28.5.2008 | 09:06
Garður guðsmóður
Skemmtileg tilviljun því við gáfum einmitt út bók um þessa eyju fyrir tveimur árum. Hana skrifaði hin mikli Grikklandsáhugamaður Sigurður A. Magnússon og hún heitir Garður guðsmóður - munkaríkið Aþos Elsta lýðveldi í heimi. Sigurður hefur tvívegis sótt heim munkaríkið Aþos og í bókinni segir hann frá ferðunum á þessar ævintýraslóðir þar sem tíminn stendur í stað.
Gríska munkríkið Aþos er einstakt í veröldinni. Þó að María guðsmóðir sé verndari þess hefur ekkert kvenkyns (nema fuglar og flugur) mátt koma þar inn fyrir landamærin síðan ríkið var stofnað árið 963. Frá Aþosfjalli teygir sig í norður 60 kílómetra langur skagi og eftir honum endilöngum rís samfelldur fjallgarður. Í snarbröttum hlíðum hans og dalverpum standa á víð og dreif umfangsmikil klaustur sem minna á rammgera miðaldakastala og einsetumannakofar sem mynda lítil þorp eða hanga utan í fjallshlíðunum. Á 13du öld voru klaustrin 200 talsins, en ekki nema 20 í lok 14du aldar. Hefur sú tala haldist óbreytt fram á þennan dag. Fjöldi munka hefur verið breytilegur, til að mynda voru þeir 7.432 árið 1903, en eru nú innan við 2000. Aþos var skráð númer 179 á heimsminjaskrá UNESCO árið 1988. Áður fyrr gátu gestir dvalist á Aþos sér að kostnaðarlausu eins lengi og þá lysti, en nú eru dvalarleyfi einungis veitt til fjögurra daga og eins og gefur að skilja er aðeins tekið á móti karlmönnum.
Hægt er að nálgast bókina á www.salkaforlag.is
![]() |
Þúsund ára gamalt kvennabann brotið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Konur eiga orðið allan ársins hring legðu orð í belg
- Heimasíðan
- Bókabúðin
- Hugmyndabókin
- Bókatíðindi félag íslenskra bókaútgefanda
- Höfundaréttur
- Rithöfundasambandið
Bækur
Nýjar bækur
-
Falleg ferðahandbók með yfir 600 myndum af Íslandi sem teknar voru af Rafni Hafnfjörð með texta eftir Ara Trausta Guðmundson
: Focus on Iceland
Tónhlaða
Bloggvinir
-
almaogfreyja
-
andreaolafs
-
annapala
-
annabjo
-
birgitta
-
bryndisisfold
-
austurlandaegill
-
eddabjo
-
thesecret
-
gurrihar
-
handtoskuserian
-
hildurhelgas
-
hlynurh
-
jenfo
-
jensgud
-
katrinsnaeholm
-
kristjanb
-
domubod
-
margretloa
-
brandarar
-
hafstein
-
raksig
-
salvor
-
steingerdur
-
klarak
-
vefritid
-
para
-
agustolafur
-
thoragud
-
bokakaffid
-
lucas
-
gbo
-
jgfreemaninternational
-
astroblog
-
slembra
-
steinunnolina
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.