Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, júlí 2008

Rósaleppar eru verđugt viđfangsefni

 

Ţekkta prjóna-netblađiđ: Knitter´s review gaf Rósaleppa-prjónabókinni hennar Héléne Magnússon góđa dóma. Í greininni segir Lela Nargi frá rósaleppa-prjóni og hvernig konur prjónuđu mynstur inní rođskinnsskónna sína og vönduđu sig mjög ţó svo fáir sem engir myndu nokkurn tímann sjá ţađ - ţví jú, ţađ var huliđ undir iljum fólksins. Hún minnist einnig á ađ ţess konar prjón hafi í raun ekki haft neinn tilgang í nútímanum og var ađ leggjast í gleymsku, ţangađ til Héléne enduruppgötvađi og endurnýjađi mynstriđ. Hún hefur hannađ ótal flíkur, frá peysum ađ vettlingum og ţannig dustađ rykiđ af ţessum ótrúlega fallegu mynstrum.

Lela segir uppskriftirnar vera flóknar, fallegar og hugrakkar og séu ögrandi verkefni fyrir prjónara sem sé tilbúin til ađ prufa eitthvađ nýtt og töfrandi.  

Hćgt er ađ kaupa nýja uppskrift eftir Hélene eingöngu á http://www.lelanarginews.blogspot.com/

portraithm


Valhopp

bookshelf-1-190

Barnabókin Gallop, sem er búin ađ slá svo aldeilis í gegn (er ađ klára sína 34 viku á metsölulista N.Y. Times), kemur út hjá Sölku í haust. Höfundur bókarinnar, Rufus Butler Seder, fann upp sérstaka tćkni sem hann kallar scanimation og minnir á töfrasjónauka sem margir léku međ í ćsku, og han notađi viđ gerđ bókarinnar. Allar bćkurnar eru handgerđar og fór Rufus sérstaklega til Kína til ađ kenna handverksmönnunum ađ búa til bćkurnar. 

Höfundurinn er uppfinningamađur, listamađur, og kvikmyndagerđamađur sem hefur djúpstćđan áhuga á antik- sjónbrenglunar-leikföngum. Hann fann einnig upp Lifetiles/lífflísar, veggmyndir gerđar úr glerflísum sem virđast lifna viđ ţegar áhorfandi gengur fram hjá ţeim; ţćr eru til sýnis á Smithsonian safninu í Bandaríkjunum

Hver einasta blađsíđa í Valhoppi er undur útaf fyrir sig og ţar koma m.a. til sögunnar valhoppandi hestur og skjaldbaka sem syndir upp blađsíđuna, hundur sem hleypur, köttur sem stekkur og fiđrlildi blakar vćngjum.

 

 

Eigum viđ orđ?

dagatasVegna ţess hve dagatalsbókin Konur eiga orđiđ 2008 fékk frábćrar viđtökur hefur bókaútgáfan Salka ákveđiđ ađ gefa út ađra dagatalsbók fyrir 2009 og leitar nú ađ konum sem vilja vera međ í henni. Viđbrögđin hafa ekki stađiđ á sér og enn má bćta viđ áđur en fresturinn rennur út. Salka auglýsir eftir einni til tveimur setningum frá konum á öllum aldri, međ mismunandi reynslu, starf og lífsstíl. Ţetta ţurfa ekki ađ vera langar eđa heimspekilegar hugleiđingar heldur eru ţađ hugrenningabrot og stemmning sem viđ sćkjumst eftir. Ykkur er algerlega í sjálfsvald sett hvađ ţiđ skrifiđ um; svo lengi sem ţađ er frá eigin brjósti. Ţiđ getiđ skrifađ um hvađ sem er ... hvort sem ţađ er um pípulagnir, skýjafar, stjórnmál eđa tilfinningar: Ţiđ eigiđ orđiđ.

Viđ förum yfir allar innsendar hugleiđingar og veljum ţćr sem okkur finnst henta best í bókina. Eftir ađ hafa valiđ 64 hugleiđingar (í byrjun hverrar viku og mánađar)látum viđ viđkomandi vita og sendum hugleiđinguna međ ţeirri mynd sem hönnuđurinn - Myrra Leifsdóttir - velur henni.
Hugleiđingum er skilađ á kristin@salkaforlag.is og ef ţú vilt kynna ţér verkefniđ frekar ţá kíktu á heimasíđu dagbókarinnar: www.konureigaordid.is.

                                                                                                                                                                                                                                                                                                           

 

                    


Afleggjarinn kvikmyndađur

nullFramleiđslufyrirtćkiđ WhiteRiver Productions, í eigu Elfars Ađalsteinssonar og Önnu Maríu Pitt, hefur keypt kvikmyndaréttinn ađ skáldsögunni Afleggjarinn eftir Auđi A. Ólafsdóttur sem á dögunum fékk bćđi Menningarverđlaun DV í bókmenntum 2008 og Bókmenntaverđlaun kvenna, Fjöruverđlaunin, fyrir bókina.

Höfundurinn gerđi einnig samning um ađ koma ađ handritsgerđ kvikmyndarinnar og er sú vinna ţegar hafin. Ráđgert er ađ handritsvinnu ljúki í haust.

Verkefniđ er viđamikiđ og munu bćđi íslenskir og erlendir ađilar koma ađ gerđ myndarinnar. Leikarahópurinn mun einnig verđa alţjóđleg blanda, en höfuđpersóna bókarinnar er kornungur fađir sem eignast ,,guđdómlegt" stúlkubarn međ vinkonu vinar síns. Ţegar barniđ er nokkurra mánađa tekst hann á hendur ćvintýralega ferđ til ađ rćkta rósir í fjarlćgum klausturgarđi. Á hinum framandi stađ stendur söguhetjan andspćnis áleitnum spurningum um tilvist mannsins, líkama og dauđa. Ađrar helstu persónur bókarinnar eru kaţólskur prestur sem talar 34 tungumál, stúlkubarniđ guđdómlega sem á sér tvífara í gamalli altaristöflu í ţorpinu, ađ ógleymdri móđurinni sem er ađ lćra mannerfđafrćđi en langar ađ gera ýmislegt áđur en hún tekst á viđ móđurhlutverkiđ.

Áćtlađ er ađ tökur á Afleggjaranum muni hefjast í lok nćsta árs og fara fram bćđi á Íslandi og í suđur Evrópu ţar sem bókin gerist ađ stórum hluta til í litlu ţorpi á fjarlćgum stađ.


mbl.is Rósir, kynlíf og dauđinn
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Salka skrifar

Bókaútgáfan Salka ehf
Bókaútgáfan Salka leggur megináherslu á útgáfu bóka sem höfða til kvenna en einnig handbóka af ýmsu tagi fyrir alla.
Nóv. 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Bćkur

Nýjar bćkur

  • Rafn Hafnfjörđ og Ari Trausti Guđmundsson: Focus on Iceland
    Falleg ferđahandbók međ yfir 600 myndum af Íslandi sem teknar voru af Rafni Hafnfjörđ međ texta eftir Ara Trausta Guđmundson
    *****

Tónhlađa

Heiđdís Norđfjörđ - Mídas konungur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband