6.10.2008 | 10:26
Borða, biðja, elska
Bráðum kemur út hjá Sölku bókin Borða, biðja, elska eftir Elizabeth Gilbert. Hún hefur vakið mikla athygli og setið í efstu sætum metsölulista bæði vestan hafs og austan og hlotið einróma lof. Hún var nefnd sem ein af 100 eftirtektaverðustu bókum ársins 2006 af The New York Times og valin ein af 10 bestu bókum ársins af Entertainment Weekly. Elizabeth var valin ein af 100 áhrifaríkustu persónum heimsins af Time tímaritinu 2008 og er reglulegur gestur í þætti Oprah Winfrey sem telur bókina eina af þeim áhugaverðustu sem komu út 2006.
Þegar Elizabeth Gilbert var um þrítugt hafði hún allt sem ung nútímakona getur óskað sér: Góða vinnu, traustan eiginmann og fallegt heimili en einhverra hluta vegna var hún ekki hamingjusöm heldur ráðvillt og stressuð. Hér segir Elizabeth frá því þegar hún snýr við blaðinu, losar sig við eiginmann og atvinnu, tekur föggur sínar og fer út í heim. Eftir erfiðan skilnað og uppgjör við fyrri lífsgildi nýtur hún lífsins og matarins á Ítalíu, leggur síðan stund á andlega íhugun á Indlandi og leitar loks jafnvægis milli holdlegra og andlegra hugðarefna á Balí í Indónesíu. Eftir að hafa skoðað lífið frá nýjum sjónarhóli og með augum fólks í fjarlægum menningarheimum finnur hún hamingju og hugarró og er tilbúin að snúa heim aftur.
Verið er að undirbúa kvikmyndun bókarinnar og mun Julia Roberts leika Elizabeth og búist er við að myndin verði tilbúin 2010.
Meginflokkur: Kvikmyndir | Aukaflokkur: Bækur | Breytt s.d. kl. 10:35 | Facebook
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Konur eiga orðið allan ársins hring legðu orð í belg
- Heimasíðan
- Bókabúðin
- Hugmyndabókin
- Bókatíðindi félag íslenskra bókaútgefanda
- Höfundaréttur
- Rithöfundasambandið
Bækur
Nýjar bækur
-
Falleg ferðahandbók með yfir 600 myndum af Íslandi sem teknar voru af Rafni Hafnfjörð með texta eftir Ara Trausta Guðmundson
: Focus on Iceland
Tónhlaða
Bloggvinir
- almaogfreyja
- andreaolafs
- annapala
- annabjo
- birgitta
- bryndisisfold
- austurlandaegill
- eddabjo
- thesecret
- gurrihar
- handtoskuserian
- hildurhelgas
- hlynurh
- jenfo
- jensgud
- katrinsnaeholm
- kristjanb
- domubod
- margretloa
- brandarar
- hafstein
- raksig
- salvor
- steingerdur
- klarak
- vefritid
- para
- agustolafur
- thoragud
- bokakaffid
- lucas
- gbo
- jgfreemaninternational
- astroblog
- slembra
- steinunnolina
Athugasemdir
Hver þýðir?
Halldóra (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 12:46
hún Herdís Hübner hin vestfirska
Bókaútgáfan Salka ehf, 27.10.2008 kl. 14:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.