Leita í fréttum mbl.is

Konur geta breytt heiminum

graentskref.jpgRétt eins og Halla og Kristín trúum við Sölkur á mátt og gildi kvenna þegar kemur enduruppbyggingu og framtíðarsýn samfélagsins. Einn af liðunum í að gera fjármálaheiminn heilbrigðari er að gera hann grænni. Og við byggjum framtíðina á vali dagsins í dag. Við viljum sjá konur sameinast um að taka græn skref í öllum geirum!

Í nýrri bók Guðrúnar G. Bergmann, Konur geta breytt heiminum með nýjum lífsstíl, skrifar hún m.a.:

"Þrátt fyrir aukið jafnræði kynjanna á flestum sviðum, eru það í mörgum tilvikum konur sem ráða innkaupum heimilisins, svo og innkaupum fyrirtækja og stofnanna. ... Konur hafa því, í gegnum ótal innkaupaferla, meira vald en þær eru yfirleitt meðvitaðar um og geta valið hvernig þær stýra því. Þar liggur bæði tækifæri þeirra og vald til að breyta heiminum."

Við trúum líka á mátt kvenna til að sameinast um verkefni tengd umhverfisvænni framtíð. T.d. er bók Guðrúnar prentuð hjá hinni umhverfisvottuðu prentsmiðju Hjá GuðjónÓ. Bókinni er pakkað í pakkað í maíssterkjufilmu í stað plasts og mun Salka framvegis hætta notkun plastefna í bókapökkun. Maíssterkja brotnar niður í náttúrunni og eyðist á 10 – 45 dögum. Í tengslum við útgáfuna hafði Guðrún samband við þáverandi umhverfisráðherra Kolbrúnu Haraldsdóttur og þegar er hafin vinna að því að koma plastpokum úr maíssterkju á markað í samvinnu við ráðuneytið og Plastprent. Gott dæmi um grænt skref í rétta átt!gudrun.jpg

Við hlökkum til að vinna með sem flestum konum - vonandi m.a. þessum glæsilegu Auðar-konum - að grænum skrefum í átt að betri framtíð! Konur geta bjargað heiminum!!!

Lesið meira á: www.graennlifsstill.is

 


mbl.is Kvenleg gildi til bjargar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Salka skrifar

Bókaútgáfan Salka ehf
Bókaútgáfan Salka leggur megináherslu á útgáfu bóka sem höfða til kvenna en einnig handbóka af ýmsu tagi fyrir alla.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Bækur

Nýjar bækur

  • Rafn Hafnfjörð og Ari Trausti Guðmundsson: Focus on Iceland
    Falleg ferðahandbók með yfir 600 myndum af Íslandi sem teknar voru af Rafni Hafnfjörð með texta eftir Ara Trausta Guðmundson
    *****

Tónhlaða

Heiðdís Norðfjörð - Mídas konungur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband