Leita í fréttum mbl.is

Garður guðsmóður

Skemmtileg tilviljun því við gáfum einmitt út bók um þessa eyju fyrir tveimur árum. Hana skrifaði hin mikli Grikklandsáhugamaður Sigurður A. Magnússon og hún heitir Garður guðsmóður - munkaríkið Aþos Elsta lýðveldi í heimi. Sigurður hefur tvívegis sótt heim munkaríkið Aþos og í bókinni segir hann frá ferðunum á þessar ævintýraslóðir þar sem tíminn stendur í stað.

Gardur gudsmodur_litilGríska munkríkið Aþos er einstakt í veröldinni. Þó að María guðsmóðir sé verndari þess hefur ekkert kvenkyns (nema fuglar og flugur) mátt koma þar inn fyrir landamærin síðan ríkið var stofnað árið 963. Frá Aþosfjalli teygir sig í norður 60 kílómetra langur skagi og eftir honum endilöngum rís samfelldur fjallgarður. Í snarbröttum hlíðum hans og dalverpum standa á víð og dreif umfangsmikil klaustur sem minna á rammgera miðaldakastala og einsetumannakofar sem mynda lítil þorp eða hanga utan í fjallshlíðunum. Á 13du öld voru klaustrin 200 talsins, en ekki nema 20 í lok 14du aldar. Hefur sú tala haldist óbreytt fram á þennan dag. Fjöldi munka hefur verið breytilegur, til að mynda voru þeir 7.432 árið 1903, en eru nú innan við 2000. Aþos var skráð númer 179 á heimsminjaskrá UNESCO árið 1988. Áður fyrr gátu gestir dvalist á Aþos sér að kostnaðarlausu eins lengi og þá lysti, en nú eru dvalarleyfi einungis veitt til fjögurra daga – og eins og gefur að skilja er aðeins tekið á móti karlmönnum.

 Hægt er að nálgast bókina á www.salkaforlag.is


mbl.is Þúsund ára gamalt kvennabann brotið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Salka skrifar

Bókaútgáfan Salka ehf
Bókaútgáfan Salka leggur megináherslu á útgáfu bóka sem höfða til kvenna en einnig handbóka af ýmsu tagi fyrir alla.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Bækur

Nýjar bækur

  • Rafn Hafnfjörð og Ari Trausti Guðmundsson: Focus on Iceland
    Falleg ferðahandbók með yfir 600 myndum af Íslandi sem teknar voru af Rafni Hafnfjörð með texta eftir Ara Trausta Guðmundson
    *****

Tónhlaða

Heiðdís Norðfjörð - Mídas konungur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband