Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009
26.2.2009 | 10:15
Bókamarkaður í Perlunni 2009
Laugardaginn 28. febrúar opnar árlegur bókamarkaður Félags íslenskra bókaútgefenda í Perlunni. SALKA verður að sjálfsögðu á staðnum og í ár höfum við um 170 titla til sölu á frábæru verði.
Nýbreytni ársins er að við sendum m.a. þó nokkrar alveg nýjar bækur upp í Perlu, má þar t.d. nefna Dagbók Hélène Berr, sem fengið hefur gríðargóða dóma núna síðast í Bakþönkum Gerðar Kristnýjar. Eins verður hægt að finna fjölbreytt úrval sívinsælla SÖLKU-bóka, á borð við 101 hollráð eftir Victoriu Moran, Kaupmannahafnarbækur Guðlaugs Arasonar og Ætigarðinn eftir Hildi Hákonardóttur.
Klassíkerar eins og Mary Poppins, Lilja (sem allir vildu kveðið hafa) og baráttusögurnar um Þóru verða á sínum stað, fjölbreytt úrval ljóðabóka, barnabóka, handbóka, matreiðslubóka o.s.frv. o.s.frv. SALKA lætur ekki sitt eftir liggja ;)
Bókamarkaðurinn í Perlunni verður haldinn daga 28. febrúar - 15. mars 2009 og er opinn frá 10-18 alla dagana.
Bækur | Breytt s.d. kl. 10:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.2.2009 | 09:27
Amen í dönskum dómi
Tine Marie Winther, bókmenntagagnrýnandi á dagblaðinu Politiken í Danmörku, líkir Afleggjara Auðar A. Ólafsdóttur við gullaldarmálverk eða fallega altaristöflu. Í dóminum, sem lesa má í heild sinni hér, ítrekar Winther kristilegar vísanir bókarinnar með því að kalla hana fallega og undarlega systur Da Vinci lykilsins. Þó án krimma-vinkils eða andstyggilegheita:
Fyrst og fremst er svo notalegt að lesa skáldsögu þar sem ekki er að finna eina einustu vondu manneskju. Persónurnar geta verið séðar og jafnvel notfært sér annað fólk, en verra verður það ekki og það gerist í mesta lagi til þess að fá í gegn einhvern minniháttar greiða.
Dómurinn er sérlega jákvæður, persónusköpun Auðar þykir trúverðug, handverki og skáldskapargáfu hrósað í hástert. Hún mælir eindregið með þessu fallega, sérstaka og verðuga framlagi Íslendinga til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. AMEN!
Bækur | Breytt s.d. kl. 10:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.2.2009 | 10:50
Dag(atals)bók
Næstkomandi sunnudag, 22. febrúar, byrjar Góan - á konudag!
Þetta vitum við Sölkur, vegna þess að konudagur er (að sjálfsögðu) merktur inn í okkar góðu dagatalsbók 2009: Konur eiga orðið allan ársins hring. Með hækkandi sól og hlýnandi veðri finnst okkur ekki verra að geta skipulagt tíma okkar, párað niður hugsanir og krassað litlar krúsídúllur í bók sem gefur meira en bara að telja daga ársins.
Það er ekkert skrýtið að dagatalsbækurnar hafa vakið mikla athygli, enda eru þær einstakar. Hugmyndin með bókunum er að skapa vettvang þar sem allar konur geta komið að hugrenningum, spakmælum og pælingum. Allt kemst því miður ekki fyrir á prenti, en allir geta sent okkur myndir eða eina til tvær setningar um lífið og tilveruna, sem við veljum úr. Við erum þegar farnar að safna í bókina fyrir 2010! Og stundum er svo gott bara að skrifa hugsanir sínar fyrir sjálfa sig. Fallega dagatalsbók má lika nota sem dagbók.
Tíminn líður og nú fer hver að verða síðastur að fá sér bleika bók fyrir 2009. Staflarnir lækka í lagerhillunni hjá okkur. Enda er bókin ótrúlega töff og myndræn framsetning er fallega útfærð af Myrru Leifsdóttur. Alls eiga 80 konur orð og list í bókinni og þær eru á aldrinum átta til hundrað ára!
