12.6.2008 | 10:17
Eg skal kveða um eina þig alla mína daga
Mín kvæði eru minn innri maður en engin uppgerðarpóesí, skrifaði Páll Ólafsson um kveðskap sinn, en í vikunni kemur út hjá Sölku bókin; Eg skal kveða um eina þig, alla mína daga, ástarljóð Páls Ólafssonar. Bókin kemur út bæði í harðbandi og sem kilja. Hún er 352 blaðsíður og prentuð hjá Odda ehf. Sigrún Sigvaldadóttir hannaði útlit bókarinnar.
Eftir Pál liggur eitt mesta safn ástarljóða nokkurs íslensks skálds og núna er þessum arfi í fyrsta sinn safnað í eina bók og birtur fjöldi kvæða og vísna sem ekki hafa áður sést á prenti. Ástarljóðin eru fyrst og síðast skáldleg tilfinningatjáning en í tímaröð mynda þau jafnframt ástarsögu þeirra Páls og Ragnhildar Björnsdóttur.
Þórarinn Hjartarson tók efnið saman of skrifarskýringartexta. Hann hefur áður fengist við Pál Ólafsson og sýnt fram á að fá skáld, ef nokkur, eru söngrænni en Páll og hann á sinn stað í hjarta þessarar þjóðar. Það sýnir Þórarinn í verki því hann er ennfremur einn fimmti af hópnum Riddarar söngsins sem kemur saman endrum og eins til að hylla Pál Ólafsson.
Riddarar söngsins munu troða upp í versluninni Tólf tónum á Skólavörðustíg föstudaginn 13. júní kl. 17.00 og í Café Flóru í Grasagarðinum í Laugardal laugardagskvöldið 14. júní kl. 21 í tilefni af útgáfu bókarinnar. Hópurinn er svo skipaður: Þórarinn Hjartarson og Ösp Kristjánsdóttir syngja, Hjörleifur Valsson leikur á fiðlu, Kristinn H. Árnason á gítar og Birgir Bragason á kontrabassa. Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Eftir Pál liggur eitt mesta safn ástarljóða nokkurs íslensks skálds og núna er þessum arfi í fyrsta sinn safnað í eina bók og birtur fjöldi kvæða og vísna sem ekki hafa áður sést á prenti. Ástarljóðin eru fyrst og síðast skáldleg tilfinningatjáning en í tímaröð mynda þau jafnframt ástarsögu þeirra Páls og Ragnhildar Björnsdóttur.
Þórarinn Hjartarson tók efnið saman of skrifarskýringartexta. Hann hefur áður fengist við Pál Ólafsson og sýnt fram á að fá skáld, ef nokkur, eru söngrænni en Páll og hann á sinn stað í hjarta þessarar þjóðar. Það sýnir Þórarinn í verki því hann er ennfremur einn fimmti af hópnum Riddarar söngsins sem kemur saman endrum og eins til að hylla Pál Ólafsson.
Riddarar söngsins munu troða upp í versluninni Tólf tónum á Skólavörðustíg föstudaginn 13. júní kl. 17.00 og í Café Flóru í Grasagarðinum í Laugardal laugardagskvöldið 14. júní kl. 21 í tilefni af útgáfu bókarinnar. Hópurinn er svo skipaður: Þórarinn Hjartarson og Ösp Kristjánsdóttir syngja, Hjörleifur Valsson leikur á fiðlu, Kristinn H. Árnason á gítar og Birgir Bragason á kontrabassa. Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Meginflokkur: Bækur | Aukaflokkur: Tónlist | Breytt 30.6.2008 kl. 11:07 | Facebook
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Konur eiga orðið allan ársins hring legðu orð í belg
- Heimasíðan
- Bókabúðin
- Hugmyndabókin
- Bókatíðindi félag íslenskra bókaútgefanda
- Höfundaréttur
- Rithöfundasambandið
Bækur
Nýjar bækur
-
Falleg ferðahandbók með yfir 600 myndum af Íslandi sem teknar voru af Rafni Hafnfjörð með texta eftir Ara Trausta Guðmundson
: Focus on Iceland
Tónhlaða
Bloggvinir
- almaogfreyja
- andreaolafs
- annapala
- annabjo
- birgitta
- bryndisisfold
- austurlandaegill
- eddabjo
- thesecret
- gurrihar
- handtoskuserian
- hildurhelgas
- hlynurh
- jenfo
- jensgud
- katrinsnaeholm
- kristjanb
- domubod
- margretloa
- brandarar
- hafstein
- raksig
- salvor
- steingerdur
- klarak
- vefritid
- para
- agustolafur
- thoragud
- bokakaffid
- lucas
- gbo
- jgfreemaninternational
- astroblog
- slembra
- steinunnolina
Athugasemdir
Hljómar frábær. Ég á gamla ljóðabók eftir Pál úr safni ömmu minnar. Hlakka til að skoða þessa.
Steingerður Steinarsdóttir, 13.6.2008 kl. 10:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.