Leita í fréttum mbl.is

Upplestrar víða um land

hvar_er_systir_minSpútnik höfundarnir Ari Kr. Sæmundsen og Eyrún Ýr Tryggvadóttir ferðast nú víða og lesa upp úr nýútkomnum bókum sínum.

Ari las upp úr smásagnasafni sínu Með stein í skónum í Hjartavernd í morgun og var þar í góðum félagsskap Árna Þórarinssonar og Auðar Jónsdóttur. Með stein í skónum  er farinn í aðra prentun og má því segja að eftirspurnin sé mikil.

Eyrún er fulltrúi okkar norðan lands og las hún uppúr bók sinni - spennukrimmanum Hvar er systir mín á Amtbókasafninu á Akureyri. Eyrún stóð sig mjög vel í upplestrinum og þeir sem voru á svæðinu voru mjög ánægðir og skemmtilegar umræður spunnust.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann G. Frímann

Það hefði verið tilvalið að fá sér gott kaffi og skinkuhorn hjá honum Sardar í Amtskaffi og hlusta á hana Eyrúnu - en þetta fór fram hjá mér og ég er spældur.

Ég las bókina um daginn. Þetta er þrusureyfari hjá henni Eyrúnu á góðri og kjarnyrtri íslensku og ég fann svei mér þá ekki eina einustu villu í bókinni. Það er er óvanalegt og þakkarvert á þessum síðustu og verstu tímum þegar allt á að gerast á "nóinu".

Jóhann G. Frímann, 4.12.2008 kl. 20:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Salka skrifar

Bókaútgáfan Salka ehf
Bókaútgáfan Salka leggur megináherslu á útgáfu bóka sem höfða til kvenna en einnig handbóka af ýmsu tagi fyrir alla.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Bækur

Nýjar bækur

  • Rafn Hafnfjörð og Ari Trausti Guðmundsson: Focus on Iceland
    Falleg ferðahandbók með yfir 600 myndum af Íslandi sem teknar voru af Rafni Hafnfjörð með texta eftir Ara Trausta Guðmundson
    *****

Tónhlaða

Heiðdís Norðfjörð - Mídas konungur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband