Leita í fréttum mbl.is

Salka fer í bíó

confessionsshopaholic1.jpgHófsemi og einfaldleiki. Það eru nýju kjörorðin mín. Ég ætla að hefja nýtt líf með allt á hreinu og ég ætla ekki að eyða einu einasta pundi. Ekki einu einasta. Ég meina, þegar þú pælir í því, hve miklum peningum eyðum við á hverjum degi? Ekki skrítið að ég sé komin í smá mínus. Og það er nú eiginlega ekki mér að kenna. Ég hef einfaldlega beðið lægri hlut fyrir vestrænni efnishyggju – og ef þú spyrð mig þá þarf maður sko að hafa viljastyrk á við fíl til að standast hana...


Búðaráp og kaupæði eru ekki helstu kostir þeirra kvenna sem stunda slíkt. Síst af öllu núna, þegar fjárhagsleg óráðsía er auðvitað bara agalega mikið 2007. En góð afþreying er sem betur fer ekki óskynsamleg á þessum síðustu og verstu tímum. Og því þá ekki að fá útrás fyrir velfalinn innri eyðslupúkann með því að sökkva sér í hugarheim kaupalkans Rebeccu Bloomwood í smá stund.


Um þessar mundir sýna Sambíóin kvikmyndina Confessions of a Shopaholic, sem byggð er á samnefndri, geysivinsælli metsölubók Sophie Kinsella. SALKA gaf bókina út fyrst 2005, í þýðingu Ragnheiðar Bjarnadóttur. Draumaveröld kaupalkans er fyndin og yndisleg lesning, það er erfitt ekki að heillast af hinni siðlausu og kaupóðu aðalpersónu – sem Isla Fisher hefur fengið mikið lof fyrir á hvíta tjaldinu. Já, maður kann meira að segja að kannast pínulítið við sig í henni. Og SALKA ætlar að skella sér í bíó á meðan hún bíður eftir næstu bók um kaupalkann, sem kemur út á íslensku snemma í sumar!



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Salka skrifar

Bókaútgáfan Salka ehf
Bókaútgáfan Salka leggur megináherslu á útgáfu bóka sem höfða til kvenna en einnig handbóka af ýmsu tagi fyrir alla.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Bækur

Nýjar bækur

  • Rafn Hafnfjörð og Ari Trausti Guðmundsson: Focus on Iceland
    Falleg ferðahandbók með yfir 600 myndum af Íslandi sem teknar voru af Rafni Hafnfjörð með texta eftir Ara Trausta Guðmundson
    *****

Tónhlaða

Heiðdís Norðfjörð - Mídas konungur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband