Leita í fréttum mbl.is

Sölkukvöld 27. nóvember á Café Loka – Lokastíg 28


 

Að þessu sinni verður Sölkukvöldið tileinkað bókum sem eiga það sameiginlegt að spyrja spurninga og varpa nýju ljósi á söguna. Bækurnar sem kynntar verða eru:

 

Ást, kynlíf og hjónaband eftir dr. Sólveigu Önnu Bóasdóttur. Sólveig Anna veltir því m.a. fyrir sér hvort kristin kynlífssiðfræði torveldi konum og börnum að ráða yfir eigin líkama og hvetji til ofbeldis gegn þeim.

 

María Magdalena – vændiskona eða vegastjarna eftir sr. Þórhall Heimisson. Hver var María Magdalena? Hvers vegna hvílir svo mikill leyndardómur yfir sögu hennar og hvers vegna hafa svo margir augljóslega lagt mikið á sig til að hylja sporin sem hún markaði?

 

Blálandsdrottningin eftir Hildi Hákonardóttur. Þar er á nýstárlegan hátt rakin saga kartöflunnar og þetta kvöld beinir Hildur sjónum að því þegar Van Gogh ætlaði að gera vinkonu sinni kartöflunni greiða en endaði með því að gera henni óleik.

 

Slæðusviptingar eftir Höllu Gunnarsdóttur blaðamann. Bókin er ferðasaga sem byggist á viðtölum við þrettán íranskar konur um líf þeirra og störf. Lesandinn kynnist sögu og menningu fólksins sem byggir þetta umtalaða land og aðstæðum kvenna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Salka skrifar

Bókaútgáfan Salka ehf
Bókaútgáfan Salka leggur megináherslu á útgáfu bóka sem höfða til kvenna en einnig handbóka af ýmsu tagi fyrir alla.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Bækur

Nýjar bækur

  • Rafn Hafnfjörð og Ari Trausti Guðmundsson: Focus on Iceland
    Falleg ferðahandbók með yfir 600 myndum af Íslandi sem teknar voru af Rafni Hafnfjörð með texta eftir Ara Trausta Guðmundson
    *****

Tónhlaða

Heiðdís Norðfjörð - Mídas konungur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband