Leita í fréttum mbl.is

Uppeldi fyrir umhverfið

Náttúran er lifandi og tekur ekki endalaust við óþarfa sorpi. Með því að nota umhverfisvænar bleyjur, mildar snyrtivörur og hreinsiefni, endurnýta föt og húsgögn, njóta útivistar og fækka bílferðum stundum við uppeldi fyrir umhverfið.

Bókin inniheldur hagnýtar uppástungur um grænt uppeldi. Katrín Jakobsdóttir alþingiskona og eiginmaður hennar Gunnar Sigvaldason þýddu.

 Sýnishorn úr bókinni: Uppeldi_f_umhverfid

Merkingar og umbúðir; efni sem ætti að forðast:

  • Soja- finnst í 60% af unnum mat og í „grænmetisolíu". Soja getur verið erfðabreytt án þess að vera merkt þannig. Soja er flutt meira en 8000 kílómetra á Evrópumarkað til að búa til fóður handa búfénaði á verksmiðjubýlum. Sojaræktun hefur haft í för með sér að þúsundum ferkílómetra af Amazonskóginum hefur verið eytt
  • Sætuefni- í Bandaríkjunum er Sakkarín (E954) flokkað sem „líklegur krabbameinsvaldur" : aspartam (E 951) getur verið taugaeitur: fundist hafa tengsl á milli kornsýróps með hlutfallslega miklum ávaxtasykri og sykursýki.
  • Transfitusýrur - (merktar sem olíur „hertar að hluta") eru algengar í unnum matvælum. Þær hafa ekkert næringargildi og tengjast kransæða - og hjartasjúkdómum.
  • Gervilitir - rannsókn frá árinu 2007 sýndi fylgni matarlita við ofvirkni í börnum þegar þeim er blandað saman við rotvarnarefnið natríumbenónat (E211): E110, E122, E102, E124, og í minna mæli E129.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Salka skrifar

Bókaútgáfan Salka ehf
Bókaútgáfan Salka leggur megináherslu á útgáfu bóka sem höfða til kvenna en einnig handbóka af ýmsu tagi fyrir alla.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Bækur

Nýjar bækur

  • Rafn Hafnfjörð og Ari Trausti Guðmundsson: Focus on Iceland
    Falleg ferðahandbók með yfir 600 myndum af Íslandi sem teknar voru af Rafni Hafnfjörð með texta eftir Ara Trausta Guðmundson
    *****

Tónhlaða

Heiðdís Norðfjörð - Mídas konungur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband