27.8.2009 | 13:55
Bína örvar börn
Bókaforlagið Salka er þessa dagana að prófa sig áfram í alveg nýju hlutverki við að halda utanum ráðstefnuhald. Það er spennandi og skemmtilegt verkefni, enda rignir inn skráningum. Verkefnið er fyrst og fremst hugsjónamál fyrir Sölku, því ráðstefnan fjallar um málörvun barna og lestrarnám. Málaflokkurinn er okkur hugleikinn. Auk þess sem það hlýtur að vera kappsmál fyrir bókaútgáfu að sem flest börn læri lestur og ást á bókum, þá höfum við um nokkurra ára skeið unnið með talmeinafræðingi Ásthildi Bj. Snorradóttur, hjá Talþjálfun Reykjavíkur, að útgáfu bókaflokksins um hana Bínu litlu.
Við vitum auðvitað öll hve mikilvæg góð lestrarkunnátta er börnum og að undirstöðurnar þurfa að vera góðar. Bókaflokkurinn um Bínu er velheppnað dæmi um barnaefni sem er skemmtilegt fyrir börnin, en fræðandi fyrir fullorðna fólkið. Efnið byggir á niðurstöðunum úr þeirri og öðrum alþjóðlegum rannsóknum sem sýna bein tengsl milli hljóðkerfisvitundar og lestrarfærni.
Ásthildur er einmitt á mælendaskrá á ráðstefnunni 10. september og ætlar að kynna hugmyndafræði Bínu, en auk hennar tala Steinunn Torfadóttir og Helga Sigmundsdóttir frá Menntavísindasviði Háskóla Íslands, Inga María Ingvarsdóttir, leikskólastjóri á Leikskólanum Tjarnarbæ, Halla S. Árnadóttir, móðir barns með málþroskafrávik, Laufey Skúladóttir, grunnskólakennari í Brekkubæjarskóla og Hugborg Erlendsdóttir, leikskólasérkennari á Leikskólanum Hvammi. Frú Vigdís Finnbogadóttir setur ráðstefnuna, sem verður haldin á Hótel Sögu.
Hafið samband ef þið óskið eftir dagsskrá og frekari upplýsingum.
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Konur eiga orðið allan ársins hring legðu orð í belg
- Heimasíðan
- Bókabúðin
- Hugmyndabókin
- Bókatíðindi félag íslenskra bókaútgefanda
- Höfundaréttur
- Rithöfundasambandið
Bækur
Nýjar bækur
-
Falleg ferðahandbók með yfir 600 myndum af Íslandi sem teknar voru af Rafni Hafnfjörð með texta eftir Ara Trausta Guðmundson
: Focus on Iceland
Tónhlaða
Bloggvinir
- almaogfreyja
- andreaolafs
- annapala
- annabjo
- birgitta
- bryndisisfold
- austurlandaegill
- eddabjo
- thesecret
- gurrihar
- handtoskuserian
- hildurhelgas
- hlynurh
- jenfo
- jensgud
- katrinsnaeholm
- kristjanb
- domubod
- margretloa
- brandarar
- hafstein
- raksig
- salvor
- steingerdur
- klarak
- vefritid
- para
- agustolafur
- thoragud
- bokakaffid
- lucas
- gbo
- jgfreemaninternational
- astroblog
- slembra
- steinunnolina
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.