Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008
25.6.2008 | 12:15
Ástin liggur í loftinu
Bækur | Breytt 27.8.2008 kl. 12:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.6.2008 | 10:03
Mikilvægur hluti bókaútgáfu
Meira mætti vissulega vera gefið út af hljóðbókum á Íslandi og er það eitthvað sem betur mætti fara hjá íslenskum forlögum. Hljóðbækur þjóna ekki eingöngu blindum eða sjónskertum heldur hefur lesblint fólk löngum notið góðs af þeim og auk þess er alltaf gaman að hlusta á upplestur góðra bóka við leik og störf. Við hjá Sölku höfum ekki látið okkar eftir liggja í hljóðbóka útgáfu og eigum ýmislega titla á lager.
Hér er listi yfir titlana sem í boði eru:
Þjóðsögur Jóns Árnasonar
Emil í Kattholti
Ævintýri H.C. Andersen 1
Ævintýri H.C. Andersen 2
Kátir voru karlar
Æðrulaus mættu þau örlögum
Lífskraftur á landi og sjó
Ótuktin cd Postulín cd
Sögur fyrir svefninn 1 cd
Sögur fyrir svefninn 2 cd Fyrst ég gat hætt cd Blöndukúturinn cd Borgfirsk blanda eftirminnilegir atburðir cd Borgfirsk blanda kynlegir kvistir cd
Hljóðbókamarkaðurinn stækkar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Breytt 30.6.2008 kl. 10:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.6.2008 | 10:35
Prjónablogg
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.6.2008 | 10:41
Riddarar söngsins
gerðu stormandi lukku síðastliðið laugardagskvöld á Café Flórunni. Færri komust að en vildu á þennan einstaka viðburð sem tónleikarnir voru. Þau, sem kalla sig Riddara söngsins, eru: Þórarinn Hjartarson og Ösp Kristjánsdóttir syngja, Kristinn H. Árnason spilar á gítar, Birgir Bragason á kontrabassa og Hjörleifur Valsson leikur ótrúlegar kúnstir á fiðluna. Þórarinn rakti ástarsögu Páls og Ragnhildar og inn á milli sungu þau og Árni Hjartarson las nokkur áhrifamikil ljóð. Þau fengu þvílíkar undirtektir að þakið ætlaði af húsinu og allar bækurnar seldust upp og kalla þurfti til fleiri bækur til metta fjöldan - hungraðan í ljóð Páls Ólafssonar.
Myndir af atburðinum eru í albúmi á kantinum hér til vinstri og þar er hægt að sjá gleðina og hæfileikana sem fóru saman þetta sumarkvöld í júní.
Bækur | Breytt s.d. kl. 11:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.6.2008 | 10:17
Eg skal kveða um eina þig alla mína daga
Eftir Pál liggur eitt mesta safn ástarljóða nokkurs íslensks skálds og núna er þessum arfi í fyrsta sinn safnað í eina bók og birtur fjöldi kvæða og vísna sem ekki hafa áður sést á prenti. Ástarljóðin eru fyrst og síðast skáldleg tilfinningatjáning en í tímaröð mynda þau jafnframt ástarsögu þeirra Páls og Ragnhildar Björnsdóttur.
Þórarinn Hjartarson tók efnið saman of skrifarskýringartexta. Hann hefur áður fengist við Pál Ólafsson og sýnt fram á að fá skáld, ef nokkur, eru söngrænni en Páll og hann á sinn stað í hjarta þessarar þjóðar. Það sýnir Þórarinn í verki því hann er ennfremur einn fimmti af hópnum Riddarar söngsins sem kemur saman endrum og eins til að hylla Pál Ólafsson.
Riddarar söngsins munu troða upp í versluninni Tólf tónum á Skólavörðustíg föstudaginn 13. júní kl. 17.00 og í Café Flóru í Grasagarðinum í Laugardal laugardagskvöldið 14. júní kl. 21 í tilefni af útgáfu bókarinnar. Hópurinn er svo skipaður: Þórarinn Hjartarson og Ösp Kristjánsdóttir syngja, Hjörleifur Valsson leikur á fiðlu, Kristinn H. Árnason á gítar og Birgir Bragason á kontrabassa. Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Bækur | Breytt 30.6.2008 kl. 11:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.6.2008 | 11:09
Gleðifréttir
Hugmyndabókin hans Fredriks Häréns virðist vera vinsæl útskriftargjöf því hún er komin uppí 5 sæti metsölulistans í flokki handbóka/fræðibóka og ævisagna og hin nýja og stórskemmtilega ferðbabók 50 Crazy things to do in Iceland er í 13 sæti sama lista. 50 crazy (eins og við hérna uppá Sölku köllum hana) er greinilega að slá í gegn því ekki eru margar vikur síðan hún kom út og hún er strax komin á metsölulistan.
Snæfríður Ingadóttir, sem tók saman 50 klikkaðar hugmyndir um það sem hægt er að gera á Íslandi, er að klára Leiðsögumannaskólann og notaði sérfræðiþekkingu sína þegar hún skrifaði bókina. Meðal þeirra 50 hugmynda sem eru í bókinni er.... - við segjum ekki frá - ef þið viljið vita það þá verðið þið að kíkja í bókina.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.6.2008 | 09:32
Aðdáandablogg
Bókin hennar Elizabeth Gilbert; Eat pray love hefur fengið þvílíkar viðtökur síðan hún kom út fyrir tveimur árum að ekki nóg með það að konur eru farnar að leggja uppí ferðalög um Evrópu til að finna sjálfar sig heldur er til heilt blogg sem fjallar bara um bókina, umfjöllun um bókina og karaktera úr bókinni.
Bloggið kallast The info-news blog for fans of Eat Pray Love og þar kemur meðal annars fram mynd og viðtal við einn karakterinn og vel er fylgst með viðtölum við Liz og því sem í þeim kemur fram.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Konur eiga orðið allan ársins hring legðu orð í belg
- Heimasíðan
- Bókabúðin
- Hugmyndabókin
- Bókatíðindi félag íslenskra bókaútgefanda
- Höfundaréttur
- Rithöfundasambandið
Bækur
Nýjar bækur
-
Falleg ferðahandbók með yfir 600 myndum af Íslandi sem teknar voru af Rafni Hafnfjörð með texta eftir Ara Trausta Guðmundson
: Focus on Iceland
Tónhlaða
Bloggvinir
- almaogfreyja
- andreaolafs
- annapala
- annabjo
- birgitta
- bryndisisfold
- austurlandaegill
- eddabjo
- thesecret
- gurrihar
- handtoskuserian
- hildurhelgas
- hlynurh
- jenfo
- jensgud
- katrinsnaeholm
- kristjanb
- domubod
- margretloa
- brandarar
- hafstein
- raksig
- salvor
- steingerdur
- klarak
- vefritid
- para
- agustolafur
- thoragud
- bokakaffid
- lucas
- gbo
- jgfreemaninternational
- astroblog
- slembra
- steinunnolina