Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009
30.3.2009 | 09:17
Áfram Afleggjarinn!
Bókin Afleggjarinn eftir Auði A. Ólafsdóttur heldur áfram að gera það gott. Auk Menningarverðlauna DV 2008, Fjöruverðlaunanna 2008 og tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2009, vekur bókin áhuga og aðdáun útgefenda hvar sem hún kemur.
Bókin er komin út á dönsku og hefur fengið lof gagnrýnenda þar. Í síðustu viku fjallaði Jórunn Sigurðardóttir um bókina í þættinum Seiðir og hélög á Rás 1 og ræddi þá m.a. við þýðanda bókarinnar á dönsku, Erik Skyum Nielsen. Þáttinn má hlusta á hér.
Nú hefur verið gengið frá samningum stórforlagið Suhrkamp Insel um útgáfu Afleggjarans á þýsku. Auk þess er SALKA í viðræðum við forlög víðar, m.a. á hinum norðurlöndunum og í Frakklandi, um þýðingar. Við erum stoltar af velgengni Auðar og hlökkum til að glugga í sem flestum útgáfum af þessari óvenjulegu og einstaklega vel skrifuðu bók.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.3.2009 | 14:32
Sölkukvöld með Maxine
Bækur | Breytt 25.3.2009 kl. 14:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.3.2009 | 14:00
Kæra kona!
Þér er í sjálfsvald sett um hvað þú skrifar; svo lengi sem það er frá eigin brjósti:ÞÚ ÁTT ORÐIÐ. Við erum ekki að leita að löngum eða lærðum hugleiðingum heldur stemmningu, einlægni og hispursleysi.
HUGLEIÐINGUM ÞARF AÐ SKILA FYRIR 15.APRÍL Á EFTIRFARANDI NETFANG: kristin@salkaforlag.is eða kria@internet.is
Ef þú vilt sjá hugleiðingar úr fyrri bókum geturðu kíkt á heimasíðu SÖLKU.
Eins og áður myndskreytir listakonan frækna Myrra Leifsdóttir bókina og velur ljósmyndir.
Okkur þætti vænt um ef þú áframsendir þetta bréf á allar konur sem þú þekkir því við leitum að konum á öllum aldri, með mismunandi reynslu og lífsstíl. Í dagatalsbókinni 2009 er sú elsta 100 ára verkakona og sú yngsta 8 ára skólastelpa!
KONUR UM ALLT LAND Á ÖLLUM ALDRI! TJÁIÐ YKKUR BÚUM TIL BÓK SAMAN!
FRAMKVÆMD VERKEFNIS
- Við förum yfir allar innsendar hugleiðingar og veljum þær sem okkur finnst henta best í bókina.
- Eftir að hafa valið 64 hugleiðingar (í byrjun hverrar viku og hvers mánaðar) látum við viðkomandi vita hvort hann hafi orðið fyrir valinu.
- Sem þakklætisvott fá höfundar þeirra hugleiðinga sem eru valdar, eina dagatalsbók að gjöf.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.3.2009 | 09:01
Fyrirtaks fermingargjöf
Þura tekur afgerandi afstöðu gegn of miklu sminki sérstaklega á ungum stelpum. Einn kafli bókarinnar fjallar um förðun unglinga og þar segir hún m.a.: Mér hefur alltaf fundist að ungar stelpur ættu að nota frekar minna en meira af förðunarvörum og njóta æskunnar, í stað þess að vera að flýta sér að fullorðnast. Í kaflanum kennir Þura einföld grunnatriði um hreinsun og umhirðu húðar, fyrstu förðunarvörurnar, trix fyrir stelpur með spangir og fyrst og fremst að fegurðin kemur innan frá! Þessi, eins og aðrir kaflar bókarinnar, er yfirlætislaus og aðgengilegur og góð gjöf sem fellur vel í kramið hjá bæði fermingarstúlkum og foreldrum þeirra.
Gerður Kristný dæmdi bókina í Mannamáli 15. desember sl. og sá einmitt þessa kosti bókarinnar. Hún segir m.a.:Ég sé fyrir mér að þessi bók eigi eftir að eiga langan líftíma. Þetta er fyrirtaks fermingargjöf í vor og hún er ekkert að skafa utan af því hún Þuríður, hún bara vill að ungar konur, sem og þær eldri, séu ekkert að farða sig of mikið.
Bækur | Breytt s.d. kl. 09:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.3.2009 | 15:33
Salka fer í bíó
Hófsemi og einfaldleiki. Það eru nýju kjörorðin mín. Ég ætla að hefja nýtt líf með allt á hreinu og ég ætla ekki að eyða einu einasta pundi. Ekki einu einasta. Ég meina, þegar þú pælir í því, hve miklum peningum eyðum við á hverjum degi? Ekki skrítið að ég sé komin í smá mínus. Og það er nú eiginlega ekki mér að kenna. Ég hef einfaldlega beðið lægri hlut fyrir vestrænni efnishyggju og ef þú spyrð mig þá þarf maður sko að hafa viljastyrk á við fíl til að standast hana...
Búðaráp og kaupæði eru ekki helstu kostir þeirra kvenna sem stunda slíkt. Síst af öllu núna, þegar fjárhagsleg óráðsía er auðvitað bara agalega mikið 2007. En góð afþreying er sem betur fer ekki óskynsamleg á þessum síðustu og verstu tímum. Og því þá ekki að fá útrás fyrir velfalinn innri eyðslupúkann með því að sökkva sér í hugarheim kaupalkans Rebeccu Bloomwood í smá stund.
Um þessar mundir sýna Sambíóin kvikmyndina Confessions of a Shopaholic, sem byggð er á samnefndri, geysivinsælli metsölubók Sophie Kinsella. SALKA gaf bókina út fyrst 2005, í þýðingu Ragnheiðar Bjarnadóttur. Draumaveröld kaupalkans er fyndin og yndisleg lesning, það er erfitt ekki að heillast af hinni siðlausu og kaupóðu aðalpersónu sem Isla Fisher hefur fengið mikið lof fyrir á hvíta tjaldinu. Já, maður kann meira að segja að kannast pínulítið við sig í henni. Og SALKA ætlar að skella sér í bíó á meðan hún bíður eftir næstu bók um kaupalkann, sem kemur út á íslensku snemma í sumar!
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Konur eiga orðið allan ársins hring legðu orð í belg
- Heimasíðan
- Bókabúðin
- Hugmyndabókin
- Bókatíðindi félag íslenskra bókaútgefanda
- Höfundaréttur
- Rithöfundasambandið
Bækur
Nýjar bækur
-
Falleg ferðahandbók með yfir 600 myndum af Íslandi sem teknar voru af Rafni Hafnfjörð með texta eftir Ara Trausta Guðmundson
: Focus on Iceland
Tónhlaða
Bloggvinir
- almaogfreyja
- andreaolafs
- annapala
- annabjo
- birgitta
- bryndisisfold
- austurlandaegill
- eddabjo
- thesecret
- gurrihar
- handtoskuserian
- hildurhelgas
- hlynurh
- jenfo
- jensgud
- katrinsnaeholm
- kristjanb
- domubod
- margretloa
- brandarar
- hafstein
- raksig
- salvor
- steingerdur
- klarak
- vefritid
- para
- agustolafur
- thoragud
- bokakaffid
- lucas
- gbo
- jgfreemaninternational
- astroblog
- slembra
- steinunnolina