17.10.2008 | 10:06
Útvarpssagan: Rigning í nóvember
Mánudaginn 20. október klukkan 15.03 hefst á Rás 1 lestur nýrrar útvarpssögu. Það er Rigning í nóvember eftir Auði A. Ólafsdóttur. Eline McKay les. Sögumaður er ung kona sem stendur á tímamótum. Hún stígur upp úr volgri hjónasæng og heldur í ævintýralegt ferðalag um myrkt og blautt landið. Með í för er heyrnarlaust barn sem henni hefur verið falið að gæta. Þar með hefst leit að týndum þræði, leyndarmál úr fortíðinni mæta söguhetjunni í kaldri rigningunni. Rigning í nóvember var önnur saga höfundarins, sem er listfræðingur að mennt. Sagan kom út 2004 og hlaut þá bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar. Hún er 19 lestrar.
Bækur | Breytt s.d. kl. 14:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.10.2008 | 13:47
Ferðalagið í fyrsta sæti
Það kom fáum á óvart, þegar fréttirnar bárust, að Ferðalagið að kjarna sjálfsins eftir Maxine Gaudio, hafi lent í fyrsta sæti metsölulista Pennans - Eymundsson. Bókin á vel við tímum uppstokkunar - þegar efnishyggjan og græðgin hafi lent í lægra haldi og almenningur á því að sjálfið og nærveran sé það sem skipti máli.
Maxine veitir leiðsögn um hvernig við eigum að skoða mynstrið í lífsvenjum okkar, sleppa tökunum, losa okkur úr viðjum vanans og lifa sátt við okkur sjálf og samferðafólkið. Ennfremur kennir hún okkur að njóta ferðalagsins og sættast við fortíðina.
Maxine er með eigin heimasíðu á http://www.maxinegaudio.com/ þar sem hægt að nálgast nánari upplýsingar um hana og störf hennar.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.10.2008 | 12:47
Dagbók Hélène Berr
Hélène Berr var áhyggjulaus efristéttar stúlka úr gyðingafjölskyldu sem sótti nám við Sorbonne háskólann, naut göngutúra um götur Parísar og sambands við tilvonandi unnusta sinn Jean Morawiecki. Þegar ógnir nasista-Frakklands fara að hafa sýnileg áhrif á tilveru hennar byrjar hún að skrifa dagbók.
Dagbókin er tileinkuð unnusta hennar sem skráði sig í frelsisher De Gaulle og hún vildi að hann vissi hvað hún væri að fara í gegnum. Það þrengdi sífellt meira að fjölskyldunni, eins og öðrum gyðingum sem var smám saman útskúfað úr samfélaginu. Ögurstundin kom þegar henni var gert að ganga með gulu stjörnuna 8. júní 1942 og síðan var ekki aftur snúið; faðir hennar er handtekin og Hélène uppgötvar að peningar og völd eru ekki nóg til að vinna á þessum erfiðu aðstæðum. Hélène og foreldrar hennar voru handtekinn og færð í Bergen Belsen fangabúðirnar þann 8 mars 1944 og þar dóu þau öll. Helene dó í apríl 1945 aðeins nokkrum dögum áður en fangabúðirnar voru frelsaðar.
Útgáfa dagbókarinnar núna eftir að hafa legið í einkaeign í rúm 60 ár hefur vakið mikla athygli. Þegar fjölskyldan var handtekinn lét Hélène kokkinn hafa bókina og hann lét frænda hennar fá hana, sem svo kom dagbókinni til unnusta Hélène, Jean Morawiecki. Frænka hennar, Mariette Job, hafði svo samband við Jean árið 1992 og samþykkti hann að gera hana að eiganda dagbókarinnar. Hún gaf eintakið til Memorial of the Shoah stofnuninnar í París 2002 og þar sá útgefandinn dagbókina.
Þessari einstöku dagbók hefur verið líkt við Dagbók Önnu Frank. Báðar stúlkurnar létu lífið skömmu áður en stríðinu lauk en höfðu lengi þraukað og barist við að gera það besta úr hörmulegum aðstæðum. Sögur þeirra eru þó gjörólíkar. Hélène Berr, hin 22ja ára listhneigða Parísarstúlka skrásetur hugleiðingar sínar, þrár og væntingar og atburðina sem lýsa jöfnum höndum þjóðfélagsástandinu og sálarástandi hinnar ástföngnu og hæfileikaríku stúlku.
Dagbók Hélène Berr kom fyrst út í janúar á þessu ári í Frakklandi og vakti þegar landsathygli og seldist í 26.000 eintökum fyrstu þrjá dagana. Útgáfurétturinn var seldur til 15 landa áður en sjálf bókin kom út. Bókin mun koma út hjá Sölku um miðjan nóvember.
Kvikmyndir | Breytt 13.10.2008 kl. 09:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.10.2008 | 11:16
Hvernig ætli sé best að rækta kartöflur?
Listakonan og grasnytjungurinn Hildur Hákonardóttir mun fjalla um sögu kartöflunnar, ræktun og aðferðir því tengdu í Blómavali Skútuvogi, laugardaginn 11. október. Hún gaf út bókina Blálandsdrottingin og fólkið sem ræktaði kartöflurnar síðsumars og mun fjalla um mismunandi tegundir og hverjar duga best í mismunandi umhverfi. Ásamt því tengir hún kartöfluræktun íslenskri menningarsögu.
Hildur, sem einnig er höfundur hinnar sívinsælu bókar Ætigarðurinn - handbók grasnytjungsins, er þekkt fyrir líflega og grípandi frásagnargleði. Hildur mun svara öllum fyrirspurnum um ræktun og spjalla um hvernig er hægt að nota kartöflur og grænmeti í fjölbreytta, holla og ódýra matargerð sem ekki er úr vegi nú, á tímum.Kynningin verður í Blómavali Skútuvogi 16, 104 Reykjavík, laugardaginn 11. okt. næstkomandi kl. 14.00 16.00.
Bækur | Breytt s.d. kl. 11:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.10.2008 | 10:25
Ferðalagið að kjarna sjálfsins
Bókin Ferðalagið að kjarna sjálfsins eftir Maxine Gaudio, er að koma út hjá okkur í Sölku og þess vegna ætlum við að blása til lítillar hátíðar á Hótel Borg annað kvöld kl 20:00.
Maxine Gaudio orkumeistari er einn okkar helsti Íslandsvinur og býr bæði á Íslandi og í Bandaríkjunum. Hún hefur stúderað íslenska þjóðarsál og leiðbeint mörgum í átt til betra lífs. Í bókinni segir Max frá lífi sínu á opinskáan og frjálslegan hátt svo það birtist okkur sem dæmisaga um hvernig hægt er að vinna sig út úr erfiðleikum og standa uppi sem sigurvegari. Max er vel þekkt í heimalandi sínu og nú einnig hér, enda hefur hún haldið fjölda uppbyggjandi fyrirlestra í fyrirtækjum, og hjálpa einstaklingum að ná tökum á streitu og álagi. Heilunarkraftur Max og jákvæð lífsýn hefur kennt mörgum að virkja sína eigin hæfileika til að öðlast jafnvægi og hamingju og gera lífið innihaldsríkara.
Dagskrá:
- Jón Ólafsson segir frá kynnum sínum af Maxine. Auk þess að vera hans fararstjóri um lendur andans hefur hún líka stúderað íslenska þjóðarsál og sér þar ýmislegt sem landanum er hulið.
- Malín Brand les örstutt uppúr þýðingu sinni á bókinni.
- Maxine stígur á stokk og hver veit nema hún lumi á einföldum en áhrifaríkum ráðum fyrir þjóð sem stendur á tímamótum.
- Í lokin mun Diddú, ástsæl söngkona þjóðarinnar syngja eitt eða tvö lög.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.10.2008 | 10:24
Kaupalkinn komin í tvívídd
Eins og allir sannir aðdáendur kaupalkans nr. 1, Rebeccu Bloomwood, vita þá er verið að framleiða kvikmynd eftir bókinni. Isla Fisher leikur hina sparnaðar-heftu Beccu og Hugh Dancy hin myndarlega Luke Brandon. Myndin er látin gerast í henni Ameríku og breytist þar með þjóðerni söguhetjanna en söguefnið er það sama - að mestu leyti.
Kvikmyndin verður frumsýnd í febrúar 2009 en sýnishornið er tilbúið.
6.10.2008 | 10:26
Borða, biðja, elska
Bráðum kemur út hjá Sölku bókin Borða, biðja, elska eftir Elizabeth Gilbert. Hún hefur vakið mikla athygli og setið í efstu sætum metsölulista bæði vestan hafs og austan og hlotið einróma lof. Hún var nefnd sem ein af 100 eftirtektaverðustu bókum ársins 2006 af The New York Times og valin ein af 10 bestu bókum ársins af Entertainment Weekly. Elizabeth var valin ein af 100 áhrifaríkustu persónum heimsins af Time tímaritinu 2008 og er reglulegur gestur í þætti Oprah Winfrey sem telur bókina eina af þeim áhugaverðustu sem komu út 2006.
Þegar Elizabeth Gilbert var um þrítugt hafði hún allt sem ung nútímakona getur óskað sér: Góða vinnu, traustan eiginmann og fallegt heimili en einhverra hluta vegna var hún ekki hamingjusöm heldur ráðvillt og stressuð. Hér segir Elizabeth frá því þegar hún snýr við blaðinu, losar sig við eiginmann og atvinnu, tekur föggur sínar og fer út í heim. Eftir erfiðan skilnað og uppgjör við fyrri lífsgildi nýtur hún lífsins og matarins á Ítalíu, leggur síðan stund á andlega íhugun á Indlandi og leitar loks jafnvægis milli holdlegra og andlegra hugðarefna á Balí í Indónesíu. Eftir að hafa skoðað lífið frá nýjum sjónarhóli og með augum fólks í fjarlægum menningarheimum finnur hún hamingju og hugarró og er tilbúin að snúa heim aftur.
Verið er að undirbúa kvikmyndun bókarinnar og mun Julia Roberts leika Elizabeth og búist er við að myndin verði tilbúin 2010.
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 10:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.10.2008 | 13:19
Ástarljóð í Kiljunni
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.10.2008 | 09:37
Ást, kynlíf og hjónaband
Guðrún D.Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands: "Ofbeldi og mannréttindi"
Jóna Ingibjörg Jónsdóttir, kynfræðingur: Réttindi kynverundar - hvað er langt í land?
Dr. Sigríður Guðmarsdóttir, prestur: Menning, kirkja og hjónaband í hinsegin ljósi
Þorvaldur Kristinsson, bókmenntafræðingur: "Samkynhneigðin og ástin"
Sr. Bjarni Karlsson: "Samkynhneigð og kristin siðfræði"
Fundarstjóri er Helgi Hjörvar Alþingismaður.
Í upphafi mun dr. Sólveig Anna ávarpa og setja málþingið og í lokin verður boðið upp á fyrirspurnir til hennar og framsögumanna
Tónlist | Breytt s.d. kl. 09:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.9.2008 | 09:40
Eg skal kveða um eina þig alla mína daga
Annað upplag er komið og þar með langþráð útgáfa í harðspjaldaformi, sem varð uppseld í sumar. Ástarljóð Páls hafa vakið stormandi lukku því víða var búið að bíða lengi eftir þeim í einni útgáfu. Páll Ólafsson var með sanni ástmögur þjóðarinnar og kunni alþýða manna allnokkur ljóð eftir hann utanbókar. Eftir Pál liggur eitt mesta safn ástarljóða nokkurs íslensks skálds og núna er þessum arfi í fyrsta sinn safnað í eina bók og birt eru fjöldi kvæða og vísna sem ekki hafa áður sést á prenti. Ástarljóðin eru fyrst og síðast skáldleg tilfinningatjáning en í tímaröð mynda þau jafnframt ástarsögu þeirra Páls og Ragnhildar Björnsdóttur.
Ljóð | Breytt 25.9.2008 kl. 17:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Konur eiga orðið allan ársins hring legðu orð í belg
- Heimasíðan
- Bókabúðin
- Hugmyndabókin
- Bókatíðindi félag íslenskra bókaútgefanda
- Höfundaréttur
- Rithöfundasambandið
Bækur
Nýjar bækur
-
Falleg ferðahandbók með yfir 600 myndum af Íslandi sem teknar voru af Rafni Hafnfjörð með texta eftir Ara Trausta Guðmundson
: Focus on Iceland
Tónhlaða
Bloggvinir
- almaogfreyja
- andreaolafs
- annapala
- annabjo
- birgitta
- bryndisisfold
- austurlandaegill
- eddabjo
- thesecret
- gurrihar
- handtoskuserian
- hildurhelgas
- hlynurh
- jenfo
- jensgud
- katrinsnaeholm
- kristjanb
- domubod
- margretloa
- brandarar
- hafstein
- raksig
- salvor
- steingerdur
- klarak
- vefritid
- para
- agustolafur
- thoragud
- bokakaffid
- lucas
- gbo
- jgfreemaninternational
- astroblog
- slembra
- steinunnolina