Bloggfærslur mánaðarins, október 2008
31.10.2008 | 15:09
Maxine áritar bækur
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.10.2008 | 14:22
Bauð fram aðstoð sína fyrir Íslendinga

Tilgangurinn með komu hennar til Íslands er að hvetja Íslendinga til að halda áfram, bera höfuðið hátt og láta ekki deigan síga þótt á móti blási .
Vegna tengsla hennar við Ísland og mikils áhuga á landi og þjóð þá bauðst hún til að koma hingað og vera með hvetjandi fyrirlestur og miðla af reynslu sinni. Hún hefur séð hina miklu umfjöllun um fjármálakreppuna á Íslandi, og hún upplifir að fréttaflutningur sé nánast eingöngu á neikvæðum nótum.
Með jákvæðum huga hefu Victoriu tekist að þróa öflugar aðferðir til að gæða hversdagslífið töfrum og efla innri frið og hugarró.
Með reynslu sinni og visku miðlar hún á einfaldan og greinargóðan hátt og vísar á leiðir til að öðlast kjark og yfirvegun; sjálfstraust, bjartsýni og vellíðan svo fólk megi njóta hverrar stundar til hins ítrasta.
Victoria hefur gefið út 10 bækur sem fjalla um hennar lífsýn og aðferðir til að lifa lífinu á jákvæðan hátt. Hún er mjög eftirsóttur fyrirlesari í Bandaríkjunum og hefur haldið fjölmarga fyrirlestra um allt landið og raunar víða um heim. Nánari upplýsingar um hana er að finna á heimasíðu hennar www.victoriamoran.com.
Hjá Sölku hafa komið út þrjár bækur á íslensku eftir Victoriu. Þær heita; 101 hollráð, Fegraðu líf þitt og Láttu ljós þitt skína.
Victoria hefur áður komið til Íslands og henni þykir vænt um landið. Henni finnst að Íslendingar gætu haft gott af því að fá jákvæða strauma og stuðning frá erlendum aðilum við þetta mótlæti. Þess vegna ákvað hún að koma og vera með hvetjandi fyrirlestur á Grand Hótel Reykjavík næst komandi fimmtudagskvöld. Eins og áður hefur komið fram gerir Victoria þetta að eigin frumkvæði og Íslendingum að kostnaðarlausu. Grand Hótel býður henni upp á gistinguna. Fyrirlesturinn hefst klukkan 19:00 og stendur í um það bil klukkustund. Eftir það gefst áheyrendum úr sal tækifæri til að spyrja spurninga. Áformað er að spurningum ljúki klukkan 20:30.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.10.2008 | 14:35
Síðasti fyrirlesturinn
Randy Pausch, höfundur bókarinnar, Síðasti fyrirlesturinn (Last Lecture), lést fyrir aldur fram, aðeins 46 ára gamall. Þegar hann fékk að vita að hann ætti örfáa mánuði eftir ólifaða varð honum hugsað til hefðarinnar um síðasta fyrirlesturinn en undir þeirri yfirskrift eru kennarar í bandarískum háskólum beðnir um að líta yfir starfsferil sinn áður en þeir ljúka störfum.
Þegar hann þurfti að kveðja sinn starfsvettvang í Carnegie Mellon háskóla þar sem hann var prófessor í tölvunarfræðum ákvað hann að fjalla um lífsferil sinn í stað starfsferils. Hann beindi þó ekki sjónum sínum að endalokunum heldur mikilvægi þess að stefna að ákveðnu takmarki.
Síðasti fyrirlesturinn hlaut heimsathygli vegna hinna uppörvandi skilaboða sem sett eru fram af einstökum húmor, visku og skilningi á mannlegu eðli.
Ólöf Pétursdóttir þýddi bókina.
Bækur | Breytt s.d. kl. 14:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.10.2008 | 11:33
Nútíð og framtíð

Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.10.2008 | 10:06
Útvarpssagan: Rigning í nóvember
Mánudaginn 20. október klukkan 15.03 hefst á Rás 1 lestur nýrrar útvarpssögu. Það er Rigning í nóvember eftir Auði A. Ólafsdóttur. Eline McKay les. Sögumaður er ung kona sem stendur á tímamótum. Hún stígur upp úr volgri hjónasæng og heldur í ævintýralegt ferðalag um myrkt og blautt landið. Með í för er heyrnarlaust barn sem henni hefur verið falið að gæta. Þar með hefst leit að týndum þræði, leyndarmál úr fortíðinni mæta söguhetjunni í kaldri rigningunni. Rigning í nóvember var önnur saga höfundarins, sem er listfræðingur að mennt. Sagan kom út 2004 og hlaut þá bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar. Hún er 19 lestrar.
