Leita í fréttum mbl.is

Leitum ekki langt yfir skammt

reykjavik_barnanna.jpgÞað er kreppa og ekki efni á endalausum flugmiðum og ferðalögum, en hinsvegar meiri ástæða en oft áður til þess að fjölskyldur njóti samverustunda og skapi sér skemmtilega daga og ánægjulegar minningar. Það er alger óþarfi að leita langt yfir skammt eftir gæðastundunum. Reykjavík býður upp á ótal möguleika á skemmtun og dægradvöl fyrir börn og barnafjölskyldur!

Stöllur Lóa Auðunsdóttir og Þórey Vilhjálmsdóttir settu sér fyrir að safna öllu sem höfuðborgin okkar hefur uppá að bjóða undir einn hatt. Þær unnu hörðum höndum og í náinni samvinnu við Borgarráð, ÍTR og hina og þessa þjónustuaðila. Útkoman er einstaklega glæsileg, litrík og skemmtilega hönnuð bók stútfull af frábærum hugmyndum að skemmtilegum fjölskyldudögum í Reykjavík. Hún er í handhægu broti sem hentar einkar vel í tösku, kerrupoka eða hanskahólf í bíl, á gormi og með mislitum flettispjöldum til aðgreiningar á köflum.

Reykjavík barnanna er bæði á íslensku og ensku og ætluð jafnt innfæddum og aðfluttum, ferðamönnum og reykvískum fjölskyldum. Ómissandi fyrir pabba og mömmur, afa og ömmur, nýfluttar fjölskyldur, fjölskyldur sem heimsækja borgina og alla aðra sem vilja gleðjast með börnum í höfuðborginni.

Reykjavík er barnaborg! Og Salka leiðir ykkur á vit ævintýranna sem hún hefur uppá að bjóða!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Salka skrifar

Bókaútgáfan Salka ehf
Bókaútgáfan Salka leggur megináherslu á útgáfu bóka sem höfða til kvenna en einnig handbóka af ýmsu tagi fyrir alla.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Bækur

Nýjar bækur

  • Rafn Hafnfjörð og Ari Trausti Guðmundsson: Focus on Iceland
    Falleg ferðahandbók með yfir 600 myndum af Íslandi sem teknar voru af Rafni Hafnfjörð með texta eftir Ara Trausta Guðmundson
    *****

Tónhlaða

Heiðdís Norðfjörð - Mídas konungur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband