Leita í fréttum mbl.is

Síðasti fyrirlesturinn


Randy Pausch, höfundur bókarinnar, Síðasti fyrirlesturinn (Last Lecture), lést fyrir aldur fram, aðeins 46 ára gamall. Þegar hann fékk að vita að hann ætti örfáa mánuði eftir ólifaða varð honum hugsað til hefðarinnar um „síðasta fyrirlesturinn“ en undir þeirri yfirskrift eru kennarar í bandarískum háskólum beðnir um að líta yfir starfsferil sinn áður en þeir ljúka störfum.

Þegar hann þurfti að kveðja sinn starfsvettvang í Carnegie Mellon háskóla þar sem hann var prófessor í tölvunarfræðum ákvað hann að fjalla um lífsferil sinn í stað starfsferils. Hann beindi þó ekki sjónum sínum að endalokunum heldur mikilvægi þess að stefna að ákveðnu takmarki.

Síðasti fyrirlesturinn hlaut heimsathygli vegna hinna uppörvandi skilaboða sem sett eru fram af einstökum húmor, visku og skilningi á mannlegu eðli.

Ólöf Pétursdóttir þýddi bókina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann G. Frímann

Er bókin komin út?

Jóhann G. Frímann, 21.11.2008 kl. 17:41

2 Smámynd: Bókaútgáfan Salka ehf

já, þú getur fengið hana í öllum betri bókaverslunum

Bókaútgáfan Salka ehf, 24.11.2008 kl. 10:22

3 Smámynd: Jóhann G. Frímann

Salka mín. Þetta er frábær bók og vonandi versnaði hún ekki við yfirlestur minn! Sláandi að sjá höfundinn svona ljóslifandi í myndinni hér frá síðasta fyrirlestrinum. Randy Pausch var magnaður karakter. Fær yfirlesarinn ekki sent eintak? Svo er hann meira en tilbúinn í meira. Það er gaman að gera góða texta enn betri.

Jóhann G. Frímann, 24.11.2008 kl. 18:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Salka skrifar

Bókaútgáfan Salka ehf
Bókaútgáfan Salka leggur megináherslu á útgáfu bóka sem höfða til kvenna en einnig handbóka af ýmsu tagi fyrir alla.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Bækur

Nýjar bækur

  • Rafn Hafnfjörð og Ari Trausti Guðmundsson: Focus on Iceland
    Falleg ferðahandbók með yfir 600 myndum af Íslandi sem teknar voru af Rafni Hafnfjörð með texta eftir Ara Trausta Guðmundson
    *****

Tónhlaða

Heiðdís Norðfjörð - Mídas konungur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband