27.1.2009 | 13:09
Nokkur slökunarráð
Í bókinni 1001 leið til að slaka á eru eins og nafnið gefur til kynna 1001 ráð til að hjálpa okkur að slaka á. Í bókinni er lögð áhersla á að slökunin sé nærtæk og sem dæmi má nefna eru gefin ráð um slökun á vinnustað, heima, í náttúrunni og við huglægar aðstæður einnig.
Slökun á vinnustað:
Ráð #20 Gakktu í vinnuna:
Sannað þykir að áhrifamikill streituvaldur í ferð til og frá vinnu er að finnast maður algjörlega upp á umferð og/eða áætlanakerfi strætisvagna kominn. Til að takast á við þetta vandamál er árangursríkast að treysta á sína tvo jafnfljótu og ganga til vinnu ef þú mögulega getur. Notaðu tímann á göngunni til að undirbúa þig andlega undir vinnudaginn, síðan geturðu andað léttar á leiðinni heim.
Ráð #40 Teygðu á hryggnum:
Frábær æfing sem opnar fyrir orkurásir líkamans. Settu hægri fót upp á stól og leggðu vinstri hönd á hné. Snúðu hægri öxlinni aftur og láttu hrygginn fylgja eftir. Andaðu frá þér og snúðu öxlinni aðeins lengra aftur. Andaðu að þér og snúðu fram. Gerðu það sama hinum megin.
Ráð #170 Fáðu þér blund:
Stuttur miðdegisblundur getur gert kraftaverk. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem gerð var á vinnuafköstum nokkurra starfsmanna kom fram að þeir sem lögðu sig í hálfa klukkustund í hádeginu þrisvar í viku, sýndu mestu afköstin. Auk þess voru þeir í mun minni áhættu að fá hjartasjúkdóma.
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Konur eiga orðið allan ársins hring legðu orð í belg
- Heimasíðan
- Bókabúðin
- Hugmyndabókin
- Bókatíðindi félag íslenskra bókaútgefanda
- Höfundaréttur
- Rithöfundasambandið
Bækur
Nýjar bækur
-
Falleg ferðahandbók með yfir 600 myndum af Íslandi sem teknar voru af Rafni Hafnfjörð með texta eftir Ara Trausta Guðmundson
: Focus on Iceland
Tónhlaða
Bloggvinir
-
almaogfreyja
-
andreaolafs
-
annapala
-
annabjo
-
birgitta
-
bryndisisfold
-
austurlandaegill
-
eddabjo
-
thesecret
-
gurrihar
-
handtoskuserian
-
hildurhelgas
-
hlynurh
-
jenfo
-
jensgud
-
katrinsnaeholm
-
kristjanb
-
domubod
-
margretloa
-
brandarar
-
hafstein
-
raksig
-
salvor
-
steingerdur
-
klarak
-
vefritid
-
para
-
agustolafur
-
thoragud
-
bokakaffid
-
lucas
-
gbo
-
jgfreemaninternational
-
astroblog
-
slembra
-
steinunnolina
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.