7.1.2009 | 14:51
Skáldið Inger Christensen látin
eftirfarandi frétt birtist í Morgunblaðinu í gær:
DANSKA skáldkonan Inger Christensen, sem lést sl. föstudag 73 ára að aldri, var margorðuð við nóbelsverðlaun án þess þó að hljóta þau. Hún var eitt þekktasta skáld sinnar kynslóðar í Danmörku, þekkt fyrir formtilraunir sínar og frumleika.Christensen, sem fæddist í bænum Vejle árið 1935, fékk fyrsta ljóðasafn sitt, Lys [Ljós], gefið út árið 1969. Ári síðar kom út bókin Græs [Gras]. Það var þó ekki fyrr en með ljóðasafninu Det [Það], sem hún vakti verulega athygli, og var verkið álitið skipta sköpum í ferli hennar.
Illskilgreinanleg skáldverk
Eftir að þessar bækur komu út sneri Christensen sér að greinaskrifum, skáldsögum og barnabókum í rúman áratug áður en hún sendi frá sér ljóðabók. Það var árið 1981 að bókin Alfabet [Stafrófið] kom út og síðan Sommerfugledalen [Fiðrildadalurinn] árið 1991, sem gagnrýnendur telja hennar helsta meistaraverk.Sagt hefur verið um skáldskap Christensen að erfitt sé að skilgreina hann. Erik Nielsen, prófessor í bókmenntum við Kaupmannahafnarháskóla, lýsti þó verkum hennar á þann veg að henni hefði tekist að nota ópersónulegt kerfi til að skapa einkar persónulegan skáldskap.
Christensen var sæmd mörgum merkilegum bókmenntaverðlaunum á lífsleiðinni þótt henni féllu ekki nóbelsverðlaun í skaut og naut mikillar virðingar meðal kollega sinna.
Salka gaf út ljóðabókina hennar Ljóð um dauðann sem Valdimar Tómasson þýddi og fæst hún hjá okkur í forlaginu á aðeins 490 kr.
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Konur eiga orðið allan ársins hring legðu orð í belg
- Heimasíðan
- Bókabúðin
- Hugmyndabókin
- Bókatíðindi félag íslenskra bókaútgefanda
- Höfundaréttur
- Rithöfundasambandið
Bækur
Nýjar bækur
-
Falleg ferðahandbók með yfir 600 myndum af Íslandi sem teknar voru af Rafni Hafnfjörð með texta eftir Ara Trausta Guðmundson
: Focus on Iceland
Tónhlaða
Bloggvinir
-
almaogfreyja
-
andreaolafs
-
annapala
-
annabjo
-
birgitta
-
bryndisisfold
-
austurlandaegill
-
eddabjo
-
thesecret
-
gurrihar
-
handtoskuserian
-
hildurhelgas
-
hlynurh
-
jenfo
-
jensgud
-
katrinsnaeholm
-
kristjanb
-
domubod
-
margretloa
-
brandarar
-
hafstein
-
raksig
-
salvor
-
steingerdur
-
klarak
-
vefritid
-
para
-
agustolafur
-
thoragud
-
bokakaffid
-
lucas
-
gbo
-
jgfreemaninternational
-
astroblog
-
slembra
-
steinunnolina
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.