Leita í fréttum mbl.is

Spriklandi tilboð

sprilklandi_lax_i_bo_i_vei_ikokka.jpgMatreiðslubækur eru orðnar svo miklu meira en bara uppskriftabækur. Mat og matargerð fylgir lífsstíll, venjur, sögur, aðferðir og margt fleira. Og rétt eins og uppskriftir eru fjölbreyttar, er umgjörð matarins og menning ólík. Og í matreiðslubókum nútímans leitum við því - auk uppskriftanna - eftir stemningu. Við fáum vissulega hugmyndir að girnulegum réttum, en við lesum þær líka til gamans.

Bókin Spriklandi lax í boði veiðikokka, eftir þá Bjarna Brynjólfsson og Loft Atla Eiríksson, er nýjasta dæmið um slíka bók hjá Sölku. Auk þess sem kokkar úr veiðihúsum á víð og dreif um landið birta uppskriftir að sínum bestu laxaréttum, miðla þeir af þekkingu sinni og reynlsu af ánum, uppáhaldsflugum og segja veiðisögur af bestu gerð.

Þetta er bók fyrir jafnt áhugamenn um matargerð og veiðifríkur. - Og auðvitað fullkomin fyrir alla sem hafa unun af því að sameina þetta tvennt og veiða sér til matar. Bókin verður á alveg sérstöku SVFR-tilboði næstu vikuna, til og með 26 ágúst, hérna hjá okkur í Sölku, Skipholti 50c og á netinu, á 2990,- fyrir Stangveiðifélaga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Salka skrifar

Bókaútgáfan Salka ehf
Bókaútgáfan Salka leggur megináherslu á útgáfu bóka sem höfða til kvenna en einnig handbóka af ýmsu tagi fyrir alla.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Bækur

Nýjar bækur

  • Rafn Hafnfjörð og Ari Trausti Guðmundsson: Focus on Iceland
    Falleg ferðahandbók með yfir 600 myndum af Íslandi sem teknar voru af Rafni Hafnfjörð með texta eftir Ara Trausta Guðmundson
    *****

Tónhlaða

Heiðdís Norðfjörð - Mídas konungur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband