11.12.2008 | 15:16
Góð frumraun
Bókin Hvar er systir mín fær afburða dóma í bókarblaði Dv í dag. Þar kemur m.a. fram:
Bókin byrjar vel og kemst lesandinn mjög auðveldlega inn í hana. Besti kosturinn við bókina er að hún er skrifuð á einfaldan máta og er hnitmiðuð. Án allra óþarfa málalenginga og langra lýsinga sem er þægilegt því í svona spennusögu vill maður fá hlutina beint í æð. Strax frá byrjun er maður gripinn inn í atburðarrás sem sýnir ótrúlega glæpi, mannvonsku, afbrýðissemi ásamt ást og hugrekki.
Þrátt fyrir að vera án aukaskrauts nær lesandinn mjög nánum tengslum við aðalsöguhetjuna, Andreu, því maður fær að skyggnast inní huga hennar og fylgja henni allt til enda.
Endir sögunnar kemur á óvart og gefur það sögunni dálitla sérstöðu.
Eyrúnu tekst vel að búa til sögu sem sýnir raunverulegar aðstæður. Þetta er vel gerð sakamálasaga þar sem hugað er að smáatriðum. Bókin hentar öllum sem hafa gaman af krimmum og sérstaklega ef maður vill fá smáást með. Frumraun Eyrúnar sem glæpasagnahöfundur er góð og á hún vonandi eftir að láta í sér heyra aftur.
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Konur eiga orðið allan ársins hring legðu orð í belg
- Heimasíðan
- Bókabúðin
- Hugmyndabókin
- Bókatíðindi félag íslenskra bókaútgefanda
- Höfundaréttur
- Rithöfundasambandið
Bækur
Nýjar bækur
-
Falleg ferðahandbók með yfir 600 myndum af Íslandi sem teknar voru af Rafni Hafnfjörð með texta eftir Ara Trausta Guðmundson
: Focus on Iceland
Tónhlaða
Bloggvinir
- almaogfreyja
- andreaolafs
- annapala
- annabjo
- birgitta
- bryndisisfold
- austurlandaegill
- eddabjo
- thesecret
- gurrihar
- handtoskuserian
- hildurhelgas
- hlynurh
- jenfo
- jensgud
- katrinsnaeholm
- kristjanb
- domubod
- margretloa
- brandarar
- hafstein
- raksig
- salvor
- steingerdur
- klarak
- vefritid
- para
- agustolafur
- thoragud
- bokakaffid
- lucas
- gbo
- jgfreemaninternational
- astroblog
- slembra
- steinunnolina
Athugasemdir
Þetta er góður krimmi á góðri íslensku. Það var kominn tími á að kona skipaði sér á þennan bekk. Bókin nær örugglega vel til beggja kynja, því rómantíkin fær einnig að njóta sín. Einu vonbrigðin voru þau að ég fann enga villu í bókinni, þrátt fyrir töluverða yfirlegu.
Jóhann G. Frímann, 12.12.2008 kl. 17:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.