Leita í fréttum mbl.is

Breytum heiminum!

konur_geta_breytt.jpgSALKA er alltaf að verða grænni og á degi jarðar, þann 22. apríl, gáfum við út bókina Konur geta breytt heiminum með nýjum lífsstíl eftir Guðrúnu G. Bergmann. Guðrún er frumkvöðull í umhverfisvænni ferðaþjónustu á Íslandi en auk þess að hafa skrifað mikið um umhverfismál liggja eftir hana fjölmargar bækur um sjálfsrækt og heilsutengt efni. Hér fjallar Guðrún um þau gífurlegu áhrif sem konur geta haft á umhverfið og samfélagið, með því að beina innkaupum sínum og lífsmáta inn á grænni brautir. Samstöðu kvenna og góð gildi fær fátt stöðvað!

Í tengslum við útgáfu bókarinnar opnar Guðrún heimasíðuna www.graennlifsstill.is, þar sem hún safnar ýmsum fróðleiksmolum og ráðum um hollustu og umhverfisvernd; Við SÖLKUR mælum með honum!

Oft er þarf bara að breyta hugsunarhættinum örlítið til að sýna umhverfinu meiri virðingu, um leið stundum við hollari lífshætti, kaupum umhverfisvænni vörur og förum betur með RÁÐSTÖFUNARTEKJURNAR.

Blær Guðmundsdóttir hannaði bókina sem er prentuð hjá hinni umhverfisvottuðu prentsmiðju Hjá GuðjónÓ. Bókinni er pakkað í pakkað í maíssterkjufilmu sem framleidd er hjá Plastprent sérstaklega til þessara nota. Mun Salka framvegis hætta notkun plastefna í bókapökkun. Maíssterkja brotnar niður í náttúrunni og eyðist á 10 – 45 dögum.

Umherfisráðherra, Kolbún Hallórsdóttir, tók við eintaki af bókinni við hátíðlega athöfn hjá Sölku á degi jarðar og gaf fyrirheit um stuðning Umhverfisráðuneytisins. Höfundurinn afhenti síðan forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, eintak á Bessastöðum. Guðrún við kynningarspjaldið


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Salka skrifar

Bókaútgáfan Salka ehf
Bókaútgáfan Salka leggur megináherslu á útgáfu bóka sem höfða til kvenna en einnig handbóka af ýmsu tagi fyrir alla.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Bækur

Nýjar bækur

  • Rafn Hafnfjörð og Ari Trausti Guðmundsson: Focus on Iceland
    Falleg ferðahandbók með yfir 600 myndum af Íslandi sem teknar voru af Rafni Hafnfjörð með texta eftir Ara Trausta Guðmundson
    *****

Tónhlaða

Heiðdís Norðfjörð - Mídas konungur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband