13.8.2009 | 10:19
Áhrifamikil og holl lesning
Kristín Viðarsdóttir fjallar m.a. um Dagbók Hélène Berr í pistli á Bókmenntavefnum nýverið:
"Af einhverjum ástæðum komu þónokkrar þýðingar sem tengjast helförinni út hér á síðasta ári. Ég hef lesið þrjár þessara bóka en þær eru Dagbók Hélène Berr, Bókaþjófurinn og Strákurinn í röndóttu náttfötunum.
Tvær þær síðarnefndu eru skáldsögur en sú fyrsta, og að mínu mati áhrifamesta, er raunveruleg dagbók franskrar stúlku af gyðingaættum sem bjó í París en lést í Auswitch rétt áður en bandamenn yfirtóku búðirnar. Bókin var ekki gefin út í Frakklandi fyrr en á síðasta ári, en hún var varðveitt af unnusta Hélène og gefin út af systurdóttur hennar. Dagbókin, sem er skrifuð á árunum 1942 1944, er vitnisburður um aðdáunarvert hugrekki og æðruleysi þessarar ungu konu sem var bæði víðsýn og haldin ríkri réttlætiskennd. Hún neitar að beygja sig fyrir kúguninni og þrátt fyrir óbærilegt efnið lokar maður bókinni með ótrúlega jákvæðum huga.
Hélène bjó í París og gekk í Sorbonne. Hún var af vel stæðum gyðingaætttum og allt virðist hafa verið í lukkunnar velstandi í fjölskyldunni fram að hernámi Frakklands. Hún stúderar enskar bókmenntir, spilar á fiðlu, er menntuð og víðsýn og á fullt af vinum. Bókin byrjar sem hefðbundin dagbók þar sem Helene segir frá daglegu lífi, ástarflækjum og pælingum um það sem hún er að lesa, en fljótlega fer stríðið og ofsóknir á hendur gyðingum að spila stærri rullu. Hún hættir að skrifa í nokkra mánuði og það eru greinileg skil í bókinni milli fyrri hluta hennar og þess seinni þegar hún hefur að skrifa aftur 1943. Þá hefur hún tekið ákvörðun um að hún sé að skrifa fyrir lesendur, beinlínis til að skilja eftir sig vitnisburð um það sem á sér stað. Hún er mjög meðvituð um hugsanleg örlög sín og um leið yfirveguð og ótrúlega staðföst í þeirri ákvörðun sinni að láta ekki óttann um eigin örlög ná tökum á sér. Holl lesning sem ég mæli eindregið með."
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Konur eiga orðið allan ársins hring legðu orð í belg
- Heimasíðan
- Bókabúðin
- Hugmyndabókin
- Bókatíðindi félag íslenskra bókaútgefanda
- Höfundaréttur
- Rithöfundasambandið
Bækur
Nýjar bækur
-
Falleg ferðahandbók með yfir 600 myndum af Íslandi sem teknar voru af Rafni Hafnfjörð með texta eftir Ara Trausta Guðmundson
: Focus on Iceland
Tónhlaða
Bloggvinir
- almaogfreyja
- andreaolafs
- annapala
- annabjo
- birgitta
- bryndisisfold
- austurlandaegill
- eddabjo
- thesecret
- gurrihar
- handtoskuserian
- hildurhelgas
- hlynurh
- jenfo
- jensgud
- katrinsnaeholm
- kristjanb
- domubod
- margretloa
- brandarar
- hafstein
- raksig
- salvor
- steingerdur
- klarak
- vefritid
- para
- agustolafur
- thoragud
- bokakaffid
- lucas
- gbo
- jgfreemaninternational
- astroblog
- slembra
- steinunnolina
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.