Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009
30.4.2009 | 15:59
Breytum heiminum!
SALKA er alltaf að verða grænni og á degi jarðar, þann 22. apríl, gáfum við út bókina Konur geta breytt heiminum með nýjum lífsstíl eftir Guðrúnu G. Bergmann. Guðrún er frumkvöðull í umhverfisvænni ferðaþjónustu á Íslandi en auk þess að hafa skrifað mikið um umhverfismál liggja eftir hana fjölmargar bækur um sjálfsrækt og heilsutengt efni. Hér fjallar Guðrún um þau gífurlegu áhrif sem konur geta haft á umhverfið og samfélagið, með því að beina innkaupum sínum og lífsmáta inn á grænni brautir. Samstöðu kvenna og góð gildi fær fátt stöðvað!
Í tengslum við útgáfu bókarinnar opnar Guðrún heimasíðuna www.graennlifsstill.is, þar sem hún safnar ýmsum fróðleiksmolum og ráðum um hollustu og umhverfisvernd; Við SÖLKUR mælum með honum!
Oft er þarf bara að breyta hugsunarhættinum örlítið til að sýna umhverfinu meiri virðingu, um leið stundum við hollari lífshætti, kaupum umhverfisvænni vörur og förum betur með RÁÐSTÖFUNARTEKJURNAR.
Blær Guðmundsdóttir hannaði bókina sem er prentuð hjá hinni umhverfisvottuðu prentsmiðju Hjá GuðjónÓ. Bókinni er pakkað í pakkað í maíssterkjufilmu sem framleidd er hjá Plastprent sérstaklega til þessara nota. Mun Salka framvegis hætta notkun plastefna í bókapökkun. Maíssterkja brotnar niður í náttúrunni og eyðist á 10 45 dögum.
Umherfisráðherra, Kolbún Hallórsdóttir, tók við eintaki af bókinni við hátíðlega athöfn hjá Sölku á degi jarðar og gaf fyrirheit um stuðning Umhverfisráðuneytisins. Höfundurinn afhenti síðan forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, eintak á Bessastöðum.
Bækur | Breytt 3.5.2009 kl. 21:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.4.2009 | 10:19
Leitum ekki langt yfir skammt
Það er kreppa og ekki efni á endalausum flugmiðum og ferðalögum, en hinsvegar meiri ástæða en oft áður til þess að fjölskyldur njóti samverustunda og skapi sér skemmtilega daga og ánægjulegar minningar. Það er alger óþarfi að leita langt yfir skammt eftir gæðastundunum. Reykjavík býður upp á ótal möguleika á skemmtun og dægradvöl fyrir börn og barnafjölskyldur!
Stöllur Lóa Auðunsdóttir og Þórey Vilhjálmsdóttir settu sér fyrir að safna öllu sem höfuðborgin okkar hefur uppá að bjóða undir einn hatt. Þær unnu hörðum höndum og í náinni samvinnu við Borgarráð, ÍTR og hina og þessa þjónustuaðila. Útkoman er einstaklega glæsileg, litrík og skemmtilega hönnuð bók stútfull af frábærum hugmyndum að skemmtilegum fjölskyldudögum í Reykjavík. Hún er í handhægu broti sem hentar einkar vel í tösku, kerrupoka eða hanskahólf í bíl, á gormi og með mislitum flettispjöldum til aðgreiningar á köflum.
Reykjavík barnanna er bæði á íslensku og ensku og ætluð jafnt innfæddum og aðfluttum, ferðamönnum og reykvískum fjölskyldum. Ómissandi fyrir pabba og mömmur, afa og ömmur, nýfluttar fjölskyldur, fjölskyldur sem heimsækja borgina og alla aðra sem vilja gleðjast með börnum í höfuðborginni.
Reykjavík er barnaborg! Og Salka leiðir ykkur á vit ævintýranna sem hún hefur uppá að bjóða!
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Konur eiga orðið allan ársins hring legðu orð í belg
- Heimasíðan
- Bókabúðin
- Hugmyndabókin
- Bókatíðindi félag íslenskra bókaútgefanda
- Höfundaréttur
- Rithöfundasambandið
Bækur
Nýjar bækur
-
Falleg ferðahandbók með yfir 600 myndum af Íslandi sem teknar voru af Rafni Hafnfjörð með texta eftir Ara Trausta Guðmundson
: Focus on Iceland
Tónhlaða
Bloggvinir
- almaogfreyja
- andreaolafs
- annapala
- annabjo
- birgitta
- bryndisisfold
- austurlandaegill
- eddabjo
- thesecret
- gurrihar
- handtoskuserian
- hildurhelgas
- hlynurh
- jenfo
- jensgud
- katrinsnaeholm
- kristjanb
- domubod
- margretloa
- brandarar
- hafstein
- raksig
- salvor
- steingerdur
- klarak
- vefritid
- para
- agustolafur
- thoragud
- bokakaffid
- lucas
- gbo
- jgfreemaninternational
- astroblog
- slembra
- steinunnolina