Í bókinni segir Naomi frá matarmenningu þjóðar sinnar og hvernig þau hjónin aðlöguðu japanskt mataræði vestrænum lifnaðarháttum sínum. Bókin er auk þess sneisafull af girnilegum, meinhollum og einföldum uppskriftum og fróðleiksmolum um japanskt hráefni og matargerð. Naomi Moriyama ólst upp í Tókýó en flutti til Bandaríkjanna þar sem hún fór í háskólanám og bætti á sig 12 kílóum! Nokkrum árum síðar fór hún með amerískum eiginmanni sínum til Tókýó og dvaldi þar í mánuð. Fyrr en varði hrundu kílóin af þeim báðum án þess að þau gerðu nokkuð til þess. Bókin er í kiljubroti, 273 blaðsíður, og prentuð í Finnlandi. Eyjólfur Jónsson sá um umbrot og Salka og GBÓ hönnuðu kápuna.
Þýðandinn, Þóra Sigurðardóttir, er einnig höfundur bókanna; Djöflatertan og Ef þú bara vissir í samstarfi við Mörtu Maríu Jónsdóttur. Hún býr á Bahamas með eiginmanni sínum Völundi Snæ Völundarsyni sem rekur þar tvo veitingastaði.
Þýðandinn, Þóra Sigurðardóttir, er einnig höfundur bókanna; Djöflatertan og Ef þú bara vissir í samstarfi við Mörtu Maríu Jónsdóttur. Hún býr á Bahamas með eiginmanni sínum Völundi Snæ Völundarsyni sem rekur þar tvo veitingastaði.
Matur og drykkur | Breytt 25.9.2008 kl. 17:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Konur eiga orðið allan ársins hring legðu orð í belg
- Heimasíðan
- Bókabúðin
- Hugmyndabókin
- Bókatíðindi félag íslenskra bókaútgefanda
- Höfundaréttur
- Rithöfundasambandið
Bækur
Nýjar bækur
-
Falleg ferðahandbók með yfir 600 myndum af Íslandi sem teknar voru af Rafni Hafnfjörð með texta eftir Ara Trausta Guðmundson
: Focus on Iceland
Tónhlaða
Bloggvinir
- almaogfreyja
- andreaolafs
- annapala
- annabjo
- birgitta
- bryndisisfold
- austurlandaegill
- eddabjo
- thesecret
- gurrihar
- handtoskuserian
- hildurhelgas
- hlynurh
- jenfo
- jensgud
- katrinsnaeholm
- kristjanb
- domubod
- margretloa
- brandarar
- hafstein
- raksig
- salvor
- steingerdur
- klarak
- vefritid
- para
- agustolafur
- thoragud
- bokakaffid
- lucas
- gbo
- jgfreemaninternational
- astroblog
- slembra
- steinunnolina