Leita í fréttum mbl.is

Fyrirtaks fermingargjöf

Förðunarbók Þuríðar Stefánsdóttur naut gífurlegra vinsælda fyrir jól og ekkert lát virðist á. Á því er mjög einföld skýring; Bókin er ekki bara falleg og fræðandi, hún er líka þörf. Í henni er sýnt með einföldum hætti hvernig ólík förðun hentar ólíkum tækifærum og hvaða einföldu aðferðum megi beita til að líta sem best út, einmitt án þess að vera stífmáluð í framan. fordun_part_softproof_page_15.jpg

Þura tekur afgerandi afstöðu gegn of miklu sminki – sérstaklega á ungum stelpum. Einn kafli bókarinnar fjallar um förðun unglinga og þar segir hún m.a.: „Mér hefur alltaf fundist að ungar stelpur ættu að nota frekar minna en meira af förðunarvörum og njóta æskunnar, í stað þess að vera að flýta sér að fullorðnast.“ Í kaflanum kennir Þura einföld grunnatriði um hreinsun og umhirðu húðar, fyrstu förðunarvörurnar, trix fyrir stelpur með spangir og fyrst og fremst að fegurðin kemur innan frá! Wink Þessi, eins og aðrir kaflar bókarinnar, er yfirlætislaus og aðgengilegur – og góð gjöf sem fellur vel í kramið hjá bæði fermingarstúlkum og foreldrum þeirra.

Gerður Kristný dæmdi bókina í Mannamáli 15. desember sl. og sá einmitt þessa kosti bókarinnar. Hún segir m.a.:„Ég sé fyrir mér að þessi bók eigi eftir að eiga langan líftíma. Þetta er fyrirtaks fermingargjöf í vor og hún er ekkert að skafa utan af því hún Þuríður, hún bara vill að ungar konur, sem og þær eldri, séu ekkert að farða sig of mikið.“

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Salka skrifar

Bókaútgáfan Salka ehf
Bókaútgáfan Salka leggur megináherslu á útgáfu bóka sem höfða til kvenna en einnig handbóka af ýmsu tagi fyrir alla.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Bækur

Nýjar bækur

  • Rafn Hafnfjörð og Ari Trausti Guðmundsson: Focus on Iceland
    Falleg ferðahandbók með yfir 600 myndum af Íslandi sem teknar voru af Rafni Hafnfjörð með texta eftir Ara Trausta Guðmundson
    *****

Tónhlaða

Heiðdís Norðfjörð - Mídas konungur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband