Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009
21.7.2009 | 12:41
Kunna konur ekki að grilla?
Thomas Möller, lífskúnstner og matreiðslubókahöfundur m.m., er sannfærður um að karlmenn hafi í sér grill-gen. Hann færir fyrir því mannfræðileg rök að menn séu til þess gerðir að brillera við grillið. Og nú á dögum, þegar konur eru farnar að spila golf, bóna bíla og veiða lax, telur Thomas grillið vera eitt síðasta vígi karlmennskunnar.
En, að grilla er ekki auðvelt! Hver kannast ekki við sótgrillaðar eðalsteikur og hálfhráar kjúklingabringur grillmeistarans, sem á kannski flottasta grillið í botnlanganum... en stendur fyrir lélegustu matseldinni?
Þess vegna er Thomas nú mættur aftur til leiks, eftir gríðarlegar vinsældir fyrstu matreiðslubókar hans, Eldaðu maður!,með splunkunýja bók fyrir karlana. Í Grillaðu maður!eru uppskriftirnar sérstaklega hannaðar fyrir karlmenn. - Þær eru einfaldar, auðveldar og fljótlærðar! En það sem meira er - þær eru frumlegar og koma á óvart!
Stútfull af glóðvolgum grillráðum, græju-lýsingum og góðum hugmyndum er Grillaðu maður! "alvöru grillbók - fyrir alvöru karlmenn"! ... Er það af því að við konur kunnum ekki að grilla, gerum það ekki eða af því að við þurfum ekki á leiðbeiningunum að halda?
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Konur eiga orðið allan ársins hring legðu orð í belg
- Heimasíðan
- Bókabúðin
- Hugmyndabókin
- Bókatíðindi félag íslenskra bókaútgefanda
- Höfundaréttur
- Rithöfundasambandið
Bækur
Nýjar bækur
-
Falleg ferðahandbók með yfir 600 myndum af Íslandi sem teknar voru af Rafni Hafnfjörð með texta eftir Ara Trausta Guðmundson
: Focus on Iceland
Tónhlaða
Bloggvinir
- almaogfreyja
- andreaolafs
- annapala
- annabjo
- birgitta
- bryndisisfold
- austurlandaegill
- eddabjo
- thesecret
- gurrihar
- handtoskuserian
- hildurhelgas
- hlynurh
- jenfo
- jensgud
- katrinsnaeholm
- kristjanb
- domubod
- margretloa
- brandarar
- hafstein
- raksig
- salvor
- steingerdur
- klarak
- vefritid
- para
- agustolafur
- thoragud
- bokakaffid
- lucas
- gbo
- jgfreemaninternational
- astroblog
- slembra
- steinunnolina