14.11.2008 | 14:11
Vísindin að baki ríkidæmi; fyrirlestur í Hafnarfirði
Laugardaginn 15. nóvember mun Jón Lárusson þýðandi bókarinnar Vísindin að baki ríkidæmi, halda fyrirlestur um efni bókarinnar, en bókin kom út þann 7. nóvember. Verður fundurinn haldinn í Bæjarhrauni 10 Hafnarfirði, efri hæð. Eru allir velkomnir á fundinn.
Bókin Vísindin að baki ríkidæmi eftir Wallace D. Wattles kom út árið 1910 og litið er til hennar sem grunnrits í fræðunum um lögmál aðdráttaraflsins. Boðskapur höfundarins er sá að með krafti skapandi hugsunar og í staðfastri trú um að það muni rætast, þá muni einstaklingurinn laða til sín það sem hann hugsar. Wallace bendir á að við eigum ekki að stunda samkeppni heldur eigi einstaklingurinn að miðla öðrum af sínum skapandi krafti, hvetja til dáða og opna nýjar leiðir til að bæta sjálfan sig og veröldina alla.
Þrátt fyrir að bókin sé að nálgast 100 ára aldurinn hafa vinsældir hennar sjaldan verið meir en nú, enda á hinn uppörvandi boðskapur hennar fullt erindi til okkar í dag. Bókin opnar nýjar víddir og upplýsir okkur um krafta sem við almennt gerum okkur ekki grein fyrir að leynast innra með okkur.
Frá því Jón kynntist þessum fræðum fyrst fyrir tæpum 30 árum síðan, hefur hann aflað sér viðamikillar þekkingar á þessu sviði og er nú tilbúinn að miðla þeirri þekkingu til annarra. Eða eins og hann segir sjálfur "Þegar ég lít til baka á þessi 30 ár, þá sé ég að í hvert sinn sem ég hef framkvæmt hluti á hinn ákveðna hátt, þá hefur mér tekist allt það sem ég hef ætlað mér. Að sama skapi hefur verr gengið þegar ég hef horfið af þeirri leið að gera hlutina á hinn ákveðna hátt".
Jón hefur sett upp heimasíðu tileinkaða bókinni: www.rikidaemi.is
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Konur eiga orðið allan ársins hring legðu orð í belg
- Heimasíðan
- Bókabúðin
- Hugmyndabókin
- Bókatíðindi félag íslenskra bókaútgefanda
- Höfundaréttur
- Rithöfundasambandið
Bækur
Nýjar bækur
-
Falleg ferðahandbók með yfir 600 myndum af Íslandi sem teknar voru af Rafni Hafnfjörð með texta eftir Ara Trausta Guðmundson
: Focus on Iceland
Tónhlaða
Bloggvinir
-
almaogfreyja
-
andreaolafs
-
annapala
-
annabjo
-
birgitta
-
bryndisisfold
-
austurlandaegill
-
eddabjo
-
thesecret
-
gurrihar
-
handtoskuserian
-
hildurhelgas
-
hlynurh
-
jenfo
-
jensgud
-
katrinsnaeholm
-
kristjanb
-
domubod
-
margretloa
-
brandarar
-
hafstein
-
raksig
-
salvor
-
steingerdur
-
klarak
-
vefritid
-
para
-
agustolafur
-
thoragud
-
bokakaffid
-
lucas
-
gbo
-
jgfreemaninternational
-
astroblog
-
slembra
-
steinunnolina
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.