Leita í fréttum mbl.is

Afleggjarinn kvikmyndaður

nullFramleiðslufyrirtækið WhiteRiver Productions, í eigu Elfars Aðalsteinssonar og Önnu Maríu Pitt, hefur keypt kvikmyndaréttinn að skáldsögunni Afleggjarinn eftir Auði A. Ólafsdóttur sem á dögunum fékk bæði Menningarverðlaun DV í bókmenntum 2008 og Bókmenntaverðlaun kvenna, Fjöruverðlaunin, fyrir bókina.

Höfundurinn gerði einnig samning um að koma að handritsgerð kvikmyndarinnar og er sú vinna þegar hafin. Ráðgert er að handritsvinnu ljúki í haust.

Verkefnið er viðamikið og munu bæði íslenskir og erlendir aðilar koma að gerð myndarinnar. Leikarahópurinn mun einnig verða alþjóðleg blanda, en höfuðpersóna bókarinnar er kornungur faðir sem eignast ,,guðdómlegt" stúlkubarn með vinkonu vinar síns. Þegar barnið er nokkurra mánaða tekst hann á hendur ævintýralega ferð til að rækta rósir í fjarlægum klausturgarði. Á hinum framandi stað stendur söguhetjan andspænis áleitnum spurningum um tilvist mannsins, líkama og dauða. Aðrar helstu persónur bókarinnar eru kaþólskur prestur sem talar 34 tungumál, stúlkubarnið guðdómlega sem á sér tvífara í gamalli altaristöflu í þorpinu, að ógleymdri móðurinni sem er að læra mannerfðafræði en langar að gera ýmislegt áður en hún tekst á við móðurhlutverkið.

Áætlað er að tökur á Afleggjaranum muni hefjast í lok næsta árs og fara fram bæði á Íslandi og í suður Evrópu þar sem bókin gerist að stórum hluta til í litlu þorpi á fjarlægum stað.


mbl.is Rósir, kynlíf og dauðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Salka skrifar

Bókaútgáfan Salka ehf
Bókaútgáfan Salka leggur megináherslu á útgáfu bóka sem höfða til kvenna en einnig handbóka af ýmsu tagi fyrir alla.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Bækur

Nýjar bækur

  • Rafn Hafnfjörð og Ari Trausti Guðmundsson: Focus on Iceland
    Falleg ferðahandbók með yfir 600 myndum af Íslandi sem teknar voru af Rafni Hafnfjörð með texta eftir Ara Trausta Guðmundson
    *****

Tónhlaða

Heiðdís Norðfjörð - Mídas konungur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband