Leita í fréttum mbl.is

Græn hreinsiefni

 

Uppeldi_f_umhverfidÍ bókinni Uppeldi fyrir umhverfið er urmull ráða fyrir foreldra sem vilja ekki bara spara í heimilishaldinu heldur líka vera umhverfisvæn. Þar kemur meðal annars fram að vistvænustu hreingerningavörurnar séu til nú þegar heima hjá flestum - í eldhúshillunum;

 

 

dæmi um græn hreinsiefni:

  • Borðedik - þynnið það með vatni til að þrífa borð, gler og flísar eða notið óblandað til að losa stíflur í sturtu og vaski. Ediklyktin hverfur um leið og það gufar upp.
  • Sítrónusafi - látið sítrónusafa drjúpa á borðplötur og skurðarbretti til að bleikja og losna við fitu.
  • Salt - notið það til að vaska upp og til að þvo steikarpönnur
  • Krydd- látið malla handfylli af kryddi (t.d. kanilstangir, negul, ferska engiferrót, kardimommufræ, stjörnuanís), eða sítrónu - , súraldin - og appelsínusneiðar til að fá ilm á heimilið.
  • Matarsódi - Blandið með vatni og þrífið vaska og baðker. Stráið í klósettskálina, bætið við borðediki og skúbbið.
  • Örtrefjaklútar - Bleytið þá lítillega og nuddið með þeim. Ekki þarf leysiefni eða hreinsiefni í örtrefjaklúta til að losna við fitu eða erfiða bletti.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Salka skrifar

Bókaútgáfan Salka ehf
Bókaútgáfan Salka leggur megináherslu á útgáfu bóka sem höfða til kvenna en einnig handbóka af ýmsu tagi fyrir alla.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Bækur

Nýjar bækur

  • Rafn Hafnfjörð og Ari Trausti Guðmundsson: Focus on Iceland
    Falleg ferðahandbók með yfir 600 myndum af Íslandi sem teknar voru af Rafni Hafnfjörð með texta eftir Ara Trausta Guðmundson
    *****

Tónhlaða

Heiðdís Norðfjörð - Mídas konungur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband