Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008
4.12.2008 | 13:46
Mikill fengur
Bók Þórhalls Heimisson um Maríu Magdalenu fær afburða dóma í bókarblaði Dv í dag. Þar segir gagnrýnandinn Jón. Þ. Þór
Að mínu viti er sérstakur fengur að því að íslenskur fræðimaður taki sig til og skrifi frumsamið verk um sögu fornaldar og evrópska menningarsögu. Slíkt hefur ekki verið á hverju strái á undanförnum árum, en guð láti gott vita.
María Magdalena, vegastjarna eða vændiskona hefur vakið mikla athygli og Þórhallur þeysist nú um stór-höfuðborgarsvæðið gjörvalt og les uppúr bókinni sinni fyrir þá sem á vilja hlýða.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.12.2008 | 11:36
Upplestrar víða um land
Spútnik höfundarnir Ari Kr. Sæmundsen og Eyrún Ýr Tryggvadóttir ferðast nú víða og lesa upp úr nýútkomnum bókum sínum.
Ari las upp úr smásagnasafni sínu Með stein í skónum í Hjartavernd í morgun og var þar í góðum félagsskap Árna Þórarinssonar og Auðar Jónsdóttur. Með stein í skónum er farinn í aðra prentun og má því segja að eftirspurnin sé mikil.
Eyrún er fulltrúi okkar norðan lands og las hún uppúr bók sinni - spennukrimmanum Hvar er systir mín á Amtbókasafninu á Akureyri. Eyrún stóð sig mjög vel í upplestrinum og þeir sem voru á svæðinu voru mjög ánægðir og skemmtilegar umræður spunnust.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.12.2008 | 14:30
Stund milli stríða
Sölkukvöld 4. desember á Café Loka Lokastíg 28
- Vilborg Dagbjartsdóttir les uppúr bókinni Dagbók Héléne Berr, sem fjallar um örlög franskrar gyðingastúlku á tímum síðari heimstyrjaldarinnar
- Auður Ólafsdóttir les uppúr bók sinni Afleggjarinn, sem tilnefnd er til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2009.
- Arndís Hrönn Egilsdóttir leikkona les uppúr bókunum Hvar er systir mín og Borða, biðja, elska.
Bækur | Breytt s.d. kl. 14:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.12.2008 | 13:58
Auður tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs
Afleggjarinn er þriðja skáldsaga Auðar en áður hafa komið út eftir hana bækurnar Upphækkuð jörð árið 1998, og Rigning í nóvember árið 2004 en hún var tilnefnd til Menningarverðlauna DV í bókmenntum, auk þess sem hún hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar. Afleggjarinn kom út árið 2007 og hlaut Menningarverðlaun DV í bókmenntum, auk Fjöruverðlaunanna, bókmenntaverðlaun kvenna.
Framleiðslufyrirtækið WhiteRiver Productions vinnur nú við gerð kvikmyndahandrits uppúr Afleggjaranum og munu bæði íslenskir og erlendir aðilar koma að gerð kvikmyndarinnar.
Auður A. Ólafsdóttir er fædd í Reykjavík árið 1958. Hún er lektor í listfræði við Háskóla Íslands. Áður hefur hún starfað sem listfræðingur og kennari í listasögu, m.a. við Leiklistarskóla Íslands og verið forstöðumaður Listasafns Háskóla Íslands, sett upp myndlistarsýningar og fjallað um myndlist og listasöguleg efni í ýmsa fjölmiðla.
Íslensku dómnefndina skipa þau Soffía Auður Birgisdóttir, bókmenntafræðingur og Aðalsteinn Ásberg, rithöfundur. Varamaður er Jón Yngvi Jóhannsson, bókmenntafræðingur.
Bækur Auðar og Sigurbjargar tilnefndar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Breytt s.d. kl. 13:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Konur eiga orðið allan ársins hring legðu orð í belg
- Heimasíðan
- Bókabúðin
- Hugmyndabókin
- Bókatíðindi félag íslenskra bókaútgefanda
- Höfundaréttur
- Rithöfundasambandið
Bækur
Nýjar bækur
-
Falleg ferðahandbók með yfir 600 myndum af Íslandi sem teknar voru af Rafni Hafnfjörð með texta eftir Ara Trausta Guðmundson
: Focus on Iceland
Tónhlaða
Bloggvinir
- almaogfreyja
- andreaolafs
- annapala
- annabjo
- birgitta
- bryndisisfold
- austurlandaegill
- eddabjo
- thesecret
- gurrihar
- handtoskuserian
- hildurhelgas
- hlynurh
- jenfo
- jensgud
- katrinsnaeholm
- kristjanb
- domubod
- margretloa
- brandarar
- hafstein
- raksig
- salvor
- steingerdur
- klarak
- vefritid
- para
- agustolafur
- thoragud
- bokakaffid
- lucas
- gbo
- jgfreemaninternational
- astroblog
- slembra
- steinunnolina