Leita í fréttum mbl.is

Bauð fram aðstoð sína fyrir Íslendinga

vm01Victoria Moran hinn þekkti fyrirlesari og rithöfundur verður með fyrirlestur á Grand Hótel Reykjavík fimmtudagskvöldið 30 október kl. 19:00. Aðgangur er ókeypis á meðan að húsrúm leyfir.

Tilgangurinn með komu hennar til Íslands er að hvetja Íslendinga til að halda áfram, bera höfuðið hátt og láta ekki deigan síga þótt á móti blási .

Vegna tengsla hennar við Ísland og mikils áhuga á landi og þjóð þá bauðst hún til að koma hingað og vera með hvetjandi fyrirlestur og miðla af reynslu sinni. Hún hefur séð hina miklu umfjöllun um fjármálakreppuna á Íslandi, og hún upplifir að fréttaflutningur sé nánast eingöngu á neikvæðum nótum.

Með jákvæðum huga hefu Victoriu tekist að þróa öflugar aðferðir til að gæða hversdagslífið töfrum og efla innri frið og hugarró.

Með reynslu sinni og visku miðlar hún á einfaldan og greinargóðan hátt og vísar á leiðir til að öðlast kjark og yfirvegun; sjálfstraust, bjartsýni og vellíðan svo fólk megi njóta hverrar stundar til hins ítrasta.

Victoria hefur gefið út 10 bækur sem fjalla um hennar lífsýn og aðferðir til að lifa lífinu á jákvæðan hátt. Hún er mjög eftirsóttur fyrirlesari í Bandaríkjunum og hefur haldið fjölmarga fyrirlestra um allt landið og raunar víða um heim. Nánari upplýsingar um hana er að finna á heimasíðu hennar www.victoriamoran.com.

Hjá Sölku hafa komið út þrjár bækur á íslensku eftir Victoriu. Þær heita; 101 hollráð, Fegraðu líf þitt og Láttu ljós þitt skína.

Victoria hefur áður komið til Íslands og henni þykir vænt um landið. Henni finnst að Íslendingar gætu haft gott af því að fá jákvæða strauma og stuðning frá erlendum aðilum við þetta mótlæti. Þess vegna ákvað hún að koma og vera með hvetjandi fyrirlestur á Grand Hótel Reykjavík næst komandi fimmtudagskvöld. Eins og áður hefur komið fram gerir Victoria þetta að eigin frumkvæði og Íslendingum að kostnaðarlausu. Grand Hótel býður henni upp á gistinguna. Fyrirlesturinn hefst klukkan 19:00 og stendur í um það bil klukkustund. Eftir það gefst áheyrendum úr sal tækifæri til að spyrja spurninga. Áformað er að spurningum ljúki klukkan 20:30.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Salka skrifar

Bókaútgáfan Salka ehf
Bókaútgáfan Salka leggur megináherslu á útgáfu bóka sem höfða til kvenna en einnig handbóka af ýmsu tagi fyrir alla.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Bækur

Nýjar bækur

  • Rafn Hafnfjörð og Ari Trausti Guðmundsson: Focus on Iceland
    Falleg ferðahandbók með yfir 600 myndum af Íslandi sem teknar voru af Rafni Hafnfjörð með texta eftir Ara Trausta Guðmundson
    *****

Tónhlaða

Heiðdís Norðfjörð - Mídas konungur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband