Leita í fréttum mbl.is

Gagnrýni af Kistunni

Helga Birgisdóttir bókagagnrýnandi hjá Kistunni.is hafði bara fallega hluti um Einstaka mömmu að segja þegar hún fjallaði um hana fyrr í vetur. Einstök mamma er eftir Bryndísi Guðmundsdóttur talmeinafræðing og hlaut barnabókaverðlaun  Menntaráðs Reykjavíkur um daginn.

 

svona hljómar gagnrýnin;  

 

Ljúf og falleg saga

með indælum myndum

Einstök mamma er ljúf saga um litla stúlku, Ásdísi, sem á heyrnalausa móður. Bókin samanstendur af nokkrum sjálfstæðum frásögnum sem, eins og fram kemur í eftirmála, „hafa þann tilgang að auka skilning og vekja börn til umhugsunar um að ekki eru allir foreldrar eins“ (36). Sagan fjallar að mestu um upplifun Ásdísar af því að eiga heyrnarlausa móður og sagt er frá vandamálum, eða öllu heldur áskorunum, sem því fylgir. Tungumál heyrnarlausa er einnig til umfjöllunar. Krökkunum í hverfinu finnst mamma Ásdísar tala undarlega og telpunni finnst gaman að kunna nokkuð svona sérstakt en verður stundum þreytt á því að fólk skuli í sífellu vera að undra sig á móður hennar eða spyrja um hana.

 

Sagan er ljúf og ágætlega skemmtileg og eins og fram kemur í kaflanum „Nýir nágrannar“ tala ekki allir eins – en það er bara allt í lagi. Textinn rennur ljúflega áfram, en er svolítið fullorðinslegur miðað við hvað Ásdís virðist eiga að vera ung, en slíkt er raunar alvanalegt með boðskapsbækur á borð við Einstaka mömmu. Myndir Margrétar E. Laxness eru venju samkvæmt fallegar og styðja vel við textann. Það er mikilvægt að gleyma því ekki þegar bækur á borð við Einstaka mömmu eru annars vegar, bækur sem fullorðnir lesa vanalega fyrir börn, að myndirnar á hverri síðu verða að endurspegla og allra helst bæta einhverju við textann. Margréti tekst það verkefni með miklum ágætum og sérstaklega hafði ég gaman að af myndunum þar sem hún teiknar fjölskyldumeðlimi að tala táknmál. Þessar myndir og stafróf táknmálsins sem er einnig að finna í bókinni koma kannski til með að hvetja ung börn til að æfa sig í að stafa, eða jafnvel læra nokkur orð, á táknmáli.

 

Helga Birgisdóttir

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Salka skrifar

Bókaútgáfan Salka ehf
Bókaútgáfan Salka leggur megináherslu á útgáfu bóka sem höfða til kvenna en einnig handbóka af ýmsu tagi fyrir alla.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Bækur

Nýjar bækur

  • Rafn Hafnfjörð og Ari Trausti Guðmundsson: Focus on Iceland
    Falleg ferðahandbók með yfir 600 myndum af Íslandi sem teknar voru af Rafni Hafnfjörð með texta eftir Ara Trausta Guðmundson
    *****

Tónhlaða

Heiðdís Norðfjörð - Mídas konungur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband