19.5.2008 | 10:30
Ísland í fókus
Focus on Iceland er bók um Ísland og samanstendur af 600 myndum eftir Rafn Hafnfjörð og meðfylgjandi texta eftir Ara Trausta Guðmundsson. Rafn hefur tekið íslenskar landslagsmyndir síðan 1955 og þær prýða allt frá bæklingum, póstkortum, dagatölum og frímerkjum. Árið 1998 vann hann sér til frægðar að 32 myndir eftir hann skreyttu kaffirjóma-fernur sem dreifðar voru á flugvöllum, hótelum og veitingastöðum vítt og breitt um Evrópu.
Ari Trausti ritar texta við allar myndirnar og reynir að þýða flest örnefni og útskýra söguleg og landfræðileg merkilegheit viðkomandi staðar. Svona ferðast þeir mátar hringinn í kringum og að afkimum Íslands og varla er til sú þúfa sem ekki er tekin fyrir. Bókin er á ensku og er markvisst skrifuð fyrir ferðamenn og aðra áhugasama um náttúru og landslag Ísland.
En fyrir ykkur hin sem ekki hafið áhuga á hefðbundinni ferðamennsku þá erum við hjá Sölku að undirbúa útgáfu annarrar bókar um Ísland. Hún heitir 50 crazy things to do in Iceland og fjallar, eins og nafnið gefur til kynna, um öðruvísi ferðamennsku. Meðal óvenjulegra leiða til að athafna sig er bent á hægt sé að synda í N - Atlandshafi, fara í skyrkast eða finna sálufélaga sinn í íslenskri náttúru næturlífsins.
Snæfríður Ingadóttir lét sér detta 50 hugmyndir í hug og Þorvaldur Kristmundsson ljósmyndaði þær.
50 crazy things to do in Iceland kemur út í næstuviku.
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Konur eiga orðið allan ársins hring legðu orð í belg
- Heimasíðan
- Bókabúðin
- Hugmyndabókin
- Bókatíðindi félag íslenskra bókaútgefanda
- Höfundaréttur
- Rithöfundasambandið
Bækur
Nýjar bækur
-
Falleg ferðahandbók með yfir 600 myndum af Íslandi sem teknar voru af Rafni Hafnfjörð með texta eftir Ara Trausta Guðmundson
: Focus on Iceland
Tónhlaða
Bloggvinir
- almaogfreyja
- andreaolafs
- annapala
- annabjo
- birgitta
- bryndisisfold
- austurlandaegill
- eddabjo
- thesecret
- gurrihar
- handtoskuserian
- hildurhelgas
- hlynurh
- jenfo
- jensgud
- katrinsnaeholm
- kristjanb
- domubod
- margretloa
- brandarar
- hafstein
- raksig
- salvor
- steingerdur
- klarak
- vefritid
- para
- agustolafur
- thoragud
- bokakaffid
- lucas
- gbo
- jgfreemaninternational
- astroblog
- slembra
- steinunnolina
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.