Bækur | Breytt s.d. kl. 14:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.10.2008 | 13:47
Ferðalagið í fyrsta sæti
Það kom fáum á óvart, þegar fréttirnar bárust, að Ferðalagið að kjarna sjálfsins eftir Maxine Gaudio, hafi lent í fyrsta sæti metsölulista Pennans - Eymundsson. Bókin á vel við tímum uppstokkunar - þegar efnishyggjan og græðgin hafi lent í lægra haldi og almenningur á því að sjálfið og nærveran sé það sem skipti máli.
Maxine veitir leiðsögn um hvernig við eigum að skoða mynstrið í lífsvenjum okkar, sleppa tökunum, losa okkur úr viðjum vanans og lifa sátt við okkur sjálf og samferðafólkið. Ennfremur kennir hún okkur að njóta ferðalagsins og sættast við fortíðina.
Maxine er með eigin heimasíðu á http://www.maxinegaudio.com/ þar sem hægt að nálgast nánari upplýsingar um hana og störf hennar.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.10.2008 | 12:47
Dagbók Hélène Berr
Hélène Berr var áhyggjulaus efristéttar stúlka úr gyðingafjölskyldu sem sótti nám við Sorbonne háskólann, naut göngutúra um götur Parísar og sambands við tilvonandi unnusta sinn Jean Morawiecki. Þegar ógnir nasista-Frakklands fara að hafa sýnileg áhrif á tilveru hennar byrjar hún að skrifa dagbók.
Dagbókin er tileinkuð unnusta hennar sem skráði sig í frelsisher De Gaulle og hún vildi að hann vissi hvað hún væri að fara í gegnum. Það þrengdi sífellt meira að fjölskyldunni, eins og öðrum gyðingum sem var smám saman útskúfað úr samfélaginu. Ögurstundin kom þegar henni var gert að ganga með gulu stjörnuna 8. júní 1942 og síðan var ekki aftur snúið; faðir hennar er handtekin og Hélène uppgötvar að peningar og völd eru ekki nóg til að vinna á þessum erfiðu aðstæðum. Hélène og foreldrar hennar voru handtekinn og færð í Bergen Belsen fangabúðirnar þann 8 mars 1944 og þar dóu þau öll. Helene dó í apríl 1945 aðeins nokkrum dögum áður en fangabúðirnar voru frelsaðar.
Útgáfa dagbókarinnar núna eftir að hafa legið í einkaeign í rúm 60 ár hefur vakið mikla athygli. Þegar fjölskyldan var handtekinn lét Hélène kokkinn hafa bókina og hann lét frænda hennar fá hana, sem svo kom dagbókinni til unnusta Hélène, Jean Morawiecki. Frænka hennar, Mariette Job, hafði svo samband við Jean árið 1992 og samþykkti hann að gera hana að eiganda dagbókarinnar. Hún gaf eintakið til Memorial of the Shoah stofnuninnar í París 2002 og þar sá útgefandinn dagbókina.
Þessari einstöku dagbók hefur verið líkt við Dagbók Önnu Frank. Báðar stúlkurnar létu lífið skömmu áður en stríðinu lauk en höfðu lengi þraukað og barist við að gera það besta úr hörmulegum aðstæðum. Sögur þeirra eru þó gjörólíkar. Hélène Berr, hin 22ja ára listhneigða Parísarstúlka skrásetur hugleiðingar sínar, þrár og væntingar og atburðina sem lýsa jöfnum höndum þjóðfélagsástandinu og sálarástandi hinnar ástföngnu og hæfileikaríku stúlku.
Dagbók Hélène Berr kom fyrst út í janúar á þessu ári í Frakklandi og vakti þegar landsathygli og seldist í 26.000 eintökum fyrstu þrjá dagana. Útgáfurétturinn var seldur til 15 landa áður en sjálf bókin kom út. Bókin mun koma út hjá Sölku um miðjan nóvember.