Eins eiga dagatalsbækurnar eigin "grúppu" á facebook og þar viljum við auðvitað heyra frá sem flestum. T.d. er hægt að pósta hugrenningum eða benda okkur á merkar konur til að minnast. Skrifið okkur t.d. eitthvað sniðugt í tilefni konudagsins!
Konur eru konum bestar og konur eiga orðið - allan ársins hring!
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.2.2009 | 09:43
Matur og tími
Þegar óreiða samfélagsins virðist ætla um koll að keyra getur verið ágætt að hafa reiður á sínum málum heimafyrir.Yfirsýn og gott skipulag getur verið lykillinn að farsælu fjölskyldulífi og hagkvæmu heimilisbókhaldi. Mjög í anda búsáhaldabyltingar ákvað SALKA að gefa út fallegt eldhúsdagatal til að auðvelda húsmæðrum og feðrum þessa lands að fylgjast með tímanum.
Dagatalið hannaði Helgi Hilmarsson. Hver mánuður er skemmtilega myndskreyttur matartegund og nöfn hinna ýmsu ávaxta, grænmetis, bauna og kryddjurta skráð við hverja mynd. Dagatalið er þannig í senn fræðandi og fallegt, í gjöf eða heim á eigin vegg. Eldhúsin lifi!
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.2.2009 | 11:08
Bakþankar um dagbók
Dagbók Hélène Berr hefur áhrif á alla sem hana lesa. Hvernig skyldi maður sjálfur bregðast við slíkum áföllum og hörmungum sem gyðingar í Evrópu stóðu frammi fyrir í seinni heimstyrjöld? Og hvernig stendur á því að sambærilegar hörmungar geta sífellt verið að endurtaka sig? Nú síðast velti Gerður Kristný fyrir sér stjörnuprýddri sögu þessarar ungu Sorbonne-stúlku í bakþönkum í Fréttablaði gærdagsins. Þar skrifar hún m.a.:
Það gerist allt of sjaldan að bók heilli mann svo mikið a ð hún víkur ekki úr huganum löngu eftir að lestrinum er lokið. Nú fyrir jólin kom ein slík bók út, Dagbók Hélène Berr í þýðingu Ólafar Pétursdóttur. ... Þótt verið sé að lýsa grimmd, sorg, nötrandi hræðslu og niðurlægingunni yfir að þurfa að bera gulu gyðingastjörnuna skín ást Hélène til ungra skjólstæðinga sinna alltaf í gegn og fegurð heimaborgar hennar, Parísar. Fyrst og fremst lýsir dagbókin samt ótrúlegum kjarki ungrar konu sem afhenti vinnukonunni skrifin sín með reglulegu millibili ef vera skyldi að hún yrði sjálf handtekin næst. Hélène Berr fannst mikilvægara að koma vitnisburði sínum undan en sjálfri sér, vitnisburði sem fær fólk nú 50 árum síðar til að falla í stafi.
Lesið allan pistil Gerðar Kristnýjar hér.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Konur eiga orðið allan ársins hring legðu orð í belg
- Heimasíðan
- Bókabúðin
- Hugmyndabókin
- Bókatíðindi félag íslenskra bókaútgefanda
- Höfundaréttur
- Rithöfundasambandið
Bækur
Nýjar bækur
-
Falleg ferðahandbók með yfir 600 myndum af Íslandi sem teknar voru af Rafni Hafnfjörð með texta eftir Ara Trausta Guðmundson
: Focus on Iceland
Tónhlaða
Bloggvinir
- almaogfreyja
- andreaolafs
- annapala
- annabjo
- birgitta
- bryndisisfold
- austurlandaegill
- eddabjo
- thesecret
- gurrihar
- handtoskuserian
- hildurhelgas
- hlynurh
- jenfo
- jensgud
- katrinsnaeholm
- kristjanb
- domubod
- margretloa
- brandarar
- hafstein
- raksig
- salvor
- steingerdur
- klarak
- vefritid
- para
- agustolafur
- thoragud
- bokakaffid
- lucas
- gbo
- jgfreemaninternational
- astroblog
- slembra
- steinunnolina