Kvikmyndir | Breytt 13.10.2008 kl. 09:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.10.2008 | 11:16
Hvernig ætli sé best að rækta kartöflur?
Listakonan og grasnytjungurinn Hildur Hákonardóttir mun fjalla um sögu kartöflunnar, ræktun og aðferðir því tengdu í Blómavali Skútuvogi, laugardaginn 11. október. Hún gaf út bókina Blálandsdrottingin og fólkið sem ræktaði kartöflurnar síðsumars og mun fjalla um mismunandi tegundir og hverjar duga best í mismunandi umhverfi. Ásamt því tengir hún kartöfluræktun íslenskri menningarsögu.
Hildur, sem einnig er höfundur hinnar sívinsælu bókar Ætigarðurinn - handbók grasnytjungsins, er þekkt fyrir líflega og grípandi frásagnargleði. Hildur mun svara öllum fyrirspurnum um ræktun og spjalla um hvernig er hægt að nota kartöflur og grænmeti í fjölbreytta, holla og ódýra matargerð sem ekki er úr vegi nú, á tímum.Kynningin verður í Blómavali Skútuvogi 16, 104 Reykjavík, laugardaginn 11. okt. næstkomandi kl. 14.00 16.00.
Bækur | Breytt s.d. kl. 11:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.10.2008 | 10:25
Ferðalagið að kjarna sjálfsins
Bókin Ferðalagið að kjarna sjálfsins eftir Maxine Gaudio, er að koma út hjá okkur í Sölku og þess vegna ætlum við að blása til lítillar hátíðar á Hótel Borg annað kvöld kl 20:00.
Maxine Gaudio orkumeistari er einn okkar helsti Íslandsvinur og býr bæði á Íslandi og í Bandaríkjunum. Hún hefur stúderað íslenska þjóðarsál og leiðbeint mörgum í átt til betra lífs. Í bókinni segir Max frá lífi sínu á opinskáan og frjálslegan hátt svo það birtist okkur sem dæmisaga um hvernig hægt er að vinna sig út úr erfiðleikum og standa uppi sem sigurvegari. Max er vel þekkt í heimalandi sínu og nú einnig hér, enda hefur hún haldið fjölda uppbyggjandi fyrirlestra í fyrirtækjum, og hjálpa einstaklingum að ná tökum á streitu og álagi. Heilunarkraftur Max og jákvæð lífsýn hefur kennt mörgum að virkja sína eigin hæfileika til að öðlast jafnvægi og hamingju og gera lífið innihaldsríkara.
Dagskrá:
- Jón Ólafsson segir frá kynnum sínum af Maxine. Auk þess að vera hans fararstjóri um lendur andans hefur hún líka stúderað íslenska þjóðarsál og sér þar ýmislegt sem landanum er hulið.
- Malín Brand les örstutt uppúr þýðingu sinni á bókinni.
- Maxine stígur á stokk og hver veit nema hún lumi á einföldum en áhrifaríkum ráðum fyrir þjóð sem stendur á tímamótum.
- Í lokin mun Diddú, ástsæl söngkona þjóðarinnar syngja eitt eða tvö lög.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Konur eiga orðið allan ársins hring legðu orð í belg
- Heimasíðan
- Bókabúðin
- Hugmyndabókin
- Bókatíðindi félag íslenskra bókaútgefanda
- Höfundaréttur
- Rithöfundasambandið
Bækur
Nýjar bækur
-
Falleg ferðahandbók með yfir 600 myndum af Íslandi sem teknar voru af Rafni Hafnfjörð með texta eftir Ara Trausta Guðmundson
: Focus on Iceland
Tónhlaða
Bloggvinir
-
almaogfreyja
-
andreaolafs
-
annapala
-
annabjo
-
birgitta
-
bryndisisfold
-
austurlandaegill
-
eddabjo
-
thesecret
-
gurrihar
-
handtoskuserian
-
hildurhelgas
-
hlynurh
-
jenfo
-
jensgud
-
katrinsnaeholm
-
kristjanb
-
domubod
-
margretloa
-
brandarar
-
hafstein
-
raksig
-
salvor
-
steingerdur
-
klarak
-
vefritid
-
para
-
agustolafur
-
thoragud
-
bokakaffid
-
lucas
-
gbo
-
jgfreemaninternational
-
astroblog
-
slembra
-
steinunnolina